Morgunblaðið - 24.08.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Pavel Manásek
Í þessari skemmtilegu aðventuferð gistum við í þremur heillandi
borgum. Í hverri þeirra kynnumst við fagurlega skreyttum
jólamörkuðum með fjölbreyttum varningi og sýnishorni af því
dæmigerða í mat og drykk heimamanna. Ferðin hefst í Pilsen
í Tékklandi, þaðan verður farið til heimsborginnar Prag og
endum við ferðina í Passau í Þýskalandi.
5. - 12. desember
Aðventuprýði í Prag
Verktakar eru þessa dagana að leggja lokahönd
á framkvæmdir við byggingu og lóð fræðslu-
miðstöðvar Kópavogsbæjar og Skógrækt-
arfélags Kópavogs í Guðmundarlundi í Vatns-
endaheiði. Þar verður Skógræktarfélagið með
aðstöðu og unnt að taka á móti þeim fjölmörgu
nemendum grunn- og leikskóla sem þangað
koma til útikennslu. Miðstöðin verður tekin í
notkun við afhöfn í lok næstu viku.
Morgunblaðið/Eggert
Leggja lokahönd á fræðslumiðstöð
Framkvæmdir í Guðmundarlundi í Vatnsendaheiði
55 ára gamall karlmaður hefur
verið ákærður fyrir kynferðisbrot
gegn fjórum fötluðum konum.
Maðurinn var í vikunni úrskurð-
aður í nálgunarbann gagnvart
einni konunni og barnungri dóttur
hennar á þeim forsendum að rök-
studdur grunur væri um að hann
hefði beitt konuna og nátengda
ættingja kynferðisofbeldi, áreitni
og haft í hótunum gagnvart þeim.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Greint var frá því á mbl.is að
maðurinn hefði aldrei sætt gæslu-
varðhaldi meðan á umfangsmikilli
rannsókn lögreglu stóð. Konurnar
krefja manninn samtals um tíu
milljónir króna í miskabætur.
Manninum er m.a. gefið að sök
að hafa brotið fjórum sinnum gegn
einni konunni og ná brotin aftur til
ársins 2014. Hann er sagður hafa
villt á sér heimildir á spjallborði
Facebook í þeim tilgangi að eiga í
kynferðislegum samskiptum við
hana. Fékk hann konuna, sem er
þroskahömluð, til að senda sér
kynferðislegar myndir sem hann
hótaði síðan að birta opinberlega.
Ákærður
fyrir kyn-
ferðisbrot
Braut gegn fjórum
fötluðum konum
„Við þurfum öll sem vinnum í
kerfinu að gera allt sem í okkar
valdi stendur til að sjá hverjir eru
í áhættu innan fangelsanna og
bjóða þeim aðstoð. Við gerum það
eftir bestu getu en okkur hefur
ekki tekist að koma í veg fyrir
sjálfsvíg í fangelsum landsins. Það
hefur ekki heldur tekist í fang-
elsum annarra landa enda er vist í
fangelsi íþyngjandi úrræði og
skapar vanlíðan hjá öllum sem
slíkt þurfa að upplifa.“
Spurður hvort þörf sé á aukinni
sálfræðiaðstoð fyrir fanga sem eiga
við andleg vandamál að stríða, seg-
ir Páll að verið sé að endurskoða
núverandi kerfi. „Ég tel það og
það hefur verið talað um að það
þurfi að endurskoða heilbrigð-
isþjónustu í heild sinni fyrir fanga.
Sérstaklega geðheilbrigðisþjón-
ustu. Sú vinna er komin í gang og
ég bind miklar vonir við að það
skili sér í aukinni þjónustu fyrir
fanga.“
Hann segir að Fangelsis-
málastofnun og starfsfólk þar muni
halda áfram að gera allt sem í þess
valdi er til að berjast gegn sjálfs-
vígum en allt kerfið þarf að vinna
saman í þessu. „Þegar átak er
unnið í samfélaginu til þess að
fækka sjálfsvígum í hinu frjálsa
samfélagi þarf slíkt einnig að ná
inn í fangelsin,“ segir Páll.
isrefsingu utan fangelsa sem aftur
hefur þær afleiðingar að þeir sem
þurfa að fara í fangelsi eru þar fyr-
ir alvarlegri sakir eða síbrot.
Margir þeirra eru langt leiddir af
fíknisjúkdómi og það er alveg á
hreinu í mínum huga og raunar
líka óháðra eftirlitsstofnana að við
því þarf að bregðast,“ segir Páll.
Fíknivandinn aðkallandi mál
Hann bætir við að nauðsynlegt
sé að bregðast betur við þeim
fíknivanda sem fyrirfinnst innan
veggja íslenskra fangelsa. „Við
þurfum að draga úr framboði með
auknu eftirliti innan fangelsanna
en ekki síður að bjóða upp á full-
komna meðferð fyrir þá fjölmörgu
skjólstæðinga Fangelsismálastofn-
unar sem á slíkri heilbrigðisþjón-
ustu þurfa að halda. Stjórnvöld
gera sér grein fyrir stöðunni og
unnið er að því að gera betur í
þessum málum. Ég tel þetta mjög
alvarlegt mál og aðkallandi. Það
liggur einnig fyrir að aukið eftirlit
og meira meðferðarstarf kostar
fjármagn sem ekki er til staðar í
fangelsiskerfinu,“ segir Páll.
Annar karlmaður lést innan
veggja Litla-Hrauns fyrr á árinu
og var þá um sjálfsvíg að ræða.
Páll segir að eins og í hinu frjálsa
samfélagi séu því miður dæmi um
að fangar svipta sig lífi í afplánun.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst
látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni
í vikunni. Hann er þar með annar
fanginn sem lætur lífið í fangelsi
þessu það sem af er ári. Að sögn
lögreglunnar á Suðurlandi er ekk-
ert sem bendir til að andlát manns-
ins hafi borið að með saknæmum
hætti en lögreglan fer með rann-
sókn málsins.
„Það sem gerist
ef skjólstæðingur
okkar deyr á
okkar vegum er
að það er í öllum
tilvikum tilkynnt
til lögreglu og
lögreglan tekur
við rannsókn
málsins. Hjá
okkur taka svo
við verklagsreglur þar sem að hlúð
er að þeim sem að þessu komu.
Hvort sem það eru starfsmenn eða
vistmenn. Við förum svo yfir okkar
verklag og hvort eitthvað þurfi að
bæta og ef það er nauðsynlegt þá
er það gert,“ segir Páll Winkel
fangelsismálastjóri. Hann segir að
um harmleik sé að ræða og að
bæði vistmenn og starfsmenn fang-
elsisins séu harmi slegnir. Karl-
maðurinn sem lést fannst látinn við
opnun klefa síns á fimmtudags-
morgun. Voru það starfsmenn
fangelsisins sem komu að honum.
Öflug heilbrigðsþjónusta þörf
Páll segir í samtali við Morgun-
blaðið að andlát fanga megi greina
í tvennt. „Annars vegar er um að
ræða einstaklinga sem látast vegna
sjúkdóma eða verða bráðkvaddir.
Við slíku er ekki hægt að gera
neitt annað en að hafa öfluga heil-
brigðisþjónustu. Þó er hægt að
gera betur gagnvart einum sjúk-
dómi sem margir okkar skjólstæð-
inga glíma við, en það er fíkn-
isjúkdómur. Með breyttum lögum
afplána fleiri fangar sína fangels-
Tveir hafa látist í
fangelsum á þessu ári
Brýnt að bregðast við fíknivanda, segir Páll Winkel
Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð
Sj
ál
fs
víg
Ön
nu
r
da
uð
sf
öl
l
Al
ls
Sj
ál
fs
víg
Ön
nu
r
da
uð
sf
öl
l
Al
ls
Sj
ál
fs
víg
Ön
nu
r
da
uð
sf
öl
l
Al
ls
Sj
ál
fs
víg
Ön
nu
r
da
uð
sf
öl
l
Al
ls
Sj
ál
fs
víg
Ön
nu
r
da
uð
sf
öl
l
Al
ls
2013 1 1 2 3 5 8 2 3 5 11 1 12 5 2 7
2014 0 0 0 2 2 4 2 7 9 6 0 6 4 3 7
2015 0 0 0 2 2 4 2 1 3 2 3 5 1 2 3
2016 0 0 0 8 3 11 2 2 4 5 1 6 1 2 3
2017 1 0 1 4 5 9 2 0 2 3 2 5 1 3 4
2018 1 0 1
2019* 1 1 2
Dauðsföll í fangelsum á Norðurlöndunum
Heimild: Fangelsismálastofnun *Það sem af er 2019
Páll Winkel
Dómararnir Markús Sigurbjörns-
son og Viðar Már Matthíasson
hafa beðist lausnar frá störfum við
Hæstarétt Íslands og munu þeir
láta af störfum 1. október nk.
Í þeirra stað verður skipaður
einungis einn dómari, en staðið
hefur til að fækka dómurum við
Hæstarétt frá því að lög um hið
nýja millidómsstig, Landsrétt,
voru samþykkt. Átta dómarar eru
við réttinn nú og verða þeir því
sjö talsins þegar búið er að skipa
nýjan dómara.
Markús og Viðar Már eru báðir
fæddir árið 1954 og verða þeir því
65 ára á árinu. Markús Sigur-
björnsson var skipaður hæstarétt-
ardómari árið 1994 og Viðar Már
Matthíasson árið 2010. Báðir hafa
þeir gegnt embætti varaforseta
við dómstólinn og Markús embætti
forseta Hæstaréttar Íslands.
Tveir hæstaréttardómarar láta af störfum
Markús
Sigurbjörnsson
Viðar Már
Matthíasson