Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Ég hef ávallt verið mjög mik- ið borgarbarn. Ég hef alla tíð bú- ið í Reykjavík og ég get talið á fingrum annarrar handar hversu oft ég fór út úr bænum á fyrstu 20 árum lífs míns. Þegar ég var táningur fannst mér „sveitin“ kjánaleg. Með ár- unum hef ég komist að því að það var ég sem var kjánalegur. Ég dáist m.a. að íþróttafélögum frá litlum bæjarfélögum sem eru að gera vel. Að sjá Selfoss verða Ís- landsmeistara í handbolta í karlaflokki og svo bikarmeistara í fótbolta í kvennaflokki nokkrum mánuðum síðar þykir mér magnað. Talandi um magnað. Magn- aðir Magnamenn frá Grenivík eru komnir úr fallsæti í Inkasso- deildinni í fótbolta. Það búa rétt rúmlega 300 manns á Grenivík, eða svipað margir og í blokkinni minni í Breiðholti. Það yrði ótrú- legt afrek ef liðið næði að halda sér uppi annað árið í röð. Það yrði enn ótrúlegra ef Leiknir frá Fáskrúðsfirði færi upp úr 2. deild og upp í Inkasso- deildina. Á meðan hin félögin á Austurlandi hafa sameinast á síðustu árum, hefur Leiknir hald- ið sínu striki, þrátt fyrir aðeins um 700 íbúa í bænum. Ekki má gleyma Ólafsvík, sem hefur átt félag í efstu deild karla í fótbolta á síðustu árum, þrátt fyrir aðeins rúmlega 1.000 íbúa. Á Grenivík og Fáskrúðsfirði búa samanlagt rétt rúmlega 1000 manns. Til að setja þetta í samhengi þá búa tæplega 7.500 manns á Akranesi og um 16.000 manns í Reykjanesbæ. Vonandi heldur þessi skemmtilega þróun áfram. Áfram landsbyggðin. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Í SMÁRANUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Ekki vantaði fjörið og mörkin á Kópa- vogsvelli í gær þegar Breiðablik og Valur mættust. Eftir sex skoruð mörk og 3:3 jafntefli fengu liðin sitt hvort stigið. Á þessum síðum hefurðu örugglega lesið í gegnum tíðina að leikir hafi ver- ið kaflaskiptir og slík lýsing á vel við í þetta skiptið. Valsmenn voru virkilega góðir fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins eða svo. Eftir að hafa komist í 2:0 á fyrstu nítján mínútunum virtust þeir líklegir til að vinna leikinn örugg- lega. En eftir að Blikar komust inn í leikinn slökknaði nánast á Valsliðinu. Þeir áttu eina marktilraun á þeim tíma sem eftir lifði leiksins og hún skilaði marki. Var það skalli fyrirlið- ans Hauks Páls Sigurðssonar á 69. mínútu en í millitíðinni hafði Breiða- blik skorað þrívegis. Seigla eftir bikartap Blikum hefur eflaust fundist þeir hafa tapað tveimur stigum í gær fyrst liðið var komið yfir 3:2 og þeir voru beittari en Valsmenn í síðari hálfleik. En í herbúðum Breiðabliks geta menn þó verið ánægðir með hvernig leik- menn liðsins brugðust við slæmri byrjun í gær og sneru leiknum sér í hag gegn Íslandsmeisturum. Sér- staklega í ljósi þess að Breiðablik féll úr keppni í undanúrslitum bikar- keppninnar fyrir nokkrum dögum, þar sem leikmenn liðsins höfðu flest á hornum sér þegar á leið. Móralslega ætti Valsleikurinn því að hafa nokkuð góð áhrif á Blikana og voru þeir auk þess án þeirra Thomasar Mikkelsen og Elfars Freys Helgasonar, sem voru í leikbanni vegna fjölda gulra spjalda. Fengu á sig ódýr mörk Erfitt er að ímynda sér hvað fer í gegnum hugann hjá Valsmönnum eft- ir svo skrautlegan leik. Frá þeirra sjónarhóli eru mörk Breiðabliks ódýr. Tvö þeirra koma eftir fast leikatriði og það fyrsta eftir frákast. Undarlegt var að sjá liðið missa sjálfstraustið eftir jafn góða byrjun og raun bar vitni. Fyrsta markið í leiknum kom til dæm- is eftir virkilega huggulega sókn Vals. Valsmenn gætu verið án Sigurðar Egils Lárussonar á næstunni en hann fór af leikvelli á 19. mínútu meiddur í læri að manni sýndist. Hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Birki Má Sævars- son. Stórskemmtilegt í Smáranum  Sex marka jafntefli Breiðabliks og Vals í kaflaskiptum leik Morgunblaðið/Árni Sæberg 3:3 Alfons Sampsted og Bjarni Ólafur Eiríksson í baráttunni í gær. Markvörðurinn Frederik Schram er genginn til liðs við danska knatt- spyrnufélagið Lyngby en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Frederik kemur til Lyngby frá Søn- derjyskE en hann skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið við danska úrvalsdeildarfélagið. Frederik er 24 ára og gekk til liðs við SønderjyskE um miðjan júlí en hann hefur fengið fá tækifæri með liðinu í upphafi leiktíðar. Lyngby er í 10. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fimm leiki en Søn- derjyskE er í 5. sæti með 9 stig. Frederik færir sig til Lyngby Morgunblaðið/Hari Lánaður Frederik Schram er búinn að færa sig um set í Danmörku. Philippe Coutinho er genginn til liðs við þýska knattspyrnufélagið Bayern München en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gær. Coutinho skrifar undir lánssamn- ing við þýsku meistarana sem gildir út tímabilið en hann kemur til fé- lagsins frá Barcelona. Bayern þarf að borga Barcelona 8,5 milljónir evra fyrir að fá leik- manninn ásamt því að þurfa að greiða laun Coutinho sem eru í kringum 350.000 pund á viku. Þá hefur þýska félagið forskaupsrétt að leikmanninum næsta sumar. Með forkaupsrétt á Coutinho AFP Bayern Philippe Coutinho er nú kominn til Þýskalands frá Spáni. 0:1 Birkir Már Sævarsson 14. 0:2 Patrick Pedersen 19. 1:2 Brynjólfur D. Willumsson 37. 2:2 Andri Rafn Yeoman 40. 3:2 Brynjólfur D. Willumsson 61. 3:3 Haukur Páll Sigurðsson 69. I Gul spjöldViktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki), Patrick Pedersen (Val). Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 6. Áhorfendur: 1.310. BREIÐABLIK – VALUR 3:3 MM Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðabliki) M Alfons Sampsted (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breið.) Birkir Már Sævarsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Fátt getur komið í veg fyrir að FH og Þróttur komist upp úr 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso- deildinni, en liðin hafa verið í sér- flokki í sumar. Helsta spurninga- merkið er hvenær óhætt er að fagna sætinu í efstu deild, en bæði geta gert það í næstu leikjum sínum á föstudagskvöld þrátt fyrir að enn verði þrjár umferðir eftir að þeim loknum. Liðin unnu bæði leiki sína í 14. umferðinni í gær. Þróttur vann Aft- ureldingu 2:0 með mörkum Lindu Lífar Boama og Álfhildar Rósu Kjartansdóttur, en Birta Stefáns- dóttir tryggði FH 1:0 sigur á ÍR. FH fær Hauka í heim- sókn á föstudag og Þróttur heimsækir ÍA, en mótherjar toppliðanna mættust einmitt í gærkvöld þar sem Haukar unnu 4:1 sigur, sem var þriðji sigur liðsins í röð. Þá gerðu Grindavík og Fjölnir 1:1 jafntefli, en liðin eru í baráttu ásamt Augnabliki og ÍA um að forðast það að falla niður í 2. deild með ÍR. FH og Þróttur geta fagnað sæti í efstu deild í vikulok Linda Líf Boama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.