Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019 „Við þurfum ekk- ert að segja,“ var viðkvæðið þegar við héldum hvor utan um aðra, ekki einu sinni heldur oft á 40 ára samleið sem varð sífellt nánari eftir því sem tíminn slípaði okkur til og fleiri áhugamál tengdu okkur. Á langri vegferð fer ekki hjá því að hinn innri maður komi í ljós þeg- ar kurteisishliðarnar víkja, málin eru rædd og sjónarmið eru ekki alltaf þau sömu. Una Ásgeirs- dóttir var mér ætíð heil vinkona og systir. Við gátum rætt um Una Ásgeirsdóttir ✝ Una Ásgeirs-dóttir fæddist 1. ágúst 1935. Hún lést 29. júlí 2019. Útför Unu fór fram 14. ágúst 2019. hvað sem var með virðingu fyrir skoð- unum hvor annarr- ar. Þegar ég gerðist frímúrari háttaði svo til að Una varð mér eins konar leiðtogi fyrstu skrefin. Mér er minnisstætt þegar ég nýgengin inn í „óvitaskap“ mætti ekki á tilskilinn stað, var óörugg og taldi að ég fengi nánari upp- lýsingar eða áminningu um við- burðinn. Er ég stundi upp lélegri afsökun sagði Una: „Við vorum búnar að tala um þetta. Þetta var ákveðið.“ Ég hef oft minnst orða hennar síðar; áminningin varð mér lærdómsrík. Í starfi frímúr- ara gildir orðheldni, drengskap- ur, umburðarlyndi og heiðarleiki að ógleymdum kærleikanum sem allir vita að er mestur. Una hafði þessa eiginleika í ríkum mæli. Hún var dugnaðarforkur sem hvergi hlífði sér. Hún lét verkin tala og hvers konar vinna lék í höndum hennar. Það var sárt að verða vitni að sjóndeprunni sem hamlaði henni síðustu misserin. Una hafði engin orð um hana en þeir sem þekktu til skynjuðu líð- an hennar. Frímúrarahugsjónin var Unu hjartans mál. Hún vann Íslands- sambandi Alþjóðlegrar frímúr- arareglu karla og kvenna, Le Droit Humain af takmarkalausri fórnfýsi og dugnaði og henni voru falin margháttuð ábyrgðar- og trúnaðarstörf. Hún kunni þá list að afhenda verkefni í hendur öðrum, vera samt til taks, ávallt reiðubúin að styðja og miðla af fróðleik sínum og reynslu. Vann þó ævinlega mest sjálf. Una var góður hlustandi og skilningsríkur, sagði fátt en orð hennar höfðu vigt. Hún var þannig kona orða sinna og vinur í raun. Það fékk ég að reyna þegar ég tók við embætti Voldugs stjórnanda af henni. Enginn verður engill af því að verða frí- múrari en vonandi skána sem flestir sem ganga til liðs við regl- una. Í öllu félagsstarfi blása vindar, stundum, og vonandi sem oftast, er byr en stundum slær í bakseglin. Þá þarf að halda sjó, vega og meta aðstæður. Ég verð Unu ævinlega þakklát fyrir þann mikla hlýhug og stuðning sem hún veitti mér í stjórnartíð minni, skilning hennar og upp- örvun. Við þurftum ekkert að segja, faðmurinn var nógur. Með Unu er horfin kær systir. Ég sakna hennar en samgleðst henni jafnframt með að vera komin til sumarlandsins, handan stjarna og sólar, í faðminn hans Einars. Þar eru orð óþörf. Ástvinum öllum sendum við Haukur hjartans samúðar- kveðjur. Kristín Jónsdóttir. Fyrir mér runnu pabbi og hafið saman, hann gerði sjómennsku að sínu ævistarfi. Kornungur gerðist hann há- seti á gömlu síðutogurunum sem þá þóttu alger bylting í sögu út- gerðar, hvað aðbúnað snerti. Það atlæti sem sjómönnum var boðið upp á þá þætti ekki upp á marga fiska í dag. 30 dagar á saltfiski við Græn- land, oft í vondum, jafnvel af- takaveðrum, var leitað vars und- ir Grænuhlíðinni, þá mátti áhöfnin standa sólarhringsvaktir við að brjóta ís af skipinu til að halda því ofansjávar og til að verma mannskapinn aðeins voru þeir drifnir inn í brúna þar sem þeir fengu „einn sterkan“ til að ylja ískaldan kroppinn, en áfram skyldi haldið. Stundum bar þessi þrælavinna Guðmundur Vestmann Ottósson ✝ GuðmundurVestmann Ottósson fæddist 6. október 1935. Hann lést 28. júlí 2019. Útför Guðmund- ar fór fram 7. ágúst 2019. ekki árangur og misstum við Íslend- ingar margan góðan drenginn í hafið. Ég hef oft undrað mig á að pabbi skyldi velja sér þetta starf, en hafið heillaði. Hann átti langan sjó- mannsferil fyrir höndum og vann sig upp í það að verða skipstjóri til áratuga sem var gæfusamur ferill. Þegar hann lét af störfum, hélt ég að nú væri hann loksins „kominn í land“ en því var ekki til að dreifa, ennþá heillaði hafið. Hann fann sér annan starfs- vettvang á sjónum undir dyggri skipstjórn sonar síns og hætti ekki sjómennsku fyrr en rúm- lega áttræður en áfram var hug- urinn úti á sjó. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að sigla með pabba og er sú minning mér dýrmæt. Þakka þér allt og allt, pabbi minn, og ef það er líf eftir þetta líf veit ég að þess verður ekki langt að bíða að þú verðir farinn að sigla aftur. Þín dóttir Oddný. Elsku Sigurgeir. Frá fyrsta degi tókst þú mér með opnum örmum inn í ykkar samheldnu fjölskyldu og lést mér líða eins og ég ætti heima með ykkur. Ég mun varðveita allar yndislegu minn- ingarnar og minnast þinnar hlýju nærveru og lúmska húm- ors, sem þú hefur svo arfleitt syni þína að. Ég mun sakna þín alltaf. Við stöndum við loforðið sem við gáfum þér. Þín Helena. Nýlátinn er Sigurgeir Jóns- son menntaskólakennari í Hamrahlíð. Þetta er harma- fregn fyrir vini og vandamenn, en Sigurgeir var mikill vinur okkar kennara í MH og ég hygg að margir nemendur muni minnast hans með hlýju. Óvænt veikindi komu upp í vor og drógu hann til dauða á nokkrum mánuðum. Það sem var sérstakt við Sigurgeir var hversu ótrúlega mannglöggur hann var og hvað hann mundi mjög vel ferilsögu einstakra nemenda, ef ræða þurfti við hann um nemendur. Þá var ein- kennandi fyrir hann mikil vandvirkni er hann skýrði út fyrir nemendum undur efna- fræðinnar. Flestir áfanganna voru í ólífrænni efnafræði, en lífræn efnafræði kom einnig töluvert við sögu. Sigurgeir skýrði út fyrir nemendum hvarfasögu eða hvarfaganga í lífrænni efnafræði, sem hlýtur að hafa vakið áhuga þeirra á efnafræði sem háskólagrein. Telja verður þá þekkingu nán- ast undur og stórvirki í sögu mannsandans. Ólífræn efna- fræði er einhvern veginn auð- veldari að ná yfir og tengist Sigurgeir Jónsson ✝ Sigurgeir Jóns-son fæddist 20. nóvember 1951. Hann lést 1. ágúst 2019. Útför Sigurgeirs fór fram 12. ágúst 2019. meira hefðbund- inni iðnaðarfram- leiðslu, en sú líf- ræna er auðvitað á margan hátt for- vitnilegri. Ég hygg að Sigurgeiri hafi tekist að miðla þessu vel ásamt okkar góða rektor Örnólfi Thorlacius heitnum. Það var mjög auðvelt að leita til Sigurgeirs ef maður taldi sig þurfa að ræða einstök mál í skólastarfinu yf- irleitt eða verkefni nemenda. Við prófagerð og yfirferð prófa var nauðsynlegt að hafa aðgang að Sigurgeiri. Þar var nauðsyn- legt að hafa hann með í ráðum. Prófin gátu annars orðið of þung og ósanngjörn. Við vorum nokkrir kennarar sem vorum með Sigurgeiri í skákklúbbi og var mjög skemmtilegt að hitt- ast og drekka kaffi saman og ræða skólastarfið á milli þess sem dundað var við hraðskák. Eins og kunnugt er er fátt skemmtilegra fyrir nemendur en að ræða um kennara og við sem höfum verið kennarar ræð- um gjarnan um nemendur. Sigurgeir var mildur og þó ákveðinn kennari, sem kenndi með alúð og festu, og hann hafði mjög gaman af því að ræða um innra starf skólans og stjórn hans. Sigurgeir vann rit- störf fyrir skólann og fjölrit hans voru skilmerkileg og vönduð eins og allt annað sem hann kom að. Sigurgeir átti af- ar gott heimili með Guðrúnu Óskarsdóttur, sem kenndi stærðfræði við skólann. Þau eiga nokkur mannvænleg börn. Mjög gott var að heimsækja þau hjón. Bakkelsið ákaflega gott og viðmót þægilegt. En um þær mundir sem ég kenndi voru margir góðir skákmenn í skólanum. Ingvar Ásmundsson og Guðmundur Arnlaugsson, fyrrverandi rektor, voru af- bragðsskákmenn. Stefán Briem og Bjarni Ólafsson í hópi kenn- ara mjög öflugir. Meðal nem- enda voru stóru nöfnin: Ekki síðri maður en stórmeistarinn Jóhann Hjartarson, sem tefldi við Kortsnoj á sínum tíma í heimsmeistaraeinvíginu og sigraði hann. Skólaséníin voru mörg, en þau gera kennarana ánægða, eins og kunnugt er. Lárus Thorlacius er sennilega minn- isstæðastur og Bryndís Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur. Ég votta aðstandendum Sigur- geirs, Guðrúnu og börnum inni- lega samúð og vona að þau nái fótfestu í lífinu á ný. Dr. Stefán Einarsson, áhættufræðingur/ efnaverkfræðingur. Það var gott að eiga Þorra að. Hann var góður mágur og svili, góður pabbi og stjúpi sem ævinlega var óendan- lega stoltur af börnunum sínum og þeirra börnum, góður og um- hyggjusamur eiginmaður og góð- ur KR-ingur. Allt þetta var hann af einlægum hug og taldi aldrei eftir sér að gera öðrum greiða, jafnvel óumbeðinn. Það er eftirsjá í slíkum manni sem kvaddi of fljótt og of skyndilega eftir að hafa veikst heiftarlega síðla vetrar. Við tengdumst Þorra fjöl- skylduböndum í um þrjá áratugi og bar aldrei skugga á þau kynni. Ævinlega var hann fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína ef eitthvað þurfti að gera, Hvort sem það var að pakka niður búslóð og koma henni í geymslu eða sækja hana Þorvarður Geir Höskuldsson ✝ Þorvarður GeirHöskuldsson fæddist 15. septem- ber 1954. Hann lést 15. júlí 2019. Útför Þorvarðar fór fram í kyrrþey 24. júlí 2019. aftur og koma fyrir á nýjum stað. Þá var hann mættur með bíl og búnað, spurði aldrei um klukku eða tíma heldur gekk í verkin og var röskari en hinir. Við útför hans á dögunum var það haft til marks um þraut- seigju Þorra og um- burðarlyndi að hann tók inn á heimilið og í fangið tvo stóra og fyrirferðarmikla hunda sem börnin höfðu tekið með sér heim. Hann sem var með ofnæmi fyrir hundum og þoldi ekki slíkar skepnur. Hann tók einfaldlega of- næmispillur, fór út að ganga með hundana hvernig sem viðraði og snarhætti að tala um hvað hundar væru ömurleg kvikindi. Við eigum eftir að sakna Þor- varðar Höskuldssonar. Þar fór góður drengur, traustur vinur og samherji. Kristínu eiginkonu hans, börnum, barnabörnum, föður, bræðrum og öðrum ástvin- um sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Dagmar og Ómar. Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR SIGURÐSSON rithöfundur, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13. Elsa Vestmann Stefánsdóttir Steinþór Birgisson Ásta Vilhjálmsdóttir Freyja Birgisdóttir Halldór Magnússon Steinunn Björg Birgisdóttir Hólmsteinn Jónasson Einar Ingi Ágústsson Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Elías Halldór Ágústsson Eva Ágústsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Baldursgötu 26, andaðist á Hrafnistu Laugarási 15. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Gunnar V. Guðmundsson Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir Karl B. Guðmundsson Guðrún Vilhjálmsdóttir Björgvin G. Guðmundsson Hildur Pálmadóttir Þórir B. Guðmundsson Hafdís Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRETA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Sandavaði 11, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. ágúst kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning styrktar og líknarsjóðs Rebekku stúkunnar nr. 4, 0525-26-000410 kt. 691093-3529 Böðvar Páll Ásgeirsson Þóra Brynja Böðvarsdóttir Árni Friðriksson Ásgeir Baldur Böðvarsson Hjördís Arnardóttir Þórunn Sif Böðvarsdóttir Sigurður Arnar Böðvarsson Sigríður Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, bróðir, afi og frændi, STEINAR FARESTVEIT, fyrrv. yfirverkfræðingur hjá Stokkhólmsborg, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Ekerö kirkju, Stokkhólmi, fimmtudaginn 5. september klukkan 11. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósberasjóð Vídalínskirkju sem stofnaður var til minningar um foreldra hans; Einar og Guðrúnu Farestveit. Sjóðurinn styður börn og ungmenni til þroska. Reikningsnr. 0318-22-742, kt. 570169-5649. Cecilia Wenner Stefan Farestveit Tomas Farestveit Margareta Farestveit Jessica Farestveit Paulin Petter Paulin Hanna Farestveit Hallbrink Frederik Hallbrink Conny Lavin Lena Lavin Arthur Knut Farestveit Dröfn H. Farestveit Gerda Farestveit Þórður Guðmundsson Hákon Einar Farestveit Guðrún Farestveit barnabörn og frændsystkin Maðurinn minn og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Mýrarvegi 113, lést á heimili sínu laugardaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. ágúst klukkan 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar eða heimahlynningu. Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir Guðrún Dóra Sigurðardóttir Peter E. Nielsen Sigrún Ásdís Sigurðardóttir Óskar Bragason Sigurjón Einarsson Guðlaug Þóra Reynisdóttir Jóhann Ingi Einarsson Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.