Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Pepsi Max-deild karla KR – Víkingur R....................................... 1:0 Breiðablik – Valur .................................... 3:3 Staðan: KR 17 12 3 2 36:20 39 Breiðablik 17 9 3 5 34:22 30 FH 17 8 4 5 24:24 28 Stjarnan 17 7 6 4 29:25 27 HK 17 7 4 6 24:19 25 Valur 17 7 3 7 31:27 24 ÍA 17 6 4 7 22:22 22 Fylkir 17 6 4 7 26:29 22 KA 17 6 2 9 24:29 20 Víkingur R. 17 4 7 6 25:27 19 Grindavík 17 3 9 5 14:19 18 ÍBV 17 1 3 13 13:39 6 Inkasso-deild kvenna Grindavík – Fjölnir.................................. 1:1 Birgitta Hallgrímsdóttir 17. – Sara Mon- toro 61. Þróttur R. – Afturelding......................... 2:0 Linda Líf Boama 26., Álfhildur Rósa Kjart- ansdóttir 41. ÍR – FH...................................................... 0:1 Birta Stefánsdóttir 51. Haukar – ÍA.............................................. 4:1 Sæunn Björnsdóttir 21., Vienna Behnke 23., 49., Kristín Fjóla Sigþórsdóttir 42. – Andrea Magnúsdóttir 11. Staðan: Þróttur R. 14 12 0 2 58:10 36 FH 14 11 2 1 42:15 35 Tindastóll 14 8 1 5 35:32 25 Haukar 14 8 0 6 23:16 24 Afturelding 14 6 2 6 25:19 20 ÍA 14 4 4 6 16:20 16 Grindavík 14 3 6 5 19:25 15 Augnablik 14 4 2 8 11:23 14 Fjölnir 14 3 4 7 17:31 13 ÍR 14 0 1 13 3:58 1 England Wolves – Manchester United.................. 1:1 Staða efstu liða: Liverpool 2 2 0 0 6:2 6 Arsenal 2 2 0 0 3:1 6 Manch.City 2 1 1 0 7:2 4 Manch.Utd 2 1 1 0 5:1 4 Brighton 2 1 1 0 4:1 4 Tottenham 2 1 1 0 5:3 4 Bournemouth 2 1 1 0 3:2 4 Sheffield Utd 2 1 1 0 2:1 4 Everton 2 1 1 0 1:0 4 Burnley 2 1 0 1 4:2 3 Norwich 2 1 0 1 4:5 3 Þýskaland B-deild: Osnabrück – Darmstadt ......................... 4:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Holland B-deild: Jong AZ Alkmaar – Excelsior................ 1:2  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Jong AZ og skoraði mark liðsins úr vítaspyrnu.  Elías Már Ómarsson kom af bekknum hjá Excelsior á 77. mínútu. KNATTSPYRNA KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kristófer Acox, leikmaður KR og landsliðsmaður Íslands í körfuknatt- leik, er í kapphlaupi við tímann um að vera klár í slaginn þegar tímabilið í úrvalsdeild karla hefst í byrjun októ- ber. Á miðvikudaginn í síðustu viku komst hann að því að gömul ökkla- meiðsli hefðu dregið dilk á eftir sér. Kristófer ökklabrotnaði árið 2014 þegar hann lék með Furman- skólanum í bandaríska háskólabolt- anum og voru settar tvær skrúfur í beinið til þess að hjálpa því að gróa aftur. Skrúfurnar eru ekki lengur í beininu heldur fastar í lið í ökklanum og þarf Kristófer nú að gangast undir aðgerð til þess að fjarlægja skrúf- urnar. „Ég er í raun bara að bíða eftir því að fá tíma hjá lækninum. Ég fékk að vita það á miðvikudaginn í síðustu viku að ökklinn á mér væri ekki í góðu standi og núna er bara verið að vinna í því að reyna að koma mér að sem allra fyrst og ég er í raun bara að bíða eftir símtali eins og staðan er í dag. Skrúfurnar gera ekki neitt gagn og gera í raun bara illt verra eins og staðan er í dag. Það er engin ástæða til þess að vera með þær lengur og planið er að fjarlægja þær og sjá hvort bólgurnar í ökklanum lagast ekki í kjölfarið. Ef það gengur upp þyrfti ég að fara í einhverja end- urhæfingu auðvitað en að sama skapi myndi ég sleppa við gifs og hækjur. Vonandi dugar að fjarlægja skrúf- urnar og ég verð þá að öllum lík- indum klár í upphafi tímabilsins en ef það dugar ekki þarf ég að fara í stærri og meiri aðgerð. Ef ég þarf að fara í stóra aðgerð eru litlar sem eng- ar líkur á að ég verði byrjaður að spila fyrir áramót. Það mun taka mig allavega þrjá til fjóra mánuði að jafna mig ef ég fer í aðgerð og vel gæti farið svo að ég yrði ekki klár fyrr en úrslitakeppnin hefst, sérstaklega ef ég læt fjarlægja skrúfurnar en kemst svo að því eftir einn til tvo mánuði að ég þurfi að fara í aðgerð.“ Spenntur fyrir heilu tímabili Kristófer var valinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, annað árið í röð, þegar KR vann sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi verið orðinn spenntur fyrir komandi tímabili með KR sem hefur styrkt sig vel í sumar. „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt því ég var orðinn mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Ég sé mest eftir því að hafa ekki bara farið strax til læknis þegar ég fór að finna fyrir þessu í ökklanum. Ég hélt að ég gæti í raun bara spilað í gegnum sársauk- ann undir lok síðustu leiktíðar, hvílt vel í sumar og mætt svo ferskur til leiks í haust. Eftir að hafa komist að því að það væri allt í rugli í ökklanum á mér sé ég auðvitað mikið eftir því að hafa ekki látið athuga þetta fyrr. Að sama skapi finn ég ekki mikið fyr- ir þessu og ég get bæði gengið og hlaupið þannig að ég er bara eins já- kvæður og hægt er að vera. Vonandi lagast þetta við það eitt að fjarlæga skrúfurnar og ég held í vonina um að það muni gerast.“ Þeir Brynjar Þór Björnsson, Jak- ob Örn Siguðarson og Matthías Orri Sigurðarson sömdu allir við KR fyrr í sumar og var Kristófer orðinn spenntur að spila með þeim og sér í lagi Matthíasi, en þeir eru æskuvinir og spiluðu saman upp yngri flokkana með KR. „Við snúum aftur til æfinga á næstu dögum og ég mun ekki geta tekið þátt í þeim æfingum. Ég verð eitthvað í húsi að sniglast í kringum strákana þótt það sé ekki eins. Við er- um búnir að styrkja okkur og það er leiðinlegt að gera ekki byrjað að æfa af fullum krafti með til dæmis Matta, sem ég var orðinn mjög spenntur að spila með á nýjan leik. Það er frábært að fá Brynjar og Jakob aftur og ég tel okkur vera með mjög spennandi lið í ár. Sjálfur var ég orðinn spenntur að ná loksins heilu tímabili en nú gæti það allt eins farið svo að ég missti af öllu tímabilinu, það kemur í ljós.“ Aðrir þurfa að stíga upp Pavel Ermolinskij, liðsfélagi Krist- ófers til fjölda ára í KR, söðlaði um í síðustu viku og skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Þá voru Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon báðir orðaðir við Vals- menn eftir að Pavel skrifaði undir en Kristófer segist aldrei hafa haft mikla trú á því að Jón Arnór og Helgi myndu skrifa undir hjá öðru liði en KR. „Það er auðvitað allt slæmt að missa leikmann eins og Pavel, bæði fyrir mig og liðið. Við náðum alltaf mjög vel saman inni á vellinum en að sama skapi vonast maður til þess að leikmenn eins og Matti og Jakob stígi upp núna. Við erum með fáránlega hæfileikaríkan hóp og þótt það hafi verið mjög slæmt að missa Pavel tel ég okkur eiga að ráða við þetta brott- hvarf. Ég held að fjölmiðlar hafi kannski gert meira úr þessu en til stóð með Helga og Jón. Ég skal alveg viðurkenna það að ég varð smá smeykur þegar ég sá að Pavel var kominn í Val en eftir því sem ég best veit kom það aldrei til greina að Jón Arnór eða Helgi færu þangað líka,“ sagði Kristófer Acox í samtali við Morgunblaðið. Mesta eftirsjáin að hafa ekki leitað fyrr til læknis  Gæti misst af stórum hluta tímabilsins  Gömul meiðsli draga dilk á eftir sér Morgunblaðið/Hari Öflugur Kristófer Acox var besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð en veit ekki hvernig veturinn verður í ár. SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik ferðaðist í gær frá Íslandi til Sviss þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í forkeppninni fyrir EM 2021. Leikur Sviss og Íslands fer fram í bænum Montreux á morgun og hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppninni fer áfram í undankeppnina. Vinni Sviss verða liðin þrjú í riðlinum öll með jafnmörg stig eða tvo sigra og tvö töp hvert. Ísland stendur hins vegar lang- best að vígi hvað stigamun varðar eftir risasigurinn á Portúgal síðasta laugardag. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, ákváðu að gera eina breytingu á liðinu frá fyrstu þremur leikjunum, en Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í liðið í stað Hjálmars Stefánssonar. Er þar miðherji settur inn í stað framherja. sport@mbl.is Ragnar inn í stað Hjálmars Ragnar Nathanaelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.