Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 52
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Komandi starfsár mótast af afmæl- um og tveimur stórum utanlands- ferðum með tilheyrandi upptakti hér heima,“ segir Árni Heimir Ingólfs- son, tónlistarfræðingur, listrænn ráð- gjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) og formaður verkefnavals- nefndar sveitarinnar. Í mars fagnar hljómsveitin 70 ára afmæli sínu með tónleikum þar sem Eva Ollikainen, nýráðinn aðalhljómsveitarstjóri SÍ, stjórnar verkinu Úr myndabók Jón- asar Hallgrímssonar eftir Pál Ísólfsson, fiðlukonsert eftir Jean Sibelius þar sem Augustin Hadelich leikur einleik og sinfóníu nr. 1 eftir Gustav Mahler. „Á tyllidögum leyfum við okkur að flytja sinfóníska tónlist með stækkaðri hljómsveit,“ segir Árni Heimir og tekur fram að viðeig- andi sé að verk Páls fái að heyrast aftur eftir langt hlé þar sem Páll hafi verið einn þeirra sem komu að stofn- un hljómsveitarinnar á sínum tíma. „En afmælin á starfsárinu eru fleiri. Í september fagnar Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 10 ára afmæli sínu með flutningi á 9. sinfón- íu Beethovens ásamt ungum ein- söngvurum og fjölda kóra undir stjórn Daniels Raiskin,“ segir Árni Heimir og bendir á að Ungsveitin sé mikilvægur þáttur í fræðslustarfi SÍ. „Í maí flytjum við Valkyrjuna eftir Richard Wagner undir stjórn Alex- anders Vedernikov í samstarfi við Íslensku óperuna sem fagnar 40 ára afmæli og Listahátíð í Reykjavík sem fagnar 50 ára afmæli. Við gætum aldrei staðið að þessu verkefni ein, enda er það mjög stórt. Af þeim sök- um er þetta tilvalið afmælisverkefni fyrir allar þessar þrjár stofnanir sem standa að því,“ segir Árni Heimir og tekur fram að ánægjulegt sé að geta flutt óperu eftir Wagner í fullri lengd en það gerðist síðast hér á landi fyrir tæpum tveimur áratugum. Starfsár SÍ hefst formlega með tvennum tónleikum í dag, á menning- arnótt. Klukkan 15 heimsækir Max- ímús Músíkús hljómsveitina og kl. 17 verða maraþontónleikar með hressi- legri tónlist til heiðurs hlaupagörpum dagsins. Stjórnandi hvorra tveggja tónleika er Bjarni Frímann Bjarna- son, nýr aðstoðarhljómsveitarstjóri SÍ. Föstudaginn 30. ágúst verður boðið upp á tónleika undir yfirskrift- inni Klassíkin okkar undir stjórn Daníels Bjarnasonar, aðalgesta- stjórnanda SÍ, og verða þeir í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Í byrj- un september leggst hljómsveitin í flakk innanlands og heldur annars vegar tónleika í Reykjanesbæ 3. sept- ember og á Ísafirði 5. september, en seinni tónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldum vegna 70 ára afmælis Tónlistarfélags Ísafjarðar. Kynna íslenska tónlist stolt „Talandi um afmæli þá er í raun eitt tónskáld sem vantar á efnisskrá komandi starfsárs, en það er Ludwig van Beethoven. Það er með vilja gert því í desember 2020 verða 250 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Við viljum halda okkar flugeldasýningu nær sjálfum afmælisdeginum og erum þannig meðvitað að byggja upp eftir- væntingu fyrir afmælisfagnað hans.“ Árni Heimir undirstrikar að fjöl- breytnin sé að vanda mikil í bæði stíl og verkefnavali komandi starfsárs. „Við bjóðum upp á tónlist frá barokk- inu og klassíska tímanum til dagsins í dag,“ segir Árni Heimir og bendir á að sérstök áhersla sé lögð á íslenska tónlist. „Þannig förum við í tvær tón- leikaferðir til Evrópu þar sem Aerial- ity eftir Önnu Þorvaldsdóttur verður flutt á öllum tónleikum okkar í báðum ferðum. Það er ekkert launungarmál að Anna er orðin mjög stórt nafn í Hljómsveit á tímamótum  Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar 70 ára afmæli  Tónleikaferðir áberandi Morgunblaði/Arnþór Birkisson Evrópa „Þetta er í fyrsta skiptið sem við höldum röð tónleika í Bretlandi og lengsta tónleikaferð okkar í Evrópu síðan árið 1980.“ Árni Heimir Ingólfsson. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig? Sem liður í því að auka hlut kvenna á efnisskrá Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verða þrenn- ir tónleikar starfsársins helgaðir rússneska tónskáldinu Sofiu Gubaidulinu. „Hún hefur verið eitt fremsta kventónskáld í hinum vestræna heimi í um hálfa öld. Okkur fannst því upplagt að kynna verk hennar betur fyrir íslenskum áheyrendum,“ segir Árni Heimir og bendir á að þema tónleikanna þrennra sé að flétta saman tónverkum Gubaidulinu og landa hennar Sergejs Rakhman- ínov. „Þótt hann sé landi hennar er hann líklega eins langt frá hennar stíl og hægt er að komast. Samt eiga þau það sameiginlegt að vera útlagar frá Sovétríkjunum sálugu stóran hluta af sínum ferli,“ segir Árni Heimir og bendir á að á fyrstu tónleikunum í janúar verði flutt æskuverk tónskáldanna tveggja. Aðrir tónleikar raðar- innar verða í mars þar sem Vadim Gluzman flytur fiðlukonsertinn Offertorium eftir Gubaidulinu auk þess sem sinfónía nr. 2 eftir Rakhmanínov verður flutt. Á sein- ustu tónleikunum í júní verða flutt síðasta verk Rakhmanínov og eitt af allra nýjustu verkum Gubai- dulinu. „Tónlist Sofiu Gubai- dulinu býr yfir einhverjum and- legum krafti, sem er alltaf mjög erfitt að útskýra með orðum. Það mætti helst lýsa þessu sem fal- legum og innblásnum innri styrk. Þótt hún hafi mjög sterkt per- sónulegt tónmál heyrir maður líka áhrif annars staðar frá,“ seg- ir Árni Heimir og nefnir í því sam- hengi bæði Bach og Shostakovitsj. Í vetrarbæklingi SÍ má finna viðtal Árna Heimis við Gubaidul- inu, en hún veitir nær aldrei við- töl. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta viðtal og tel það til marks um að henni þyki vænt um að við séum að setja fókus á tónlist hennar,“ segir Árni Heimir og rifjar upp að hann hafi sent henni spurningar á rússnesku og fengið til baka handskrifuð svör Gubaidulinu sem fylltu um tíu blaðsíður. „Býr yfir andlegum krafti“ Tónskáld Sofia Gubaidulina. Páll Stefánsson ljósmyndari opnar ljósmyndasýninguna 1958 m í dag kl. 17 í nýju galleríi á neðri hæð verslunarinnar nomad sem er á horni Laugavegar og Frakkastígs. Eigandi nomad er ljósmyndarinn Ingimar Þórhallsson en hann stund- aði ljósmyndanám í University of the Arts í London. „Hugmyndin er að efla menningarlíf og list á Lauga- veginum en sýningarpláss af þessum toga eru ekki mörg í miðbænum. Það verður lærdómsríkt að fá ljós- myndara á borð við Pál Stefánsson til að opna sýninguna og hlakka ég til samstarfs við fleiri listamenn á komandi mánuðum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Páll hefur síð- ustu áratugi ferðast um allan heim og myndað mannlíf og landslag. Hann hefur gefið út 38 bækur og haldið einkasýningar víða um lönd. Nýtt gallerí opnað með sýningu Páls Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fyrstur Páll Stefánsson er fyrsti lista- maðurinn sem sýnir í hinu nýja galleríi. Alþjóðlegu org- elsumri í Hall- grímskirkju lýk- ur á morgun með tónleikum í kirkjunni sem hefjast kl. 17. Á þeim leikur Mattias Wager, organisti í Dóm- kirkjunni í Stokkhólmi, og verða á efnis- skránni verk eftir Oskar Lindberg, Johann Sebastian Bach, Florence B. Price, Wolfgang Amadeus Moz- art og Julius Reubke. Auk þess að starfa sem dómorg- anisti í Stokkhólmi hefur Wager komið fram á tónleikum, master- klassnámskeiðum og orgelhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu, kennt orgelleik og spuna við fjóra helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar. Hann hefur líka samið tónlist fyrir nokkur leikrit sem hafa notið vel- gengni og frá árinu 2017 kennt við The Royal Swedish Academy of Music. Hann hefur margoft komið til Íslands til að halda tónleika og taka upp hljómplötur auk þess að kenna. Hann er gestatónlistarstjóri Alþjóðlegs orgelsumars 2019 ásamt Herði Áskelssyni. Orgelsumri lýkur í Hallgrímskirkju Mattias Wager
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.