Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 1
Systur Katla Svava og Guðbjörg halda stoltar á
litlu systur sem er þriggja daga gömul á myndinni.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist
þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur
og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæð-
ingin vel og heilsast þeim mæðgum vel.
„Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyjum eft-
ir að hafa fætt tvær dætur í Reykjavík. Það er al-
veg hrikalega leiðinlegt að þurfa að fara viku til tíu
dögum fyrir fæðingu til Reykjavíkur og bíða þar.
Við fórum tvisvar þangað í ágúst með allt dótið til
öryggis og ekkert gerðist. Ég vildi því fara heim
og eiga barnið í Eyjum eins og systkini mín hafa
gert og dásamað hversu gott það er að eiga barn í
heimabæ sínum. Auk þess sem ég og pabbi hennar
erum bæði fædd í Eyjum,“ segir Halla Björk Hall-
grímsdóttir og bætir við að eftir að ljósmóðirin í
Eyjum hafi farið yfir málið hafi hún sannfærst enn
frekar um að hún vildi eiga barnið á heimaslóðum.
„Við erum bæði miklir Eyjamenn og langaði að
barnið fæddist þar,“ segir Karl Haraldsson, faðir
fyrsta barns ársins í Vestmannaeyjum. Halla
Björk segir að það hafi verið dásamlegt að fæða
barnið á sjúkrahúsinu í Eyjum þar sem komið hafi
verið fram við hana eins og drottningu og það hafi
verið mikill lúxus að þurfa ekki að spá í því hvern-
ig þau kæmust heim með börnin.
Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum
Ljósmóðirin taldi móður á að eiga á heimaslóðum 16 marka stúlka
Að yrkja
Steldu
stílnum
Vel fellur mér vinnan,vaxa myndir strammans.Ég uni mér best innanóþægindarammans.
Þórarinn Eldjárn 14
SUNNUDAGUR
Of mikið gertúr leyndReglunnar
Leikkonan LauraDern er meðflottan stíl oger ávalltglæsileg tilfara. 18
Mynda ferðalöginJöklar eru áberandi í sigurmyndumljósmyndakeppni ferðavefjar mbl. 22
Valur Valssonhefur verið stór-meistari Frímúrara-reglunnar í 12 ár. 10
28. ÁGÚST 2018
L A U G A R D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 198. tölublað 107. árgangur
KLIPPA
HVAR SEM
FÓLK VILL
BLÁI LIT-
URINN EIN-
KENNANDI
WAGNER-HÁTÍÐIN, 57GÓÐ VIÐBRÖGÐ 12
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Skortur á meðferðarúrræðum og
heilbrigðisþjónustu fyrir fanga sem
eru langt leiddir af fíknisjúkdómum
er „alvarlegt mál og aðkallandi“, að
sögn Páls Winkel fangelsismála-
stjóra.
„Við þurfum að draga úr framboði
með auknu eftirliti innan fangelsanna
en ekki síður að bjóða upp á full-
komna meðferð fyrir þá fjölmörgu
skjólstæðinga Fangelsismálastofnun-
ar sem á slíkri heilbrigðisþjónustu
þurfa að halda,“ segir Páll í samtali
við Morgunblaðið. Hann bætir við að
stjórnvöld geri sér grein fyrir stöð-
unni og að unnið sé í málunum.
„Það liggur einnig fyrir að aukið
eftirlit og meira meðferðarstarf kost-
ar fjármagn sem ekki er til staðar í
fangelsiskerfinu,“ segir Páll ennfrem-
ur. Karlmaður á fimmtugsaldri fannst
látinn við opnun klefa á fimmtudags-
morgun. Að sögn lögreglunnar á Suð-
urlandi er andlátið ekki talið hafa bor-
ið að með saknæmum hætti.
Tveir fangar hafa nú látið lífið á
Litla-Hrauni það sem af er ári en ann-
ar maður tók eigið líf fyrr á árinu. Páll
segir að Fangelsismálastofnun muni
halda áfram að gera allt sem í hennar
valdi stendurtil að berjast gegn sjálfs-
vígum en allt kerfið þurfi að vinna
saman í þessu. „Þegar átak er unnið í
samfélaginu til þess að fækka sjálfs-
vígum í hinu frjálsa samfélagi þarf
slíkt einnig að ná inn í fangelsin,“ seg-
ir Páll Winkel.
Fjármagn í fangelsin
Auka þarf meðferðarúrræði og heilbrigðisþjónustu í fangelsum til að takast á
við fíknivanda fanga Fjármagn skortir til aðgerða, segir fangelsismálastjóri
MAnnar fangi lætur lífið … » 6
Dauðsföll í íslenskum
fangelsum
» Tveir fangar eru látnir það
sem af er ári. Um sjálfsvíg var
að ræða í öðru tilfellinu.
» Einn fangi tók eigið líf árið
2018 og annar árið 2017.
» Engin andlát voru í íslensk-
um fangelsum á árunum 2014
til 2016.
Starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs voru í gær úti á
Tjörninni í Reykjavík að rannsóknarstörfum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Náttúrufræðistofunni hefur hún annast vöktun á
lífríki Tjarnarinnar og er þetta þriðja árið í röð. Farið hefur
verið að vori og einnig síðsumars til að fylgjast með nokkrum
þáttum í lífríkinu og til að kortleggja gróður í Tjörninni.
Tekin eru sýni af smádýralífinu og einnig eru veidd hornsíli
sem síðan eru rannsökuð til að fylgjast með ástandi þeirra og
stofnstærðinni.
Morgunblaðið/Eggert
Hugað að smádýrum og hornsílum í Tjörninni
„Ég hef fyrst og fremst áhyggjur
af því hvernig enskuáhrifin eru
yfirgnæfandi. Maður sér þess víða
merki, til dæmis í töluðu máli og í
skrifum fólks á netinu. Heilu setn-
ingarnar og frasarnir hafa ruðst
inn í málið; má þar nefna orð sem
notuð eru í daglegu tali, svo sem
„actually“ og „basically“, án þess
að nokkur þörf sé á því.“
Þetta segir Þórarinn Eldjárn rit-
höfundur í samtali við Sunnudags-
blað Morgunblaðsins en hann hefur
áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu.
Að dómi Þórarins eru vísbend-
ingar um að Ísland sé að verða tví-
tyngt land.
Hefur áhyggjur
af íslenskunni
Sérsveit Ríkis-
lögreglustjóra
sinnti 416 sér-
sveitarverkefnum
í fyrra og báru
sérsveitarmenn
skotvopn í 230 til-
fellum. Af yfirliti
yfir verkefna-
flokka sérsveitarinnar sést að hún
brást við 200 vopnatilkynningum í
fyrra, en verkefni vegna örygg-
isgæslu voru 53 talsins.
Er þetta meðal þess sem fram
kemur í ársskýrslu RLS fyrir árið
2018, sem birt var í gær. Þá vann
greiningardeild RLS einnig að
fjölda verkefna, eða alls tæplega
1.300 málum. Vann hún m.a.
áhættugreiningar vegna loftrýmis-
gæslu á vegum NATO. »28
Sérsveitin brást við
200 vopnaútköllum