Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 35

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 35
MINNINGAR 35Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Ástin í tali og tónum. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Sönghópurinn Synkópa syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Bjartur Logi Guðnason. BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Helga Björk Jónsdóttir djákni predikar og þjónar fyrir altari. Jó- hann Baldvinsson organisti leiðir safn- aðarsöng. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son þjónar fyrir altari og kirkjukór Borg- arness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Heitt á könnunni í anddyri kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. Sunnudagaskólinn hefst aftur í sept- ember, og verður nánar auglýstur síð- ar. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Organisti Örn Magnússon. Messu- þjónar taka þátt í messunni. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Antonia Hevesi og félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja. Messuþjónar þjóna ásamt sr. Pálma Matthíassyni. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Skírnarmessa kl. 11. Séra Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Veitingar (súpa, brauð, álegg og kaffi) í safnaðarsal eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og félagar úr Dómkórn- um. Minnum á bílastæðin við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Kristín Kristjánsdóttir þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Með- hjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Ferm- ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar, Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og prestur María Ágústsdóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju og messuhóp- um safnaðarins þjóna. Messukaffi með léttum veitingum eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Auður Inga Einarsdóttir heim- ilisprestur. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur organista. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Væntanleg fermingar- börn og foreldrar þeirra boðin velkom- in og starfið kynnt í stuttu máli. Fermingarbörnin fá afhent Nýja testa- mentið frá Gíedeonfélaginu og bækl- ing um messuna. Sr. Jón Helgi, sr. Þór- hildur, Guðmundur organisti og Bylgja Dís fræðslufulltrúi og söngkona sjá um stundina. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messu- þjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti í mess- unni er Mattías Wager konsertorgan- isti helgarinnar. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Sálmafoss í Hallgrímskirkju laugard. kl. 15-21. Tónleikar Alþjóðlegs orgels- umars sunnud. kl. 17. Mattias Wager konsertorganisti frá Stokkhólmi leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn vorsins 2020 boðin sérstaklega velkomin ásamt fjölskyld- um sínum. Skráning fer fram í ferming- arfræðslu vetrarins. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syng- ur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Blindra- félagsins. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sunna Dóra og Lára Bryndís organisti sjá um stundina og bjóðum við fermingarbörn vetrarins og foreldra þeirra sérstaklega vel- komna til guðsþjónustunnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking ser- vice. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 20. Arnór organisti leiðir söng og spil- ar. Sr. Erla flytur hugleiðingu, bænir og blessun. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Væntanleg fermingarbörn 2020 taka virkan þátt í messunni. Stuttur fundur með foreldr- um og forráðamönnum barnanna eftir messu, um starfið framundan. KVENNAKIRKJAN | Hauststarf Kvennakirkjunnar hefst með göngu- messu í Öskjuhlíð klukkan 17. Gang- an hefst við Perluna, síðan verður gengið um skóginn og stansað á nokkrum stöðum til að syngja, biðja og lesa úr Biblíunni. Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir flytur hugleiðingu og Að- alheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng. Á eftir heldur samveran áfram yfir kaffi í Perlunni. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Ungmenni sem hafa skráð sig til þátt- töku í fermingarfræðslunni í vetur og forráðafólk þeirra sérstaklega boðin velkomin. Graduale Nobili syngur en stjórnandi þeirra er Þorvaldur Örn Dav- íðsson. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar auk kirkjuvarðar og messuþjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 20. Athugið óhefðbundinn messutíma. Arngerður María Árnadótt- ir leiðir tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson og Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjóna fyrir altari og flytja hugvekjur. Fermingarbörn vetrarins og forráða- menn eru sérstaklega boðuð til stund- arinnar, en á eftir verður fundur í safn- aðarheimilinu um fermingarfræðsluna í vetur. Þriðjudagur 27. ágúst. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristileg íhugun. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Brúðuleikrit um Einar Áskel frá Brúðuheimum. Kl. 20 Messa. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 20. Séra Pétur þjón- ar, Kristinn Hrannar sér um hljómlist, Ólafur tekur á móti kirkjugestum að venju. Maul eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Stein- grímsdóttir organisti stjórnar almenn- um safnaðarsöng. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Messa kl. 11 með altarisgöngu, prestur Bryndís Malla Elídóttir, organisti Tómas Guðni Egg- ertsson og Kór Seljakirkju leiðir söng. Messukaffi í lokin. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Prédikun flytur Tryggvi Guð- mundur Árnason, sóknarprestur við kirkju heilags Albans í Hickory í Norð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum. Sá söfn- uður tilheyrir Bandarísku biskupakirkj- unni. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. STAÐARBAKKAKIRKJA | Kvöld- messa kl. 21.30. Almennur söngur. Eftir messu verður gengið að Melstað og drukkinn kvöldsopi í safnaðarheim- ili. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 17. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Málsverður á 1.000,- kr. í safnaðarsal að messu lokinni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Brynja Vig- dís Þorsteinsdóttir þjónar og kirkjukór- inn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. „Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, þjóðin sem hann valdi sér til eignar.“ (Sálm. 33.12) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyrarkirkja. ✝ Sigurður Sig-urðsson var fæddur á Brenni- borg í Lýtings- staðahreppi, Skagafirði, 16. júní árið 1936. Hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 14. ágúst 2019. Foreldrar Sig- urðar voru Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 2.6. 1911, d. 31.7. 2003, og Sigurður Stefánsson, f. 27.11. 1906, d. 28.4. 1968. Börn Sigurðar eru: 1) Sigurlaug, f. 1.12. 1959, maki 1: Þorsteinn Þórhallsson, f. 21.4. 1955, d. 21.1. 1991, börn: Sigurður Bald- ur, f. 28.4. 1978, og Þóra Guð- rún, f. 7.3. 1981. Maki 2: Ari Lax- dal, f. 12.12. 1958, barn: Auður Snjólaug, f. 26.5. 1997. 2) Bald- ur, f. 29.7. 1961, d. 15.9. 1961. 3) Böðvar Fjölnir, f. 19.6. 1965, maki: Elinora Bára Birkisdóttir, f. 4.9. 1965, börn: Viktoría Sig- rún, f. 11.2. 1985, Hafdís Bára, f. Brúnastöðum í Skagafirði. Þar hélt Sigurður sjálfur búskap ár- in 1957-1982. Auk þess var Sig- urður virkur í félagslífi í sveit- inni. Hann gegndi meðal annars störfum sem oddviti hreppsins og starfaði í sóknarnefnd. Árið 1982 flutti Sigurður til Reykja- víkur. Hann vann lengst af við pípulagnir hjá Hitaveitunni, síð- ar Orkuveitu Reykjavíkur. Þar starfaði hann til ársins 2006. Næstu ár vann Sigurður við ýmsar viðgerðir og lagfæringar í heimahúsum í Reykjavík þar til hann hóf störf hjá Pípulagn- ingameistaranum. Þar starfaði hann til ársins 2016, þegar hann náði áttræðisaldri. Sigurður hafði mikinn áhuga á íslensku landslagi og jarðfræði. Hann ferðaðist víða um landið, bæði í húsbíl og seinna í jeppaferðum og hafði mikið dálæti á hálendi Íslands. Sín síðustu ár undi Sig- urður sér vel í íbúð sinni í Hjaltabakka í Reykjavík. Sig- urður verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju í dag, 24. ágúst 2019, klukkan 14. 29.7. 1988, Jóhann Ari, f. 30.4. 1990, Hólmfríður Lilja, f. 9.8. 1993. 4) Atli Norðmann, f. 5.7. 1982, maki: Elín Þórsdóttir, f. 17.8. 1992, barn: Ella, f. 3.3. 2019. 5) Iðunn María, f. 13.7. 1988. 6) Ylfa Rún, f. 21.8. 1992, maki: Haukur Kristjánsson, f. 4.4. 1989, barn: Sigvaldi, f. 20.7. 2019. Bróðir Sigurðar er Stefán Oddgeir, f. 8.6. 1941, maki: Jón- ína Hólmfríður Friðriksdóttir, f. 9.12. 1950. Sigurður ólst upp á Brenni- borg en flutti þaðan árið 1940. Fyrst fluttist fjölskyldan á Skíðastaði, síðar á Bergstaði í Svartárdal og þaðan á Blönduós. Þau fluttu svo á Stokkseyri, því næst til Hveragerðis árið 1942 og þaðan til Reykjavíkur árið 1943. Þar bjó fjölskyldan á Hjallavegi og Sigurður gekk í Laugarnesskóla. Árið 1947 festu foreldrar Sigurðar kaup á Elsku pabbi. Það er svo ótal- margt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist þín. Þegar mað- ur er svo heppinn að eiga svona margar góðar minningar er erfitt að velja úr. Þess vegna vil ég bara þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt í gegnum tíðina. Þú varst besti pabbi sem hugsast getur og ég mun alltaf sakna þín. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku pabbi. Atli Norðmann Sigurðarson. Elsku pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú varst einn af stólpunum í minni tilveru, at- hvarf frá hversdagsins amstri og stressi með hlýjunni og rónni sem þér fylgdi. Það er sárt að kveðja en á sama tíma upplifi ég þakk- læti og sátt. Ég er þakklát fyrir fallegu minningarnar og allar samverustundirnar okkar. Ég er þakklát fyrir að þú náðir að hitta litla strákinn minn áður en þú kvaddir. Ég er sátt vegna þess að ég veit að þú varst sáttur við að kveðja. Ég á margar fallegar minning- ar um þig frá barnæsku. Hvernig ég faldi mig undir sænginni og þú þóttist leita að mér þegar mig langaði ekki fram úr, hvernig þú keyrðir mig fram og til baka á tómstundaæfingar í gula vinnu- bílnum og hvernig sumrunum var eytt á hálendinu í húsbílaferðum á Rússanum. Einna þakklátust er ég þó fyrir samband okkar eftir að ég varð fullorðin. Það sem ég mun sakna mest er að koma til þín í Hjaltabakkann, knúsa þig þegar ég geng inn, ræða daginn og veginn og upplifa hlýju þína og ró. Í Hjaltabakkan- um og í kringum þig var ekki til stress og allir hvattir til að vera eins og þeim leið best. Oftar en ekki enduðu allir sofandi í stof- unni í rólegheitunum sem ríktu. Ég vildi að ég gæti haldið áfram að koma vikulega í mat til þín og borðað með þér berjaskyr á haustin. Nú kveð ég þig með sömu orð- um og ég var vön að gera: Bless pabbi minn, ég elska þig, hafðu það gott. Ylfa Rún Sigurðardóttir. Jæja pabbi minn. Þá er víst komið að þessu. Sem betur fer er ekki mikið sem við eigum eftir að segja. Ótal oft hef ég sagt þér hversu mikið ég elska þig og ótal oft hefur þú svarað: „Sömuleiðis krúttið mitt.“ Þú hefur líka ótal oft sagt mér hversu stoltur þú ert af mér, og ég hef sagt hverjum sem heyra vill að þú sért mín uppáhaldsmanneskja. Mig langar því bara að þakka þér fyrir allt það góða sem þú átt í mér. Takk fyrir að kenna mér þol- inmæði og þrautseigju. Takk fyr- ir að kenna mér að ég get allt sem ég vil en að það er mikilvægt að muna að flýta sér hægt. Takk fyr- ir að taka mér ávallt opnum örm- um og umvefja mig ást og um- hyggju. Takk fyrir öll ævintýrin okkar og allar rólegu stundirnar í Hjaltabakkanum. Takk fyrir öll pabbaknúsin og takk fyrir að vera þú. Ég mun hafa þig nærri það sem eftir er, í öllu sem ég tek mér fyrir hendur, og sakna þín ávallt. Ég læt vísuna okkar fylgja, sem loksins á almennilega við. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason) Ástarkveðja, þín Iðunn María. Þá er elsku Sigurður fallinn frá eftir langvinn veikindi. Minnis- stæðastar eru vikulegar heim- sóknir okkar Ylfu til Sigurðar í Hjaltabakkann. Þar var alltaf tekið á móti okkur af mikilli yf- irvegun, rósemd og hlýju. Oft gát- um við Sigurður lengi vel rætt um þjóð- og heimsmálin og var hann einkar fróður um ýmsa hluti, sér- staklega innlandsmál. Mikið mátti því læra af Sigurði eftir þessar umræður. Reglulega fór- um við einnig með Sigurði á sam- komur Parkinsonsamtakanna, tónleika og veisluhöld og mátti vel sjá hversu gott það gerði honum bæði félagslega og líkamlega að taka þátt í þessu starfi. Sigurður tók veikindum sínum alltaf af miklu æðruleysi og yfirvegun og virtist hafa gott innsæi í þau. Sig- urðar verður minnst sem góðs, hjálpsams, fróðs og hlýs manns. Hvíldu í friði, elsku vinur. Haukur. Einn besta tíma ævi minnar átti ég sem kaupastrákur hjá frænda mínum á Brúnastöðum í Skagafirði, en við Sigurður erum systkinabörn. Hjá honum var ég í þrjú sumur, sem lifa í minning- unni sem einstakur tími. Reisu- legur Brúnastaðabærinn stendur hátt í hlíðinni með Mælifells- hnjúkinn tignarlegan í fullkom- inni sjónlínu. Sigurður var mikill verkmaður og góður bóndi. Hann var einstaklega útsjónarsamur, hagur á alla vinnu hvort sem var tré eða járn og eins allar vélar. Á vorin komu menn til að fá hár sitt klippt og léku klippurnar og skærin í höndum hans. Var oft glatt á hjalla í þessum heimsókn- um, því margt bar á góma. Minn- ist ég sérstaklega Jóns á Ánastöð- um, sem líka eitt vorið kom til móts við okkur Sigga eldri þegar við vorum að reka fé á fjall inn við Bugaskála. Kom Jón til liðs við okkur á tveimur jarpskjóttum hestum sem virtust hafa óendan- legt þrek og ganglipurð. Fellur þetta hugarmyndskeið aldrei mér úr minni. Hálfþrítugur hefur Siggi ásamt fjölskyldu byggt upp bæði fjárhús, hlöðu, fjós og stóra vélageymslu sem voru ekki al- gengar í þá daga. Nýjar stórar túnsléttur gerðar og eldri endur- unnar og gerðar sléttar, sem hann gerði með sérstakri tré- grind, sem hann hannaði og gat tengt við vökvalyftuna. Frændi var mjög yfirvegaður persónu- leiki, hugsaði hlutina ítarlega og framkvæmdi af kostgæfni. Var ég með honum í öllum verkum sem til féllu og lærði mikið af honum. Siggi átti þetta víða svið þ.e. hann gat verið kátur og hláturmildur og eins góður hugsuður og athug- ull. Hann var ekki mikið fyrir að fara af bæ í þá daga, hafði margt að gera, vildi fara vel með tímann, því hann hafði alltaf einhver verk í gangi og verk sem biðu. Frændi hafði mikið jafnaðargeð og sá ég hann sjaldan æsa sig upp, þótt til- efni hefði verið til. Hann tók öll- um vel og í gegnum tíðina tók hann að sér unglinga af höfuð- borgarsvæðinu sem höfðu misst taktinn og tókst með mannkost- um sínum að vinna traust þeirra og byggja upp einstaklinga sem fóru sterkari og bjartsýnni út í líf- ið. Bestu þakkir til þín kæri frændi fyrir okkar samveru- stundir. Aðstandendum votta ég samúð. Vinur er sá sem veit af þér þótt vegleysur liggi ykkar á milli, vinur þinn gjarnan gætinn er; hann gagnrýnir þig og veitir hylli. Vinur er sá sem gefur gaum í gleði og þegar sorgir buga, vinur er sá sem veitir draum og vakir sem ljós í þínum huga. Vinur er sá sem veitir best og vonleysi þér úr brjósti hrekur. Vinur í raun er mildin mest; minning sem enginn frá þér tekur. Vinur er sá sem vandar sig og veitir þér skjól og frið í stríði. Vinur er sá sem þekkir þig þó svo að langur tími líði. (Kristján Hreinsson) Þormar Ingimarsson. Sigurður Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.