Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ KatrínJakobs-dóttir staðfesti við Agnesi Bragadótt- ur blaðamann að hún myndi ekki taka á móti vara- forseta Bandaríkjanna þegar hann kemur í heimsókn til landsins, eins og frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær ber með sér: „Það er rétt hjá þér. Fyrir nokkrum mánuðum samþykkti ég að vera ræðu- maður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna, sem einmitt á sér stað þessa daga, og ég hef ekki séð ástæðu til þess að breyta þeirri dagskrá minni.“ Í frétt Agnesar segir svo: „Forsætisráðherra sagði jafn- framt að hún væri hvenær sem væri reiðubúin að funda með ráðamönnum Bandaríkj- anna sem og annarra sam- starfsþjóða Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði af sama tilefni að hann vissi ekk- ert um áform forsætisráð- herra og vissi því ekkert um það hvort hún yrði á landinu eða ekki þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, kæmi hingað í heimsókn 4. september næstkomandi.“ Forsætisráðherra landsins sagðist „reiðubúin til að funda með ráðamönnum Bandaríkj- anna... hvenær sem væri“, en sagði um leið að hún væri að fara að halda ræðu hjá nor- rænum verkalýðssamtökum „og ég hef ekki séð ástæðu til að breyta þeirri dagskrá minni“. Það er ekki frítt við að það gæti nokkurs yfirlætis hjá Katrínu Jak- obsdóttur og kem- ur það á óvart. Eins og allir vita eru reglubundin þing og ráðstefnur úti um hvippinn og hvappinn sem sæta engum tíðindum og hver maður skilur og þykir sjálf- sagt að ráðherrann hliðri þess háttar dagskrá til af tilefni sem óvænt heimsókn varafor- seta Bandaríkjanna til lands- ins er. Það blasir við hverjum manni að hagsmunir landsins liggja miklum mun fremur í því að taka á móti og ræða við varaforseta Bandaríkjanna á viðkvæmum tímum, en bæta einni ræðu við tug annarra á verkalýðsþingi á Norður- löndum, með fullri virðingu fyrir slíkum samkomum. Þá kemur svo kynduglega fyrir að samráðherra Katr- ínar, íslenski utanríkisráð- herrann, vissi ekkert um mán- aða gömul áform forsætis- ráðherrans eða hvort hún yrði nær eða fjær þegar varafor- seti Bandaríkjanna kemur til landsins! Allur er þessi mála- tilbúnaður mjög ótraust- vekjandi, svo ekki sé meira sagt. Og hitt sem er einnig óþægilega augljóst er að forsætisráðherra telur sig standa svo veikt innanflokks að hún verði að láta vand- ræðagang þar breytast í vandræðagang ríkisstjórnar- innar í málum sem lúta að mikilvægustu hagsmunum landsins. Það er óþægilega margt sem dregur úr trausti á ríkisstjórn landsins þessa dagana} Óboðlegur vandræðagangur Í fréttaskýringuí Morgun- blaðinu í gær var greint frá því að í verulegan rekstrarhalla stefndi á þessu ári hjá Land- spítalanum, eftir mikinn halla- rekstur í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir að framlög ríkis- sjóðs til spítalans hafi aukist um 25% frá árinu 2016. Í viðtali við Morgunblaðið segir Willum Þór Þórsson, for- maður fjárlaganefndar, að ýmislegt bendi til þess að menn hafi misst tökin, en að það eigi eftir að „eiga samtal um það hvað það er sem veldur þessum rekstrarhalla“. Ekki er seinna vænna að það samtal fari fram. Stjórnendur spítalans kynntu nýtt skipu- lag í liðinni viku til að bregðast við vandanum en ólík- legt verður að telj- ast að þær dugi einar og sér. Væntanlega þarf að endurskoða rekstur og hlutverk spítalans og meta hvort hægt er að ná fram auknu hagræði í rekstri eða hugsanlega fela öðrum að sjá um hluta rekstrarins. Á það hefur ekki verið hlustað á síðustu árum að hægt sé að hagræða með því að hleypa öðrum en ríkinu að rekstri á heilbrigðissviðinu. Ef til vill verða rekstrarerfið- leikar ríkisspítalans til að skoðaðar verði fleiri leiðir til að hagræða og bæta um leið þjónustuna við sjúklinga. Nauðsynlegt er að endurmeta rekstur ríkisspítalans} Fjórðungs aukning nægði ekki H eilbrigðiskerfið er flókið og margþætt og þjónustuveit- endur margir. Verkefni heil- brigðisyfirvalda, í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerf- isins, er að skapa heildrænt kerfi sem trygg- ir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, ör- yggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar ný samþykkt heilbrigðisstefna til 2030 meðal annars. Er í stefnunni fjallað um mikilvægi þess að veita rétta þjónustu á rétt- um stað til að tryggja bæði hagkvæmni og skilvirkni þjónustunnar. Heilsugæslunni er ætlað að vera fyrsti viðkomustaður í heil- brigðiskerfinu og hafa fjárveitingar til henn- ar verið auknar til að tryggja að hún hafi bolmagn til að takast á við aukin verkefni og stærra hlutverk innan heilbrigðiskerfisins. Meðal þess sem gert hefur verið til að efla heilsugæsluna er stofn- un geðheilsuteyma um landa allt, fjölgun stöðugilda sál- fræðinga, áhersla á þverfaglega teymisvinnu og aukin áhersla á forvarnir og fræðslu. Til að leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu var, fyrir rúmu ári, stofnuð Þróunarmiðstöð heilsugæslu. Markmið nýrrar þróunarmiðstöðvar er meðal annars að jafna aðgengi landsmanna að heilsu- gæsluþjónustu, auka gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að samhæfingu og því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Nú þegar Þróunarmiðstöð heilsugæsl- unnar hefur verið starfrækt í rúmt ár hefur hún komið að fjölmörgum verkefnum og hef- ur verið lögð áhersla á að öll þjónusta sem miðstöðin veitir sé aðgengileg öllum heilsu- gæslustöðvum á landinu. Þróunarmiðstöðin hefur komið með einum eða öðrum hætti að fjölbreyttum verkefnum, meðal annars á sviði ofbeldisvarna, mansals, mæðraverndar, ung- og smábarnaverndar, heilsuverndar skólabarna og eldra fólks, forvarna, hreyf- iseðla, heilsuveru, fjarheilbrigðisþjónustu, og gæðavinnu ýmiss konar. Þá kemur hún að stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins og að ýmsum tilraunaverkefnum, m.a. um mót- tökur í heilsugæslu með áherslu á konur, verkefni sem lýtur að því að draga úr ofnotkun á sýkla- lyfjum og verkefni þar sem reynd verður þverfagleg nálgun við langvinnum verkjum. Þá á miðstöðin fulltrúa í vinnu við innleiðingu krabbameinsáætlunar og í verk- efnisstjórn um framkvæmd tillagna skimunarráðs varð- andi skimun fyrir krabbameini. Öflug heilsugæsla er mikilvægur þáttur í eflingu heil- brigðiskerfisins í heild og eitt af mikilvægustu stefnu- málum mínum sem heilbrigðisráðherra og meðal meginmarkmiða ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilsugæsla í sókn Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Geislavarnir ríkisins hafa lagt fram skýrslu Íslands um kjarnöryggi fyr- ir 8. rýnifund alþjóðasáttmála um kjarnöryggi (Convention on Nuclear Safety, CNS) sem haldinn verður í höfuðstöðvum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA) dagana 23. mars til 3. apríl á næsta ári. Samningurinn tók gildi 24. október 1996 en Ísland varð fullgildur aðili að honum haustið 2008. Á heimasíðu Geislavarna kemur fram að markmið samningsins er að stuðla að auknu öryggi við notkun kjarnorku um allan heim og draga þannig úr líkum á slysum. Samning- urinn leggur einnig áherslu á við- búnað og viðbrögð við slíkum slys- um. Gerðar eru bindandi kröfur til þeirra ríkja sem hann staðfesta og eru haldnir rýnifundir á þriggja ára fresti þar sem fjallað er um hvort framkvæmd samningsins sé eins og best verður á kosið. Á rýnifundum gera aðildarríkin grein fyrir því með hvaða hætti þau uppfylla kröfur samningsins og svara spurningum annarra aðildarríkja þar um. Þau að- ildarríki samningsins sem ekki hafa kjarnorkuver eða annan kjarniðnað – eins og Ísland – eiga að gera grein fyrir viðbúnaði sínum vegna kjarn- orkuslysa í öðrum löndum, en um leið fela þessar skýrslur í sér lýsingu á m.a. regluverki sem tengist geisla- vörnum almennt. Frá gildistöku samningsins hafa verið haldnir reglulegir rýni- fundir um hann á þriggja ára fresti, síðast árið 2017, en einnig sérstakir fundir, m.a. vegna slyssins í kjarn- orkuverinu í Fukushima. Staðlaður viðbúnaður Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi engin ógn skapast af geislavirkum efnum hér á landi en viðbúnaður tekur mið af kröfum, leiðbeiningum og viðmið- unum IAEA. Í lögum er tiltekið að Geislavarnir ríkisins skuli annast geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá hér á landi. Margir aðilar geta hins vegar komið að slíkum viðbúnaði með beinum eða óbeinum hætti. Geislavá getur spannað víðtækt svið, allt frá hug- lægum gildum sem geta þó haft markaðsleg áhrif, til alvarlegra heilsufarslegra áhrifa. Lykill að mati á henni, segir stofnunin, er öflun og greining gagna, innlendra sem er- lendra. Geislavirk efni sem dreifast út í umhverfið geta haft ýmis skaðleg áhrif með misalvarlegum hætti. Í skýrslu Geislavarna um viðbúnað frá 2009 segir að þau geti valdið bráðum skaða, jafnvel dauða. Þau geta valdið alvarlegum heilsufarslegum vanda- málum (svo sem aukinni hættu á krabbameini síðar). Þótt heilsufars- leg atriði kunni að vera takmörkuð þá geti efnin engu að síður haft þau áhrif að matvæli framleidd á við- komandi svæði verði torseljanleg, svo sem reynslan frá Tsjernóbyl sýni. Slys sem fæli í sér dreifingu geislavirkra efna myndi strax kalla fram mikla þörf fyrir miðlun upplýs- inga og ráðlegginga til almennings, hagsmunaaðila, fjölmiðla, hvort sem um mikið eða lítið magn efna væri að ræða. Virkt eftirlit Hér á landi eru geislavirk efni m.a. notuð á sjúkrahúsum, við vega- gerð, í iðnaði og í rannsóknum. Er hugtakið geislalind notað ef efnið er í því magni að notkun þess sé leyfis- skyld. Styrkur flestra geislalinda hér er tiltölulega lítill og eftirlit er mjög nákvæmt, hver einasta geisla- lind er skráð og sætir eftirliti. Séð er til þess að geymslustaður þeirra sé læstur og búinn brunavörnum. Sér- stakar reglur gilda um flutning geislavirkra efna. Ísland er þó ekki að öllu leyti laust við áhættu. Í nánd við land- helgina er umferð kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta, umferð um Kefla- víkurflugvöll liggur til og frá ýmsum stöðum sem eru álitnir búa við hryðjuverkaógn, mikill hluti flug- umferðar um Norður-Atlantshafið liggur um íslenska flugumsjón- arsvæðið og sjóherir stórveldanna halda stundum flotaæfingar í grennd við landið. Þá felst fjöregg Íslendinga í hafinu umhverfis landið og ímyndinni um hreina og óspillta náttúru. Slíkt orðspor er brothætt og komi til slyss eða atviks sem leið- ir til þess að geislavirk efni sleppi út í umhverfið geta efnahagslegar af- leiðingar þess orðið dýrkeyptar, jafnvel þótt geislunin sé vel innan al- þjóðlegra marka. Viðbúnaðarstarf Geislavarna ríkisins hefur ekki miðast við að byggja upp sjálfstætt viðbúnaðar- skipulag við geislavá, heldur við að samhæfa viðbúnað við geislavá við- búnaði við annarri vá (svo sem eld- gosum og jarðskjálftum). Eru leið- beiningar IAEA lagðar til grund- vallar. Sé þörf á umfangsmikilli samhæfingu er við það miðað að hún fari fram í samhæfingar- og stjórn- stöð almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra. Engin geislavá hefur skapast á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Geislalind Hinn nýi jáendaskanni Landspítalans er dæmi um lækningatæki hér á landi sem nýtir geislavirk efni. Slík tæki kalla á mikla aðgát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.