Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill fram- kvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðunin um sölu á 8,49% pró- senta hlut lífeyrissjóðsins í útgerð- arfélaginu Brimi (áður HB Granda) í gær til FISK Seafood, hafi ekki verið léttvæg, en hún hafi verið tekin í kjölfar kaupa Brims á sölu- félögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir helgi. Útgerðar- félag Reykjavíkur er í eigu forstjóra Brims, Guðmundar Kristjánssonar. Á hluthafafundi 15. ágúst greiddi Gildi atkvæði á móti kaupum á sölu- félögunum. Kaupin voru engu að síð- ur samþykkt með um 90% greiddra atkvæða á fundinum. „Þetta voru ekki fyrstu viðskipti Brims við tengdan aðila, og okkur fannst þetta vera orðin helst til umfangsmikil við- skipti við félag í eigu forstjórans og stærsta hluthafans. Það sem miklu máli skiptir í þessu tilfelli er hvað kaupin á sölufélögunum leiða til mik- illar aukningar á hlut Útgerðar- félags Reykjavíkur í félaginu, og þar með til þrenginga á eignarhaldi Brims, sem olli okkur áhyggjum,“ segir Davíð, en Gildi á áfram 0,2% hlut í Brimi eftir kaupin. Fyrri viðskiptin sem Davíð vísar til hér að ofan voru kaup Brims á út- gerðarfélaginu Ögurvík af Útgerðar- félagi Reykjavíkur. Mögulega mistök Kom ekki til greina að selja hlut- inn í Brimi í kjölfar viðskiptanna með Ögurvík í fyrra? „Nei, en það mál vakti vissulega ýmsar spurningar. Við samþykktum þau kaup að endingu á sínum tíma. Eftir á að hyggja má hins vegar velta fyrir sér hvort það hafi verið mistök, þ.e. upp á fordæmið að gera um við- skipti milli tengdra aðila.“ Kemur til greina að kaupa aftur hlut í Brimi miðað við núverandi stjórnarhætti í félaginu? „Ég get ekki fullyrt neitt um það en miðað við óbreytta stöðu mála þá á ég ekki von á því.“ Aðspurður segir Davíð að verðið sem fékkst fyrir hlutinn hafi verið ásættanlegt, og sambærilegt því sem Gildi bauðst í yfirtökutilboði sem Brim gerði hluthöfum HB Granda 28. maí árið 2018, upp á 34,3 krónur fyrir hvern hlut, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Davíð staðfestir að greiðsla fyrir hlutinn hafi verið í formi hlutabréfa í Högum. Kristján Þ. Davíðsson, stjórnar- formaður Brims hf., segir í tilkynn- ingu að stjórnin virði ákvörðun Gildis. „[…]Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar. Jafn- framt fögnum við nýjum hluthafa, sem er þátttakandi í iðnaðinum og hefur reynslu og þekkingu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja.“ FISK keypti Vinnslustöðina Í september í fyrra var tilkynnt að FISK-Seafood hefði keypt allan hlut Útgerðarfélags Reykjavíkur í Vinnslustöðinni Vestmannaeyjum. Með því eignaðist fyrirtækið þriðj- ung í útgerðarfélaginu og nam kaup- verðið 9.400 milljónum króna. Með viðskiptunum lauk áralöngu reiptogi milli Guðmundar Kristjánssonar og meirihluta eigenda í Vinnslustöðinni sem m.a. hafði ratað fyrir dómstóla. Ekki léttvæg ákvörðun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breyting Gengi Brims hækkaði um 4,14% í gær, og endaði í 35,20 krónum.  Gildi seldi nær allan hlut sinn í Brimi í gær  Fékk greitt með bréfum í Högum  Stjórnarformaður Brims fagnar því að fá FISK-Seafood inn í hluthafahópinn Viðskipti » Gildi bætti við sig 2,06% hlut í Högum samhliða sölunni. » FISK þurfti að selja hlut í Högum samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið. Davíð Rúdólfsson lega 4 milljarðar á fyrri helmingi árs 2018. Virðisbreytingar eru já- kvæðar sem nemur 1,8 milljörðum en voru neikvæðar um 461 milljón yfir sama tímabil í fyrra. Hagnaður á fyrri árshelmingi nú nemur 1,9 milljörðum en hagnaðurinn á fyrri árshelmingi í fyrra nam 322 millj- ónum. Fjárfestingareignir Reita voru í lok júní metnar á 147,7 milljarða króna og höfðu aukist um ríflega 9 milljarða frá áramótum. Eigið fé hafði aukist og stóð í 47,7 millj- örðum en var 46,9 milljarðar um áramót. Heildarskuldir félagsins námu 107,5 milljörðum nú um mitt ár en höfðu numið 96,8 milljörðum um áramót. Reitir sendu frá sér afkomu- viðvörun fyrir helgi þar sem spá um rekstrarhagnað á árinu var færð niður um 300-450 milljónir króna. Reitir hækkuðu um ríflega 1% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Hagnaður Reita á öðrum ársfjórð- ungi nam 929 milljónum en 876 milljóna tap var yfir sama tímabil í fyrra. Hreinar leigutekjur námu 2,1 milljarði og jukust um ríflega 90 milljónir frá öðrum fjórðungi 2018. Þá voru matsbreytingar fjárfest- ingaeigna jákvæðar um tæpan 1,1 milljarð á móti niðurfærslu upp á 1,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Litið til hálfs árs uppgjörs félags- ins nema hreinar leigutekjur um 4,2 milljörðum króna en voru rúm- Hagnaður Reita margfaldast  Miklar virðisbreytingar fjárfestingareigna draga vagninn Atvinnuhúsnæði Kringlan er með- al helstu fjárfestingareigna Reita. 20. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.98 124.58 124.28 Sterlingspund 150.77 151.51 151.14 Kanadadalur 93.22 93.76 93.49 Dönsk króna 18.407 18.515 18.461 Norsk króna 13.764 13.846 13.805 Sænsk króna 12.806 12.882 12.844 Svissn. franki 126.45 127.15 126.8 Japanskt jen 1.1651 1.1719 1.1685 SDR 169.99 171.01 170.5 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.5134 Hrávöruverð Gull 1509.05 ($/únsa) Ál 1755.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.41 ($/fatið) Brent Íslensk-sænska upplýsingatækni- fyrirtækið Advania hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu Itello, sem er með skrifstofur í Staf- angri, Björgvin og Osló. Kaupverð er ekki gefið upp. Þetta kemur fram á norska vefmiðlinum digi.no. Undanfarið hefur Advania verið að hasla sér völl á norska upplýs- ingatæknimarkaðnum, meðal ann- ars með kaupum á upplýsingatækni- fyrirtækinu Stepper á síðasta ári. „Itello er önnur yfirtaka okkar á innan við ári og við munum halda þessu áfram,“ segir framkvæmda- stjóri Advania í Noregi, Espen Hartz, við digi.no. Haft er jafnframt eftir Hartz að kaupin á Itello þýði að Advania í Noregi sé nú betur í stakk búið til að keppa um fleiri og stærri við- skiptavini. tobj@mbl.is Advania stækkar  Kaupa Itello í Noregi  Ekki hætt Icelandair Group lækkaði um 7% í Kauphöll Íslands í viðskiptum í gær og nemur gengi bréfa félagsins nú 6,98 krónum. Um er að ræða lægsta dagslokagengi Icelandair á árinu. Samtals hafa bréf Icelandair fallið um 26% á þessu ári. Gengi félagsins fór niður í 7,1 hinn 12. mars, sama dag og Max-þoturnar voru kyrr- settar víða um heim, en fór, fyrir gærdag, síðast niður fyrir það mark 30. október í fyrra. Þá fór gengið niður í 6,67 krónur. Hörð viðbrögð markaðarins má einmitt rekja til frétta frá því á föstudag þar sem fram kom að kyrrsetning Boeing 737 Max þotanna myndi vara út árið 2019 hið minnsta. Ice- landair hefur nú þegar tekið við sex slíkum vélum og hafði áður gert ráð fyrir að hafa níu slíkar vélar í flotanum undir lok þessa árs. Sam- tals hefur félagið pantað sextán Max-þotur. Icelandair tapaði 11 milljörðum króna á fyrri árshelm- ingi þessa árs. Í hálfsársuppgjörinu kom fram að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar næmu 17,4 milljörðum króna miðað við kyrr- setningu út október 2019. Flug Max-vélar standa óhreyfðar. Enn ein dýfan hjá Icelandair  7% lækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.