Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sagan ermargslungiðfyrirbæri. Það væri þægilegt ef í sagnfræðinni væri einn sann- leikur eða algild mælistika, sem hægt væri að leggja á gang sögunnar og margir virðast halda að þeir hafi komið hönd- um yfir þá stiku, en svo einfalt er það ekki. Í gær voru 80 ár liðin frá því að griðasáttmáli Adolfs Hit- lers og Jósefs Stalíns var und- irritaður. Sáttmálann undirrit- uðu utanríkisráðherrar Þýskalands og Sovétríkjanna, Joachim von Ribbentrop og Vjatseslav Molotov, í Moskvu. Þegar Hitler frétti að sátt- málinn myndi nást mun hann hafa fagnað mjög og hrópað: „Nú hef ég heiminn í vas- anum.“ Samkomulagið, sem Helmut Kohl kallaði á sínum tíma sátt- mála djöfulsins, snerist um að Sovétmenn og Þjóðverjar myndu ekki fara í stríð hvað sem liði átökum þeirra við aðra. Bak við tjöldin var gert leynilegt samkomulag um að skipta Póllandi og láta Eystra- saltsríkin í hendur Sov- étmanna. Þar með má segja að leiðin hafi verið gerð greið fyrir Hit- ler að ráðast inn í Pólland í þeirri fullvissu að hann myndi ekki eiga á hættu átök við Sov- étríkin. Sovétmenn höfðu verið svarnir andstæðingar nasista fram að þessu en héldu fram að þeir hefði verið orðnir einangr- aðir og ekki átt annars kost. Þjóðverjar brutu síðan sam- komulagið og réðust inn í Rússland Stalín að óvörum. Sú söguskýring varð síðan til í Sovétríkjunum að griðasátt- málinn hefði veitt tækifæri til að vígbúast fyrir átökin, sem reyndar stóðst ekki, enda urðu Rússar fyrir gríðarlegum bú- sifjum í átökunum við Þjóð- verja. Eftir stríðið var sam- komulagið ekki bara réttlætt heldur lofsungið sem afrek í stjórnkænsku vegna þess að með því hefði stríðinu verið slegið á frest. Var einfaldlega látið sem leynisamkomulagið væri ekki til eða sagt að full- yrðingar um það væru lygar. Sú var staðan allt þar til Mikhaíl Gorbatsjov komst til valda og hóf opna umræðu um fortíðina. Á 50 ára afmæli sátt- málans 1989 mynduðu rúmlega tvær milljónir manna óslitna keðju á milli höfuðborga Eist- lands, Lettlands og Litháens, sem þá heyrðu undir Sov- étríkin til að mótmæla honum. Á aðfangadag 1989 urðu mikil tímamót þegar rúss- neska þingið sam- þykkti ályktun um að samkomulag Hitlers og Stalíns hefði verið brot á reglum í alþjóða- samskiptum og siðferðislega óverjandi. Aðdragandanum að því fylgdu harðar deilur. Um leið var gengist við leyni- samkomulaginu og sagði Alex- ander Jakovlev, einn nánasti samstarfsmaður Gorbatsjovs, þá á þinginu að í því hefði verið „ein hættulegasta jarð- sprengjan með langtímavirkni á því jarðsprengjusvæði, sem við erfðum og þurfum nú að hreinsa með mikilli fyrirhöfn og erfiðleikum“. Þar með lauk hins vegar ekki málinu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fordæmdi áður sáttmálan og sagði hann sið- lausan árið 2009, en hefur snú- ið við blaðinu og ver sáttmál- ann. Í mars birtist grein eftir fræðilegan stjórnanda Rúss- neska hersögusambandsins, Míkhaíl Mjagkov, í blaðinu Is- vestíu þar sem hann sagði að á Vesturlöndum væri í auknum mæli reynt að skella skuldinni af seinni heimsstyrjöld á Rússa svo líkja mætti við snjó- flóð. Þetta gengi ekki og nú væri tími til kominn að þingið tæki afgreiðslu málsins frá 1989 til endurskoðunar. Vladimír Medinskí, mennta- málaráðherra Rússlands og formaður hersögufélagsins, hefur sagt að sáttmálinn hafi verið sigur Stalíns í milliríkja- samskiptum. Þessar hræringar snúast ekki bara um fortíðina heldur samtímann, stöðu Rússlands, stórveldistilburði og tilkall til olnbogarýmis. Í Der Spiegel er rætt um þetta mál við Vitautas Lands- bergis, sem leiddi sjálfstæð- isbaráttu Litháens og varð leiðtogi landsins þegar það varð sjálfstætt. Þar lýsir hann því hvernig Gorbatsjov hafi reynt að þráast við, en það hafi verið framganga Borís Jeltsíns og Andreis Sakarovs sem réði úrslitum. Atkvæðagreiðslan 1989 hafi snúist um réttlæti: „Það var fyrir svik og valdbeit- ingu sem við urðum hluti af Sovétríkjunum,“ segir Lands- bergis, sem nú er 86 ára gam- all. „Að litháska þjóðin hafi beðið um inngöngu er áróður frá Moskvu. Settum við sjálf snöruna um hálsinn og grát- báðum um að mörg hundruð þúsund manns yrðu flutt sjálf- viljug til Síberíu? Þeir ljúga alltaf með sama hætti.“ Sagan getur verið háskalegt leikfang. Í Rússlandi eykst þrýstingur á að end- urskoða afstöðuna til griðasáttmála Hitlers og Stalíns} Saga og pólitík R íkisstjórnir undanfarinna ára hafa sett lög um rétt þeirra sem veikjast, slasast eða fæðast með þroska- eða hreyfihömlun. Til að auðvelda þessum einstaklingum lífið eiga þeir rétt á styrkjum og endur- greiðslum vegna kostnaðar vegna veikinda sinna. Þá eiga sumir þessara einstaklinga einnig rétt á styrkjum til bifreiðakaupa, rekst- urs bifreiðarinnar og kostnaðar vegna lyfja- kaupa og eru þá ekki allir styrkir upptaldir. Sumir vita af þessum endurgreiðslum og styrkjum og geta sótt um þá og fá þá. Svo eru aðrir sem hafa ekki hugmynd um að þessir styrkir og endurgreiðslur standi þeim til boða og verða af þeim. Þeirra fjárhagslega tilvera verður fyrir tjóni og veldur síðan hjá sumum einnig andlegum og líkamlegum áföllum, þar sem fjárhagsstaða margra þessara ein- staklinga er mjög slæm fyrir. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa því miður skilið öryrkja og eldri borgara eftir í lífskjarakapphlaupinu. Þá hafa aðstandendur veikra barna og annarra ein- staklinga setið eftir og ekki fengið þann fjárhagslega stuðning sem þarf til að lifa af í þeim áföllum sem veik- indi og slys valda á fjárhag hjá þessum fjölskyldum og einstaklingum. Er það góðverk að setja lög um endurgreiðslur og styrki handa veikum einstaklingum og fjölskyldum þeirra en sjá ekki til þess að þeir sem eiga fullan rétt á þeim viti um þá? Ber ekki ríkisstjórn hvers tíma skylda til þess að sjá til þess að allir þeir sem eiga rétt á endur- greiðslum og styrkjum hjá Sjúkratrygg- ingum og Tryggingastofnun ríkisins fái upp- lýsingar um það? Jú, það er engin spurning, en þarna er því miður mikill misbrestur á. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur vita ekki um rétt sinn í þessu kerfi og jafnvel neita sér um nauðsynlega þjónustu sem þau þurfa á að halda vegna þessa? Það er auðvelt og sjálfsagt mál fyrir Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratrygg- ingar að upplýsa skjólstæðinga sína um rétt þeirra. Þá á kerfi þeirra að vera þannig að þegar veikindi eða slys eru skráð hjá þeim fari upplýsingar um allan rétt einstakling- anna í kerfinu strax til þeirra. Að vera með veikt barn er mikið álag á fjölskyldur og hvað þá ef fleira en eitt er veikt og þá aðstandendur einnig. Þetta veit ég af eigin reynslu. Þá veit ég einnig hvernig er að vera í fjötrum bótakerfis TR í rúm 20 ár, sem er því miður ömurlegt og að mörgu leyti mannvonska og fjár- hagslegt ofbeldi sem þar fer fram. Ekki er það TR að kenna, heldur ríkisstjórnum undanfarinna ára sem lofa öryrkjum og eldri borgurum hækkunum á þeirra kjörum fyrir kosningar en standa svo ekki við þau loforð eftir þær. Flokkur fólksins berst fyrir því að enginn þurfi að lifa í fátækt og að „góðverk“ skili sér til þeirra sem þurfa lífs- nauðsynlega á þeim að halda. gudmundurk@althingi.is Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Góðverk þingflokksformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Almannavarnakerfi landsins var virkjað alls 30 sinnum á seinasta ári. Óvissustigi var lýst yfir 19 sinnum, 13 sinnum vegna flugatvika, einu sinni í tíu daga vegna jarð- skjálftahrinu á Norðausturlandi og fjórum sinnum vegna hættu á snjó- flóðum. Þá var hættustigi lýst yfir einu sinni vegna flugvélar og einu sinni vegna snjóflóðahættu á Seyð- isfirði og vegna Skaftárhlaups. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fimm sinnum í fyrra. Var það fjórum sinnum gert vegna flugatvika og einu sinni vegna rútuslyss. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Ríkislög- reglustjóra fyrir árið 2018, sem birt var í gær. Þar er farið í ítarlegu máli yfir starfsemi lögreglunnar á land- inu í fyrra. Bílamiðstöð ríkislög- reglustjóra leggur lögreglunni til 130 ökutæki sem var ekið rúmlega 3,6 milljónir kílómetra á seinasta ári. Töluvert tjón varð á bílum lögregl- unnar á árinu og er heildar tjóna- kostnaðurinn metinn rúmlega 26,2 milljónir króna skv. skrá yfir tjón á ökutækjum og búnaði lögreglunnar. Flest tjón verða við hefðbundið lög- gæslueftirlit. Gerðar eru bótakröfur á tjónvalda þegar skemmdarverk eru unnin á ökutækjum lögregl- unnar og voru alls innheimtar bóta- kröfur að upphæð 1.622.126 kr. í fyrra. Báru skotvopn í 230 tilvikum Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnti fjöldamörgum verkefnum á seinasta ári. „Alls voru skráð 416 sérsveitarverkefni á árinu og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 til- fellum. Þá veitti sérsveit tilteknum embættum og stofnunum kennslu og þjálfun samtals 105 sinnum á árinu,“ segir í ársskýrslunni. Sjá má af yf- irliti yfir verkefnaflokka sérsveit- arinnar að hún brást við 200 vopna- tilkynningum í fyrra. Verkefni vegna öryggisgæslu voru 53 talsins. Stoð- deild ríkislögreglustjóra, sem hefur það meginviðfangsefni að fylgja ein- staklingum úr landi skv. ákvörð- unum Útlendingastofnunar, vann að 243 málum í fyrra þar sem 405 ein- staklingar áttu í hlut. ,,Þar af voru framkvæmdar 173 fylgdir með 304 einstaklinga. Afturkölluð mál voru 57 þar sem 84 einstaklingar áttu í hlut en einnig sá stoðdeildin um mót- töku á 17 einstaklingum sem voru sendir til Íslands á grundvelli Dyfl- innarreglugerðarinnar frá öðrum ríkjum Evrópu,“ segir í skýrslunni. Greiningardeild embættisins vann einnig að fjölda verkefna eða alls tæplega 1.300 málum í fyrra. Hún vann m.a. áhættugreiningar vegna loftrýmisgæslu á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO), greiningar tengdar verkefnum sér- sveitar ríkislögreglustjóra auk fjölda áhættugreininga vegna komu er- lendra ráðamanna og þjóðhöfðingja. Í skýrslu ríkislögreglustjóra eru birtar upplýsingar úr atvikaskrá lögreglunnar vegna slysa og áverka og annarra óhappa sem lög- reglumenn verða fyrir í störfum sínu. Þar má m.a. sjá að lög- reglumenn hlutu áverka eftir högg í 52 tilfellum og í átta tilvikum urðu lögreglumenn fyrir meiðslum af hvössum eða beittum hlutum. Af heildarstarfsmannfjölda embættis ríkislögreglustjóra í fyrra voru 24 kvenkyns og 116 karlkyns starfsmenn. Kynjahlutföll eftir starfsstigum leiða í ljós að hæst var hlutfall kvenkyns lögreglumanna meðal lögreglufulltrúa eða 15%, 14% aðstoðaryfirlögregluþjóna og 6% að- alvarðstjóra voru konur. Neyðarstigi lýst yfir fimm sinnum í fyrra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögregla Settar voru nýjar merkingar á ökutæki lögreglu. Eiga þau að vera eins sýnileg og mögulegt er án þess að hafa truflandi áhrif á umferð. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar svaraði 91.222 símtölum á sein- asta ári, sem er töluverð fjölgun frá árinu á undan og samsvarar það um 250 símtölum á hverjum einasta degi að jafnaði. ,,Líkt og undanfarin ár skapast mikið símaálag vegna samskipta við erlenda ferðamenn sem lenda í vandræðum víðs vegar um land- ið. Sú breyting varð að Neyð- arlínan afgreiðir nú hluta slíkra mála í samvinnu við FMR. Vinna tengd vöktun á sam- félagsmiðlum heldur áfram að aukast en fleiri eru farnir að nýta sér þá leið til að ná sam- bandi við lögreglu,“ segir í árs- skýrslu ríkislögreglustjóra. Breytt var um vaktkerfi í apríl. Í fyrra var tekið upp valfrjálst kerfi hjá miðstöðinni þar sem starfsmenn geta valið og haft áhrif á vinnutíma sinn og frí- tíma. Kerfið býður upp á átta tíma vaktir í miðri viku en 12 tíma vaktir um helgar. 91.222 símtöl í fyrra FJARSKIPTAMIÐSTÖÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.