Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019
Kær söngsystir
og vinkona móður
minnar heitinnar,
Bryndís Steinþórs-
dóttir, er látin.
Mig langar til að minnast
Bryndísar með nokkrum orðum.
Bryndísi þekkti ég allt mitt líf,
hún og móðir mín Petrína voru
kórfélagar í kirkjukór Áspresta-
kalls, síðar Kór Áskirkju, í ára-
raðir. Í fjöldamörg ár var Bryn-
Bryndís
Steinþórsdóttir
✝ Bryndís Stein-þórsdóttir
fæddist 1. septem-
ber 1928. Hún lést
30. júlí 2019.
Útför Bryndísar
fór fram 14. ágúst
2019.
dís formaður
kórsins og mamma
mín heitin, ritari.
Þessum embættis-
störfum sínum
sinntu Bryndís og
móðir mín af mikilli
elju, krafti og dugn-
aði. Samskipti
þeirra á milli voru
því mikil því margt
þurfti að ræða og
skipuleggja varð-
andi kórstarfið. Allir fundir kórs-
ins, kóræfingar, kórferðir og
messur voru skráðar niður, dag-
skráin og skipulag skráð niður af
formanninum Bryndísi en fund-
argerðirnar skráðar af móður
minni, ritaranum. Og það sem
þetta var vandað verk hjá þeim
stöllum, enda skiluðu þær báðar
sinni vinnu af smekkvísi og með
fagurri rithönd. Ég hafði sem
barn gaman af því að geta upp á
hver hefði skrifað hvað, því rit-
hönd þeirra var nærri eins.
Bryndís var einstaklega kær-
leiksrík og barngóð kona og hafði
gaman af því að segja frá að ég
væri fædd inn í kórinn sem var jú
rétt hjá henni, því fyrstu spörkin
fann móðir mín þegar æft var fyr-
ir jólamessurnar 1969. Þegar ég,
löngu seinna, fluttist heim frá
Þýskalandi eftir tónlistarnám og
störf þar, tók Bryndís, Kristján
Sigtryggsson organisti og kór-
stjóri, og allur kórinn mér fagn-
andi þegar ég hóf að syngja með
kórnum og þess var minnst að ég
væri jú fædd inn í kórinn. Og
fljótlega bættust við Margrét
bróðurdóttir mín og maður henn-
ar Ívar og næstu árin í kórnum
voru mikil gleðiár með þessu
unga fólki. Þeir eru margir fallnir
frá kórfélagarnir góðu úr Kirkju-
kór Áskirkju. Kórinn samanstóð
af söngelsku áhugafólki og mann-
vinum miklum. Blessuð sé minn-
ing þessara horfnu kórfélaga
allra.
Sumarið 2016 hittumst við
Bryndís af tilviljun í Heydal í Ísa-
fjarðardjúpi, og mikið sem Bryn-
dís gladdist að hitta mig þar
ásamt manni mínum og börnum.
Og Bryndís vildi ólm fá að sjá
englana mína þrjá, barnabörn
gömlu kórsystur sinnar, Petrínu.
Með trega og þakklæti fyrir öll
gömlu og góðu söngárin, kveð ég
kæru vinkonu okkar mömmu og
pabba, Bryndísi Steinþórsdóttur.
Ef mamma hefði lifað hefði hún
nú skrifað öllu merkilegri skrif og
sagt sögur af þeirra samstarfi í
gegnum áratugina, en móðir mín
lést í janúar 2018. Bryndís lést á
afmælisdegi móður minnar 30.
júlí síðastliðinn sem mér þykir
táknrænt og fallegt að hugsa til.
Hafðu þökk fyrir öll árin, kæra
vinkona, og Guð veri með öllum
þínum nánustu.
Rósa Jóhannesdóttir.
Guðbjörg og
Árni komu til okkar
í London í septem-
ber 1978. Árni ætl-
aði í leiklistarnám
og þau komu með Einar litla son
sinn fjögurra mánaða. Gugga og
Árni réðu sig til að liðsinna okk-
ur þar sem við Helgi unnum
bæði utan heimilis og börnin
okkar þrjú voru á skólaaldri og
Gugga tók vel á móti þeim þegar
þau komu úr skóla síðdegis því
hún var heima að hugsa um Ein-
ar. Svo hjálpuðumst við að með
heimilishaldið. Þannig bjuggum
við saman tvær fjölskyldur í
rúmlega eitt ár. Þau voru indæl
hjón og litli drengurinn þeirra
allra yndi. Síðar fæddist þeim
falleg dóttir, Þóra Karítas, í
október, um ári síðar, og þau
fóru svo heim til Íslands í des-
ember 1979. Með okkur mynd-
aðist innilegt og gott samband
og sambúðin var mjög góð. Á
þessum árum kom Agnar, faðir
Guðrúnar, oft í heimsókn og
tengdist þeim og einkum Einari
litla, varð eins konar staðgeng-
ilsafi hans. Gugga var þá og síð-
ar svo glaðlynd, hláturmild og
jákvæð, með geislandi bros og
Guðbjörg
Þórisdóttir
✝ Guðbjörg Þór-isdóttir fæddist
25. mars 1952. Hún
lést 2. ágúst 2019.
Útför hennar fór
fram 12. ágúst
2019.
góða kímnigáfu og
opinn huga, tilbúin
að taka við nýjum
hugmyndum. Hún
var bráðgreind en
setti sig aldrei á há-
an hest, dugleg og
drífandi og átti auð-
velt með samskipti.
Hún var aðlaðandi,
hjartahlý, um-
hyggjusöm og rétt-
sýn og góður hlust-
andi, hafði áhuga á fólki og sýndi
það. Fjölskyldur þeirra Guggu
og Árna voru elskulegar og
ræktarsamar og foreldrar og
systkini þeirra komu og heim-
sóttu okkur og gistu. Þetta góða
samband hélst síðan eftir að þau
fluttu heim og sambúð okkar
lauk en eftir að við Helgi og börn
okkar fluttum heim til Íslands
1981 héldust vináttuböndin. Þau
Árni skildu en Gugga varð kenn-
ari og síðar skólastjóri og lagði
mikla alúð og rækt við starf sitt
og sinnti jafnframt börnum sín-
um vel. Þegar svo Þóra Karítas
skrifaði áhrifamikla bók, með
samþykki móður sinnar, um sára
reynslu hennar í bernsku dáðust
margir að því hve vel Guggu
hafði tekist að varðveita og
rækta þann dýrmæta kjarna
sem í henni bjó þrátt fyrir þann
miska sem henni var gerður, lít-
illi telpu. Það var dapurlegt að
horfa á hana glíma við hinn erf-
iða sjúkdóm, sem hún gerði þó
með jafnaðargeði og æðruleysi,
en sem að lokum dró hana til
dauða, langt fyrir aldur fram.
Með henni er gengin væn og
merk kona og hennar er sárt
saknað. Við sendum börnum
hennar og systkinum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Guðbjargar Þórisdóttur.
Guðrún Agnarsdóttir,
Birna, Agnar og Kristján
Helgabörn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Innilegar samúðarkveðjur
Þóra Karítas, Einar og fjöl-
skyldur.
Þórdís Gunnarsdóttir.
Nú eru hartnær fjórir áratug-
ir liðnir frá því að ég kynntist
Guðbjörgu Þórisdóttur fyrst og
dáðist þá strax að mannkostum
hennar, kjarki, hreinskilni, ein-
urð og síðast en ekki síst glað-
værð. Henni var oft heitt í hamsi
væri manneskja órétti beitt.
Hún hafði gott vald á íslensku
máli og hafði ort ýmislegt og
skrifað sem hún hafði ekki í há-
mæli; hún var vel ritfær eins og
bækur hennar og ritgerðir, eink-
um um Halldór Laxness, bera
glöggt vitni.
Svo skildu leiðir, ég hvarf til
starfa minna og hún til sinna
anna. Hún var þá einstæð móðir
með tvö börn sem hún ól upp af
mikilli kostgæfni. Við hittumst
aftur á förnum vegi fyrir um það
bil tólf árum, urðum aftur miklir
vinir og brölluðum margt saman.
Ég heimsótti hana í Berlín þar
sem hún dvaldist við ritstörf og
saman gengum við þar um torg
og stéttar, þar sem loks mátti
tala um tré, svo að vísað sé í al-
kunnugt kvæði eftir Bertolt
Brecht. Á þessum dögum var
einatt sólskin og sunnanvindur,
líkt og við værum stödd í norð-
lenskum hnjúkaþey.
Guðbjörg átti erfiða æsku.
Hún varð fyrir spjöllum af ná-
komnum ættingja. Þá sögu hefur
dóttir hennar, Þóra Karitas
Árnadóttir, fært í letur af var-
færni og næmi. Guðbjörg bar
þess menjar alla ævi að hafa orð-
ið fyrir þessu spellvirki.
Ég sá hana síðast þegar hún
hafði flutt í litla íbúð við Skúla-
götu 20. Við höfðum haft fyrir
sið að hittast vikulega á nálæg-
um veitingahúsum og snæða
léttan málsverð. Mér brá mjög
er ég sá hana síðast. Hún var
orðin mjög veik og nærri því al-
blind, glaðværðin var að vísu sú
sama og fyrr.
En sunnanvindurinn í Berlín
forðum hafði nú breyst; norðan-
vindurinn bróðir hans var kom-
inn á kreik og blés; hann var
napur.
Sverrir Tómasson.
Ég kynntist Bald-
vin þegar ég hitti
hann í árslok 1982
eftir að hann bað
mig um að hitta sig til ræða þann
möguleika að ég tæki að mér starf
skrifstofustjóra í Spron. Áður
vissi ég lítið um hann eða Spron. Í
framhaldinu hitti ég hann á Skóla-
vörðustíg, þar sem við áttum langt
samtal. Hann sagði mér að hann
hefði sterka tilfinningu fyrir því að
ég væri rétti maðurinn í starfið og
bauð mér að taka það að mér.
Þetta varð síðan niðurstaðan og
ég hóf störf í lok mars 1983. Þá
Baldvin
Tryggvason
✝ BaldvinTryggvason
fæddist 12. febrúar
1926. Hann lést 29.
júlí 2019.
Útför Baldvins
fór fram 12. ágúst
2019.
hófst langt og far-
sælt samstarf okkar
og vinátta. Á næstu
árum átti ég m.a. eft-
ir að kynnast því vel
hvað hann byggði
mikið á tilfinningu
sinni varðandi fólk
þegar hann tók
ákvarðanir og oftast
hafði hann rétt fyrir
sér. Tölur og önnur
skrifleg gögn voru
ekki það sem alltaf réð úrslitum.
Við Baldvin störfuðum saman í
Spron í um 13 ár og allan tímann
var ég sennilega nánasti sam-
starfsmaður hans. Á þessum tíma
breyttist Spron úr litlum gamal-
dags sparisjóði á Skólavörðustíg í
öflugt nútímalegt fyrirtæki, sem
síðan varð stærsti sparisjóður
landsins. Á sama tíma var Baldvin
óumdeildur leiðtogi sparisjóðanna
og kom þeim úr fortíð í framtíð, þó
ýmislegt hafi stundum gengið á í
samstarfinu. Hann lagði ávallt
mikla áherslu á samstarf þeirra og
stuðning við heimabyggð.
Baldvin er ein af þeim per-
sónum sem hafa haft mest áhrif á
mig og var mér góð fyrirmynd.
Við vorum ekki alltaf sammála um
einstök mál, en alltaf náðum við
niðurstöðu. Mér eru mjög minn-
isstæðar þær mörgu stundir í lok
dags þar sem við sátum fram eftir
á skrifstofu hans og fórum yfir
málin. Það voru ekki bara vinnu-
tengd mál, heldur var farið vítt yf-
ir sviðið. Þegar ég kynntist Bald-
vin og Spron fyrst voru pólitísk
áhrif mikil og skömmtun lána í
gangi. Þetta tók sem betur fer
skjótum breytingum og hlutirnir
urðu faglegri og eðlilegri. Baldvin
átti mikinn þátt í því. Hann gerði
Spron og sparisjóðina opnari,
hlutlausari og undirstrikaði sam-
félagslegt hlutverk þeirra. Þar
munaði mest um lagabreytingar
sem hann átti mikinn þátt í að ná
fram. Þær bættu samkeppnis-
stöðu sparisjóðanna.
Ég tók strax eftir miklum
áhuga Baldvins á menningu og
listum. Hann lagði ávallt mikla
áherslu á að styðja við þennan
málaflokk. Þessari stefnu var fylgt
eftir hans daga í Spron. Þá má
nefna að þegar Spron fór að sinna
atvinnulífinu meira þá studdi hann
mjög vel við nýsköpun og þá sem
voru að stofna ný fyrirtæki. Nokk-
ur alþekkt fyrirtæki í dag hefðu
ekki komist í loftið, ef hann hefði
ekki tryggt fyrirgreiðslu til þeirra
innan Spron. Þar réð sem fyrr til-
finning hans fyrir viðkomandi ein-
staklingum.
Eitt sem ég mun aldrei gleyma
eru jólakortin hans Baldvins og
sérstaklega eftir að við hættum að
vinna saman. Þeim fylgdi alltaf
mikill texti, minningar og góð orð
sem ég mun aldrei gleyma. Þá
voru símtölin sem ég fékk frá hon-
um minnisstæð. Ég sendi Dóru og
sonum Baldvins samúðarkveðjur
frá mér og fjölskyldu minni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ólafur Haraldsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HLÍF KRISTINSDÓTTIR,
lést á Finspång-sjúkrahúsi í Svíþjóð
laugardaginn 20. júlí. Útför hennar fór fram í
Svíþjóð. Minningarathöfn um Hlíf
verður í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hafdís Svansdóttir og Aðalheiður Svansdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
NÓI ALEXANDER MARTEINSSON,
Örk, Tálknafirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
aðfaranótt þriðjudagsins 13. ágúst.
Jarðsett verður frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 24. ágúst
klukkan 14.
Fríða Sigurðardóttir
Börkur Hrafn Nóason Helena R. Hinriksdóttir
Ingibjörg Jóna Nóadóttir
Hildigunnur Kristinsdóttir
Fríða Hrund Kristinsdóttir Róbert Á. Jörgensen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, elskulegur
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁGÚST ÞORVALDUR BRAGASON,
Hólavegi 10, Sauðárkróki,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
9. ágúst.
Útförin fer fram frá Útskálakirkju
föstudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Anna Kristjánsdóttir
Gréta Ágústsdóttir Aayush Sharma
Jón Karl Ágústsson Anita Elefsen
Viktor Patrik, Sóldís Kara, Brynja Dís,
Katrín, Óskar Berg
og aðrir aðstandendur
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
fyrrverandi bóndi Brúnastöðum,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
14. ágúst.
Útförin fer fram frá Mælifellskirkju
laugardaginn 24. ágúst klukkan 14.
Sigurlaug, Böðvar Fjölnir,
Atli Norðmann, Iðunn María, Ylfa Rún,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA AUÐBJÖRG GUÐNÝ
JÓNSDÓTTIR SNÆLAND
húsmóðir,
Engjaseli 65,
lést 24. júlí á líknardeild Landspítalans.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Jón Garðar Snæland Þóra Sigurbjörnsdóttir
Soffía Snæland Ingibjörn G. Hafsteinsson
Sólveig Snæland Jón Ebbi Halldórsson
barnabörn og barnabarnabörn