Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 4

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Bókaðu draumaferðina þína á VITA.is Njóttu þess að hlakka til Flogiðmeð Icelandair Fararstjórar verða Kalli og Svana með áratuga reynslu í farteskinu. Einstök veðursæld árið umkring Kanarí í vetur með VITA Las Camelias – eitt vinsælasta hótelið á Kanarí í boði á ný Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun á næstu vikum auglýsa bann við umferð bíla og annarra vélknúinna ökutækja upp Gaukshöfða við Þjórsá. Lokunin er gerð að kröfu landeigenda og vegna skemmda og sóðalegrar um- gengni ferðafólks. Gaukshöfði er sögufrægur kletta- drangur sem skagaði út í Þjórsá og lá vegurinn inn Þjórsárdal um hann. Þjóðvegurinn var síðar færður út á grjótgarð í Þjórsá og þar með framhjá höfðanum. Höfðinn dregur nafn sitt af Gauki Trandilssyni á Stöng í Þjórsárdal sem þar er sagður veginn af Ásgrími El- liðasyni, fóstbróður sínum. Margir muna sjálfsagt eftir myndinni á gamla hundraðkrónaseðlinum en hún sýnir fjallsafn Gnúpverja renna niður Bringu sem er norðan við Gaukshöfða. Engin aðstaða fyrir ferðafólk Veginum upp höfðann var haldið opnum, meðal annars sem reiðgötu, eftir að þjóðvegurinn var færður. Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks og góður útsýnisstaður – en umgengnin hefur ekki verið góð. Í bréfi Sigrúnar Guðlaugsdóttur, fulltrúa landeiganda í Haga, til sveitarstjórnar lýsir hún því að Gaukshöfði sé að verða opinbert haughús ferðamanna, útsparkað svæði upp á topp höfðans, bæði eftir akandi og gangandi vegfarendur. Margir gisti þar í bílum sínum en eng- in aðstaða er fyrir ferðafólk, ekki sal- erni, stubbabox eða annað. Munu banna akstur Kristófer A. Tómasson sveitar- stjóri segir að sveitarstjórn taki undir áhyggjur landeigenda og verið sé að undirbúa bann við akstri þangað, í samvinnu við Vegagerðina. Hann segir að í framhaldinu sé áhugi fyrir því að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk og lagfæra gróðurskemmdir. Sérstak- lega nefnir hann söguskilti með upp- lýsingum um staðinn. Telur Kristófer að til greina komi að friðlýsa svæðið en engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Opinbert haughús ferðamanna  Til stendur að loka veginum upp Gaukshöfða vegna sóðalegrar umgengni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gaukshöfði Gamli þjóðvegurinn inn Þjórsárdal liggur uppi á höfðanum, um Goludal, en sá nýi á grjótgarði úti í Þjórsá, framan við höfðann. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötaf- urðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Ástæðan fyrir meiri eftirspurn í Evrópu er aukin sala stóru fram- leiðslulandanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu, til Kína og minni áhersla á Evrópumarkað. Ágúst segir að þetta birtist meðal annars í því að lamba- kjötsframleiðendur hér hafi nú í haust verið að fá heimsóknir frá evrópskum dreifingarfyrirtækjum sem ekki hafi áður keypt kjöt héðan. Það jafnvægi sem nú er komið á framboð og eftirspurn eftir lamba- kjöti skapar tækifæri fyrir útflytjend- ur. „Mikilvægt er fyrir okkur að velja góða og vel borgandi markaði og hlúa vel að þeim,“ segir Ágúst. Auðvelt verður að selja það kjöt sem síðustu ár hefur verið flutt ferskt í sláturtíð til Bandaríkjanna en Whole Foods- verslanakeðjan hætti þessum við- skiptum í ár. Á móti kemur að minna svigrúm er til útflutnings vegna auk- innar sölu á innanlandsmarkaði. Samið við Spánverja Einn af þessum góðu mörkuðum er Spánn. Fyrsti samningur um útflutn- ing sem kjötafurðastöð KS og Slát- urhús KVH, hafa gert á þessu hausti er einmitt á þann markað. Kaupand- inn er Carnes Felix, stórfyrirtæki í matvælaiðnaði í Valenca og hefur keypt kjöt af KS í fimmtán ár. Samn- ingurinn hljóðar upp á 200-250 tonn sem er svipað magn og verið hefur en meiri áhersla er nú á vörur úr fram- pörtum og minni á hryggi. Segir Ágúst að það helgist af þörfum þessa markaðar. KS hefur einnig samið um að sjá verslunum Kjötkompanísins fyrir lambakjöti í heilt ár. Er það nýr við- skiptavinur hjá félaginu. Kjötkomp- aníið lenti í erfiðleikum þegar það fékk ekki allt það kjöt sem það þurfti í sumar. Ágúst segir mikilvægt að fyrirtæki geri áætlanir um kaup og semji við birgja um að útvega það magn. Geta valið bestu markaði fyrir kjötið  Evrópskir kjöt- kaupmenn leita til Ís- lands eftir lambakjöti Samið Ágúst Andrésson á milli feðganna Felix Lurbe og Felix Lurbe. Guðni Einarsson Guðrún Erlingsdóttir Arnar Þór Ingólfsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) er bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðslu vegna íbúða í nýbyggingunum í Árskógum 1-3. Þá vonar stjórn félagsins að dómari í máli kaupanda sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag, að því er segir í fréttatilkynningu. Nú hafa 49 núverandi og verðandi íbúar í Ár- skógum lýst því yfir að þeir séu samþykkir til- boði FEB. Þegar hafa 45 skrifað undir skil- málabreytingu en fjórir ætla að skrifa undir á næstunni. Allir nema tveir af 33 kaupendum sem voru með afhendingardag í júlí hafa sam- þykkt að greiða hækkað verð en einn á eftir að skrifa undir. Eftir er að ræða við tíu kaupendur en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Málið tekið fyrir í héraðsdómi Daði Bjarnason, lögmaður FEB, lagði fram greinargerð með vörnum FEB í aðfararmáli hjóna sem keyptu íbúð, er málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ekki hafa náðst sættir á milli hjónanna og fé- lagsins. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjónanna sagði í samtali við mbl.is að hún vissi til þess að fleiri kaupendur, sem enn hefðu ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoðuðu stöðu sína og fylgdust með dómsmál- inu sem hún rekur fyrir hönd hjónanna. Mál þetta er enda fordæmisgefandi fyrir aðra sem eru í þessari fordæmalausu stöðu. Næsta skref í málinu er að því verður úthlutað til dómara við héraðsdóm, en aðstoðarmaður dómara hefur annast fyrstu fyrirtökurnar. Þegar búið verður að úthluta málinu til dómara verður fundinn tími til þess að flytja það. 40.000 króna verðmunur á fermetra Fermetraverð á íbúðum á jarðhæð í Áskóg- um 1-3 er 480.000 krónur en 520.000 á efstu hæðinni, samkvæmt upplýsingum frá FEB. Ekki fékkst uppgefið fermetraverð á íbúðum á öðrum hæðum fjölbýlishúsanna. Það var bygg- ingarnefnd félagsins sem setti upp verðstuðul fyrir íbúðirnar. Úthlutun byggðist 50% á lengd félagsaðildar, 20% á lífaldri og 30% á því hve- nær umsækjandi skráði sig á lista yfir áhuga- sama. Talið að flestir samþykki hækkun  FEB með samþykki 49 kaupenda  Mál fyrir héraðsdómi  Byggingarnefnd samdi verðstuðul Morgunblaðið/Árni Sæberg Árskógar 1-3 Mistök við verðútreikninga leiddu til þess að FEB fór fram á aukagreiðslur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.