Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 FIBA gaf út á dögunum lista yfir al- þjóðadómara og eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir ný- ir fulltrúar Íslanda á listanum, en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson sem dómari og Jón Bender sem eftirlits- maður. Dómaranefndir körfuknatt- leikssambanda innan FIBA tilnefna dómara og eftirlitsmenn á listann sem FIBA fer svo yfir og samþykkir eða hafnar. Báðar tillögur KKÍ til FIBA voru samþykktar. Á dómaralista KKÍ hjá FIBA eru áfram þeir Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson og Rún- ar Birgir Gíslason er áfram eftirlits- maður. Kristinn Óskarsson er áfram alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi.  Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi. Sex íslensk- ir fulltrúar munu keppa á mótinu frá þremur félögum. Mótið fer fram í Ól- ympíusundlauginni frá leikunum 2012 þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson vann gullverðlaun í 200m skriðsundi S14 á nýju heimsmeti. Íslensku keppendurnir eru: Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - S6, Sonja Sigurðardóttir, ÍFR - S4, Róbert Ísak Jónsson, Firði/ SH - S14, Guð- finnur Karls- son, Firði - S11, Már Gunn- arsson, ÍRB - S11, og Hjörtur Már Ingv- arsson, Firði - S5. Eitt ogannað Geir Sveinsson var í gær ráðinn þjálfari þýska efstudeildarliðsins Nordhorn-Lingen og skrifaði hann undir tveggja ára samning við fé- lagið. Geir snýr þar með aftur til starfa í Þýskalandi eftir að hafa þjálfað Magdeburg frá 2014-2015. Nordhorn er nýliði í þýsku 1. deildinni í ár eftir að hafa hafnað í öðru sæti 2. deildarinnar í fyrra. Tímabilið er þegar hafið hjá liðinu, en það féll úr leik í bikarkeppninni um helgina. Fyrsti leikur í deildinni er svo gegn þeim Arnóri Þór Gunn- arssyni og Ragnari Jóhannssyni hjá Bergischer á fimmtudag. Geir fær því ekki mikinn tíma til undirbún- ings, en fyrrverandi þjálfari liðsins þurfti að hætta af heilsufarsástæð- um á dögunum. „Ég hikaði ekki í eitt augnablik þegar tilboðið kom að snúa aftur í Bundesliguna, sérstaklega hjá svona flottu félagi, og ég er mjög spenntur að takast á við verkefnið,“ sagði Geir á heimasíðu félagsins. Hann stýrði síðast Akureyri á síðari hluta tímabilsins hér heima í vor og var þar áður landsliðsþjálfari Ís- lands 2016-2018. „Geir hefur skilað frábæru verki þar sem hann hefur verið síðustu ár, er mjög fær í samskiptum og hefur jákvæða persónutöfra. Hans sýn á handbolta er einmitt svipuð þeirri sem þetta lið hefur tileinkað sér síðustu ár,“ sagði framkvæmda- stjóri félagsins í gær. Hjá Nordhorn hittir Geir meðal annars gamlan lærisvein, en austurríski landsliðsmaðurinn Ro- bert Weber gekk í raðir félagsins í sumar. Hann spilaði áður undir stjórn Geirs hjá Magdeburg. yrkill@mbl.is Geir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Ljósmynd/Nordhorn-Lingen Þýskaland Geir Sveinsson kynntur sem nýr þjálfari Nordhorn í gær. HANDBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Líkurnar eru einn á móti mörgum milljónum að þetta skuli gerast í sex- tán manna hópi,“ sagði Heimir Rík- arðsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Hann var þá nýkominn til landsins með liðinu sem hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistara- mótinu sem hald- ið var í Norður- Makedóníu. Í tveimur leikj- um um 5.-8. sæti mótsins um helgina voru aðeins 13 leikmenn á skýrslu hjá íslenska liðinu. Haukur Þrastarson var að glíma við meiðsli í öxl og ákveðið var að taka enga áhættu með hann, en tveir leikmenn fengu botnlangabólgu. Fyrst var það Tumi Steinn Rúnarsson, eftir að hafa farið á kostum gegn tilvonandi heimsmeisturum Egyptalands í átta liða úrslitunum. Hann var sendur heim til Íslands að læknisráði, en þá veiktist markvörðurinn Sigurður Dan Óskarsson líka. „Ég hef aldrei lent í öðru eins,“ sagði Heimir, en Sigurður þurfti að vera á sjúkrahúsi í eina nótt og það var jafnvel spurning hvort hann þyrfti í aðgerð. Bólgan tók hins vegar að minnka svo ákveðið var að hann kæmi með liðinu heim. Svavar Ingi Sigmundsson var því eini markvörð- urinn í hópnum í síðustu tveimur leikjunum gegn Frökkum og Spán- verjum sem töpuðust báðir og átt- unda sætið því niðurstaðan. „Við vorum bara tilbúnir með klippta markmannspeysu til að henda einhverjum í rammann ef eitt- hvað kæmi fyrir hann. Það var upp á lítið að spila um 5.-8. sætið þar sem það hafði ekkert að segja varðandi þátttöku í öðrum mótum eða svoleið- is. Við ætluðum bara að klára þá leiki og mér fannst við gera það bara vel. Leikmenn lögðu sig fram, en það er erfitt að hafa bara einn markmann auk þess sem það vantaði Tuma og Hauk,“ sagði Heimir. Trúði vart að væru jafnaldrar Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli eftir að hafa unnið Túnis, Brasilíu og Serbíu en tapað fyrir Portúgal og Þýskalandi. Liðið vann svo Japan í 16-liða úrslitunum, 39:34, áður en það lenti í klóm Egypta í átta liða úrslitunum. Egyptarnir áttu síð- ar eftir að fagna heimsmeistaratitl- inum; fyrsta þjóðin utan Evrópu sem það gerir á HM í þessum aldurs- flokki. „Þar var við ramman reip að draga. Þeir eru svakalega stórir og sterkir og maður trúði því varla að verið væri að spila við jafnaldra. Þetta voru svakalegir lurkar, en við náðum að gefa þeim leik og berjast aðeins við þá. En það var erfitt,“ sagði Heimir, en sá leikur tapaðist 35:31. Egyptar unnu svo Þjóðverja í úr- slitaleiknum 32:28, sem Heimir sagði að undirstrikaði nokkuð hvernig þró- unin væri að verða í handbolta- heiminum. Góðum þjóðum væri að fjölga og breiddin klárlega að aukast. Hafa varla misst af verðlaunum Það að þetta íslenska lið hafni í átt- unda sæti mótsins sætir nokkrum tíðindum. Fyrir þetta mót hafði liðið með þessa stráka tekið þátt í sjö mót- um frá árinu 2017 og aðeins einu sinni hafnað neðar en í þriðja sæti. Hæst ber silfur á Evrópumótinu í fyrra. „Þetta er fín reynsla fyrir þessa stráka. Þeir eru vanir að vera of- arlega í þeim verkefnum sem þeir hafa tekið þátt í. Þeir eru búnir að standa sig rosalega vel og á þessum tíma sem ég hef verið með þá hafa milli 50 og 60 strákar spilað lands- leiki. Við höfum reynt að auka breiddina og leyft fleirum að taka þátt í verkefnum,“ sagði Heimir. Hann hefur fylgt þessum aldurs- flokki upp frá 14 ára aldri ásamt þeim Magnúsi Kára Jónssyni og Andrési Kristjánssyni. Nú eru hins vegar kaflaskil framundan hjá þeim og strákunum. „Nú eru þeir komnir upp í U21 árs liðið og það er ekkert vitað hvað verður með framhaldið, ekki svo ég viti. Við ætluðum bara að bíða með allar samræður þar til eftir þetta mót og setjast svo niður,“ sagði Heimir Ríkarðsson við Morgunblaðið. „Ég hef aldrei lent í öðru eins“  Tveir fengu botnlangabólgu á HM  Mótið mikil reynsla fyrir strákana Ljósmynd/IHF/Petar Stojanovski HM Tumi Steinn Rúnarsson með boltann gegn tilvonandi meisturum Egypta í átta liða úrslitum mótsins, áður en hann var sendur heim að læknisráði. Heimir Ríkarðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.