Morgunblaðið - 24.08.2019, Qupperneq 51
ÍÞRÓTTIR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Gott gengi Gróttu í 1. deild karla í
knattspyrnu, Inkasso-deildinni,
heldur áfram en liðið endurheimti
annað sætið með 3:1-sigri á Fram á
Seltjarnarnesi í gærkvöld.
Arnar Þór Helgason kom Gróttu
yfir í fyrri hálfleik og um miðbik
síðari hálfleiks tvöfaldaði Sölvi
Björnsson forskot Seltirninga. Fre-
derico Bello minnkaði muninn úr
víti fyrir Fram áður en Sölvi inn-
siglaði 3:1-sigurinn með öðru marki
sínu fyrir Seltirninga.
Grótta er nú í öðru sætinu með
34 stig, einu á eftir toppliði Fjölnis,
en Þór er í þriðja sætinu með 32
stig og getur komist á toppinn á
morgun. Fram er í sjöunda sætinu
með 26 stig. Grótta hefur nú leikið
14 leiki í röð í deildinni án þess að
tapa, en síðasta tapið kom gegn
Leikni þann 24. maí eða fyrir þrem-
ur mánuðum síðan. Grótta hefur
síðan þá unnið átta leiki og gert sex
jafntefli.
Víkingur Ólafsvík átti ekki í
vandræðum með topplið Fjölnis og
vann 4:1 þegar liðin áttust við í
Ólafsvík í 1. deild karla í knatt-
spyrnu, Inkasso-deildinni, í kvöld.
Harley Willard, Ibrahim Barrie
og Guðmundur Magnússon komu
Ólafsvíkingum í 3:0 í fyrri hálfleik,
áður en Albert Brynjar Ingason
minnkaði muninn fyrir Fjölni úr
víti. Guðmundur skoraði hins vegar
aftur fyrir Ólafsvíkinga og nið-
urstaðan 4:1-sigur þeirra.
Fjölnir er þó enn á toppnum með
35 stig, en geta misst toppsætið til
Þórsara sem leika gegn Leikni R. á
morgun. Víkingur er í fimmta sæt-
inu með 27 stig.
Keflavík gerði góða ferð í Laug-
ardalinn í kvöld og vann 3:1-sigur á
Þrótti í 18. umferð 1. deildar karla í
knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar.
Þorri Mar Þórisson, lánsmaður
frá KA, skoraði sitt fyrsta mark
fyrir Keflavík snemma leiks og áður
en fyrri hálfleikur var úti voru þeir
Ísak Óli Ólafsson og Adolf Bitegeko
búnir að koma Keflavík í 3:0. Jasper
van der Heyden lagaði stöðuna fyr-
ir Þrótt í síðari hálfleik en þar við
sat.
Keflavík komst með sigrinum upp
í fimmta sætið með 28 stig, stigi
meira en Víkingur Ólafsvík sem
vann topplið Fjölnis fyrr í kvöld.
Þróttur er hins vegar í áttunda sæt-
inu með 21 stig. yrkill@mbl.is
Seltirningar án taps síðan í maí
Ólsarar sýndu sparihliðarnar þegar topplið Fjölnis kom í heimsókn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á siglingu Leikmenn Gróttu og Fram í baráttunni í gær en Seltirningar eru á mikilli siglingu.
Ólafur Bjarki Ragnarsson, leik-
maður Stjörnunnar í úrvalsdeild
karla í handknattleik, verður ekki
með liðinu í fyrstu leikjum tímabils-
ins að samkvæmt Vísi.is. Ólafur
fingurbrotnaði í æfingaleik með
Stjörnunni á dögunum en deildin
hefst 8. september.
Vísir greinir frá því að leikmað-
urinn verði frá næstu sex til átta
vikurnar en Ólafur er þrítugur að
aldri og á að baki 34 landsleiki fyrir
Ísland. Hann sneri heim úr atvinnu-
mennsku í sumar eftir sjö ár er-
lendis. sport@mbl.is
Ólafur Bjarki er
fingurbrotinn
Ljósmynd/Handball-westwien.at
Reyndur Ólafur kemur eflaust til
með að styrkja lið Stjörnunnar.
Al Arabi, undir stjórn Heimis Hall-
grímssonar, byrjar nýtt tímabil í
Katar vel og vann 3:1-sigur á Al
Ahli í fyrstu umferð deildarinnar
þar í landi í gær.
Staðan í hálfleik var 1:1, en Al
Arabi skoraði tvö mörk í síðari
hálfleik og tryggði sér sigurinn.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik
með Al Arabi og lék allan leikinn á
miðjunni.
Al Arabi hafnaði í sjötta sæti
deildarinnar í fyrra, en Heimir tók
við um áramót. sport@mbl.is
Aron og Heimir
unnu fyrsta leik
Morgunblaðið/Eggert
Katar Aron Einar Gunnarsson er
kominn af stað á nýjum slóðum.
Þróttur Reykjavík tryggði sér í
gærkvöld sæti í efstu deild kvenna í
knattspyrnu með 4:0-sigri á ÍA þeg-
ar liðin mættust í 15. umferð 1.
deildar kvenna, Inkasso-deild-
arinnar, á Akranesi.
Linda Líf Boama skoraði tvö
mörk fyrir Þrótt og þær Margrét
Sveinsdóttir og Lauren Wade eitt
mark hvor. Þegar þrír leikir eru
eftir er Þróttur með 39 stig á
toppnum og á ekki möguleika á því
að enda neðar en í öðru sæti.
Þróttur spilaði síðast í efstu deild
sumarið 2015 en vann ekki leik það
sumarið og féll með tvö stig.
FH hefði einnig getað tryggt sér
sæti í efstu deild í gær með sigri á
Haukum. Haukar gerðu sér hins
vegar lítið fyrir og unnu 5:3 í
Kaplakrika og eiga ennþá mögu-
leika á því að fylgja Þrótti upp.
Staðan var orðin 4:0 fyrir Hauka
eftir rúmar tíu mínútur þótt ótrú-
lega kunni að hljóma. Vienne Be-
hnke var þá búin að skora þrennu
áður en Sierra Lelii bætti við
marki. Tæplega eru mörg dæmi um
það í meistaraflokki á Íslandi að
leikmaður skori þrennu á fyrstu tíu
mínútum leiks í Íslandsmóti. Dag-
rún Birta Karlsdóttir skoraði svo
fyrir hlé en sjálfsmark Hauka gerði
það að verkum að staðan var 5:1 að
loknum fyrri hálfleik.
Margrét Sif Magnúsdóttir og
Birta Georgsdóttir löguðu stöðuna
fyrir FH eftir hlé, en niðurstaðan
5:3 fyrir Hauka. FH er í öðru sæti
með 35 stig en Haukar eru nú í
þriðja sætinu með 27 stig.
Tindastóll á einnig möguleika á
því að komast upp, en liðið á leik til
góða í fjórða sætinu með 25 stig.
sport@mbl.is
Þróttur upp í efstu
deild kvenna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skoraði Akurnesingum tókst ekki
að stöðva Lindu Líf Boama.
„Þetta er liðsíþrótt,“ heyrir
maður þjálfara oft segja í við-
tölum eftir tapleiki. „Við spil-
uðum ekki sem lið hérna í dag,“
er líka frasi sem heyrist mjög
oft. Ef ég á að vera alveg hrein-
skilinn þá verð ég að játa það að
ég fylgist mest með stærstu
boltaíþróttunum hér heima á Ís-
landi. Það er kannski ekkert sér-
staklega skrítið enda þeir leikir
sem eru alla jafna mannaðir í
hverri einustu viku af okkur á
íþróttadeildinni.
Það er eitt sem truflar mig.
Vissulega eru fótbolti, handbolti
og körfubolti allt liðsíþróttir en
samt sem áður eru til ákveðnir
leikmenn sem geta gert gæfu-
muninn. Leikmenn sem eru með
ákveðna nærveru, leikmenn sem
eru yfirburða, leikmenn sem eru
sterkir í klefanum og svo auðvit-
að leikmenn sem eru fæddir sig-
urvegarar.
Hinn 15. nóvember 2018 skrif-
aði leikmaður að nafni Helena
Sverrisdóttir undir samning við
kvennalið Vals í körfunni. Ég
man ekki nákvæmlega hvar Vals-
konur voru í töflunni áður en
Helena spilaði sinn fyrsta leik
fyrir liðið en í minningunni voru
þær í sjötta sæti. Valskonur
höfðu allavega spilað átta leiki í
deildinni, unnið þrjá leiki og tap-
að fimm. Með tilkomu Helenu
urðu Valskonur svo deildar-, bik-
ar-, og Íslandsmeistarar. Lið sem
aldrei hafði unnið titil í kvenna-
körfunni var allt í einu þrefaldur
meistari.
Hvort Helena Sverrisdóttir sé
undantekningin sem sannar
regluna um það að boltaíþrótt-
irnar séu liðsíþróttir veit ég ekki.
Frá því að þetta gerðist hef ég
reynt að finna svipuð dæmi um
íþróttamenn sem hafa á afger-
andi hátt breytt liðum sínum úr
fallbaráttuliði í líklega Íslands-
meistara en dettur lítið í hug.
Allar ábendingar eru vel þegnar.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is