Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
NJÓTA
New York, verð frá 22.900 kr. aðra leið*
SKOÐA, BÓKA,
Tilboð til allra heilsársáfangastaða.
Ferðatímabil: 1. okt. 2019 til 28. mars 2020.
*Takmarkað sætaframboð.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta eru hálfgerðar hamfarir,“ seg-
ir Sigurður Már Einarsson fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, en
hann hefur árum saman vaktað veiði-
árnar á Vesturlandi, á því svæði sem
hvað verst hefur farið út úr lélegum
laxagöngum að viðbættum einstökum
þurrkum í sumar. „Ég hef aldrei séð
svona ástand og hef þó verið lengi við.
Sá fiskur sem hefur komist inn í árn-
ar hér í Borgarfirði liggur á örfáum
stöðum og svo hefur hitinn verið svo
mikill að hann lítur illa við agni.“
Þegar blaðamaður spyr hvort laxa-
göngur á vestanverðu landinu séu
ekki bara þrjátíu til fimmtíu prósent
af meðaltali síðustu ára samþykkir
Sigurður það.
„Ég hugsa að þetta sé innan við 50
prósent. Gegnum teljara í Skugga-
fossi í Langá hafa nú gengið um 1.200
laxar en hafa oft undanfarin ár verið
yfir 2.200. Svo hefur veiðst illa það
sem hefur gengið upp fyrir. Í Glanna í
Norðurá eru ekki komnir nema 400
til 500 laxar upp fyrir en hafa gengið
1.500 til 2.000, og allt að 4.000. Þetta
er mjög lítið. Við bætist að ár hafa
sumar verið ófærar vegna þurrka.“
Sigurður rifjar upp að klak-
árgangur laxins frá 2015 hafi verið lé-
legur og það eigi rætur að rekja til
hörmungarársins 2014. „Ég hef
fylgst vel með þessum árgangi, hann
var misslæmur í ánum, náði hvergi
meðaltali, sums staðar bara 25 pró-
sentum af meðalstyrk. Í smálaxaám
eins og hér á Vesturlandi bera bara
tveir árgangar uppi veiðina hverju
sinni og ef annar klikkar getur höggið
orðið þungt, eins og núna. Þessu til
viðbótar hafa sjávarskilyrði greini-
lega verið erfið, við sjáum mikið af
laxi milli 40 og 50 cm, og það er ein-
kenni þess að hafið hefur ekki verið
fiskunum gott.“
Þegar spurt er hvort ekki megi bú-
ast við lélegum heimtum eftir fimm
ár, eins og nú eftir hörmungina 2014,
segir Sigurður hættu geta verið á því.
Heyrst hefur hvort loka hefði átt
einhverjum ánna fyrir veiði í sumar.
Sigurður segir að slíkt væri erfitt við-
ureignar. „Við höfum mælt með því
að farið sé vel með árnar og helst öll-
um veiddum laxi sleppt aftur, til að
tryggja hrygninguna. Ám hefur verið
lokað í Noregi við öfgafullar að-
stæður en hér er eignarhald með án-
um með öðrum hætti og þá kæmi
strax upp hver ætti að bera skaðann.
En ég er bjartsýnn fyrir næsta ár.
Aðstæður voru góðar fyrir útgöngu
seiða, víða fóru ágætir árgangar út og
svo er sjávarhitinn vænlegri.“
„Hugsa að þetta sé innan við 50 prósent“
Fiskifræðingur á Vesturlandi segir ástand í veiðiám, þurrum og fisklitlum, „hálfgerðar hamfarir“
Morgunblaðið/Einar Falur
Sterkur Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi 2 efst í Hofsá í Vopnafirði.
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 500 1.000 1.500 2.000 2.500
Staðan 21. ágúst 2019
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
22. ágúst
2018
23. ágúst
2017
Eystri-Rangá 18 2.556 3.060 1.685
Selá í Vopnafi rði 6 1.167 1.111 813
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 1.106 2.556 4.218
Miðfjarðará 10 1.091 2.039 2.668
Urriðafoss í Þjórsá 4 729 1.211 742
Þverá - Kjarrá 14 651 2.271 1.777
Blanda 14 572 853 1.390
Laxá á Ásum 4 566 565 790
Hofsá og Sunnudalsá 7 533 570 462
Haffjarðará 6 487 1.353 1.033
Elliðaárnar 4 446 857 764
Laxá í Aðaldal 17 396 557 583
Jökla (Jökulsá á Dal) 8 336 372 288
Norðurá 15 335 1.487 1.355
Grímsá og Tunnguá 8 332 814 918