Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 53
klassíska tónlistarheiminum og því
fengur fyrir okkur að hún, sem er
staðartónskáld okkar, kemur með í
seinni ferðina og tekur virkan þátt í
tónleikakynningum og kennir mast-
erklassa við tónlistarháskóla.“
Fyrri ferðin verður farin til Þýska-
lands og Austurríkis 12.-17. nóv-
ember undir stjórn Daníels Bjarna-
sonar en sú seinni til Bretlands 8.-16.
febrúar undir stjórn Yans Pascals
Tortelier. „Þetta er í fyrsta skiptið
sem við höldum röð tónleika í Bret-
landi og lengsta tónleikaferð okkar í
Evrópu síðan árið 1980. Stórar tón-
leikaferðir okkar síðan þá hafa verið
til Bandaríkjanna í tvígang og síðan
Japans á síðasta ári,“ segir Árni
Heimir og bendir á að það hafi mikla
þýðingu fyrir SÍ að fá tækifæri til að
spila í Bretlandi og þýskumælandi
löndum.
„Í Englandi og þýskumælandi
löndum er miðpunktur tónlistar-
umfjöllunar á Vesturlöndum.
Stærstu klassísku tónlistartímarit
heimsins eru gefin út í Bretlandi og í
Þýskalandi er umræðan og saman-
burðurinn á mjög háu plani. Þannig
að öll gagnrýni sem við fáum þaðan er
mjög marktæk. Þegar við staðsetjum
okkur í heiminum skiptir máli að
þessi lönd viti af okkur og viti hvað
við getum,“ segir Árni Heimir og tek-
ur fram að tónleikaferðin til Þýska-
lands og Austurríkis komi til vegna
þess að Víkingur Heiðar Ólafsson er
staðarlistamaður Konzerthaus í Berl-
ín starfsárið 2019-2020. Á efnisskrá
tónleikanna er meðal annars píanó-
konsertinn Processions eftir Daníel
Bjarnason sem Víkingur frumflutti
fyrir um áratug.
„Við finnum fyrir miklum og sterk-
um áhuga á íslenskri tónlist og
íslenskri nýsköpun. Það er í raun um-
boðsmaður Vladimirs Ashkenazy,
sem einnig er umboðsmaður Daníels
og Víkings, sem skipuleggur þessa
tónleikaferð að eigin frumkvæði. Eins
og hann orðaði það þá ætti heimurinn
að fá að heyra þessa frábæru hljóm-
sveit leika verk eftir framúrskarandi
tónskáld. Við erum mjög stolt af þess-
ari ferð og stolt af því að geta nýtt
þetta sem vettvang til að kynna nýja
íslenska tónlist,“ segir Árni Heimir
og bendir á að íslenskt tónlist skipi
líka veglegan sess á tónleikum hljóm-
sveitarinnar hér heima á yfirstand-
andi starfsári.
Sannfærð um að veki lukku
„Í apríl frumflytjum við í samstarfi
við Íslenska dansflokkinn Aiõn eftir
Önnu Þorvaldsdóttur sem hún vann
með Ernu Ómarsdóttur, en verkið
var pantað í sameiningu af okkur og
Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar þar
sem það var frumflutt síðasta vor. Við
frumflytjum Glerhjalla eftir Svein
Lúðvík Björnsson á tónleikum í maí,
konsert fyrir hljómsveit eftir Snorra
Sigfús Birgisson og Harmóníkukons-
ert eftir Huga Guðmundsson í janúar.
Í júní flytjum við Yfirráðandi kyrrð
eftir Pál Ragnar Pálsson sem við höf-
um ekki leikið áður,“ segir Árni
Heimir og tekur fram að markmið
verkefnavalsnefndar sé að finna jafn-
vægi „milli verka sem allir þekkja og
öllum finnst gaman að heyra og verka
sem fólk þekkir kannski ekki fyrir-
fram en við erum sannfærð um að
muni vekja lukku“, segir Árni Heimir
og bendir á að þar leiki verk kven-
tónskálda sífellt stærra hlutverk.
Tónlistarsagan skakkt skrifuð
„Markmiði okkar um að auka hlut
kvenna á efnisskránni miðar vel. Þeir
tónleikar þar sem ekki er ýmist verk
eftir kventónskáld, kona að stýra tón-
leikunum eða leika einleik eru telj-
andi á fingrum annarrar handar,“
segir Árni Heimir og tekur fram að
það kalli á nokkra vinnu af sinni hálfu
að finna tónsmíðar kvenna frá fyrri
tímum. „Það felur í sér töluverða
rannsóknarvinnu að finna út – ekki
bara hvaða tónlist er til heldur hvað
er af þeim gæðum að okkur finnist
það eiga heima á okkar tónleikum.
Auk þess erum við háð því að nót-
urnar séu til á prenti.
Mér hefur þótt þetta mjög áhuga-
verður hluti af mínu starfi, að leita
langt aftur í aldur og finna bitastæðar
sinfóníur og önnur hljómsveitarverk
eftir konur fyrr á öldum. Þá uppgötv-
ar maður hvað tónlistarsagan hefur í
raun verið skakkt skrifuð og mjög
frambærileg kventónskáld aldrei ver-
ið nefnd á nafn,“ segir Árni Heimir og
tekur fram að gaman sé að geta boðið
upp á verk eftir Lili Boulanger í febr-
úar og fiðlukonsert eftir Jennifer
Higdon í september sem hún hlaut
Pulitzer-verðlaunin fyrir árið 2010.
„Við verðum með verk eftir tvær kon-
ur, Mariu Antoniu Walpurgis og
Önnu Amaliu af Braunschweig--
Wolfenbüttel, á barokktónleikum í
október sem mér finnst einstaklega
skemmtilegt. Gaman er einnig að
geta í fyrsta skiptið boðið upp á tvö
verk eftir kventónskáld á vínartón-
leikum sveitarinnar í janúar, en þar
er um að ræða verk eftir Mélanie
Bonis og Amy Beach. „Þar þurfti ég
virkilega að hafa fyrir því að leita, því
hafi konur einhvers staðar verið
jaðarsettar sem tónskáld gegnum
aldirnar er það í hinu íhaldssama
Austurríki. Konur létu því ekki að sér
kveða sem vínarvalsatónskáld.“
Þar sem starfsemi SÍ er afar um-
fangsmikil er eðlilega ekki hægt að
telja upp öll þau verk sem í boði
verða, flytjendur eða hljómsveitar-
stjóra í umfjöllun á borð við þessa. Í
ár verður boðið upp á sjö tónleika í
rauðu tónleikaröðinni sem ætluð er
þeim sem vilja hlusta á stóra sinfón-
íuhljómsveit í öllu sínu veldi leika
kröftuga og áhrifamikla tónlist, sjö
tónleika í gulu röðinni sem ætluð er
þeim sem vilja heyra fjölbreytilega
tónlist frá ýmsum tímum og fimm
tónleika í grænu röðinni þar sem boð-
ið er upp á vinsæla klassík af léttara
taginu. Undir merkjum Litla tón-
sprotans er boðið upp á ferna tón-
leika, m.a. Dimmalinn og tónleika
með lögum úr leikritum Thorbjørns
Egner, og föstudagsröðin inniheldur
þrenna tónleika. Þess utan býður SÍ
upp á barnastund, unga einleikara,
þematónleika, leikur á Myrkum
músíkdögum og kynnir uppskeru-
tónleika Yrkju svo fátt eitt sé nefnt.
Inntur eftir því hvaða listafólk
hann sé ánægðastur með að fá til
landsins í vetur svarar Árni Heimir:
„Ég er mjög ánægður með að fá
Hadelich, sem kemur fram á afmælis-
tónleikum hljómsveitarinnar. Hann
er einn færasti fiðluleikari heims í
dag og hefur náð ótrúlega miklu flugi
síðustu árin. Einnig er afar spenn-
andi að fá píanóleikarann Stephen
Hough til landsins, en hann leikur á
tónleikum í október. Loks verð ég að
nefna fiðluleikarann Vadim Gluzman
sem spilar fiðlukonsert Gubaidulinu.
Margir fiðluleikarar hafa þetta verk á
efnisskrá sinni nú til dags, enda allir
sammála um að þetta sé einn merki-
legasti fiðlukonsert síðustu 40 ára.
En ég held að það séu líka allir sam-
mála um að það flytji hann enginn
betur en Gluzman. Hann hefur gert
þennan konsert að sinni sérgrein.“
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019
Líkt og greint var frá fyrr í sumar
hefur finnski hljómsveitarstjórinn
Eva Ollikainen verið ráðin í stöðu
aðalhljómsveitarstjóra og listræns
stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Íslands (SÍ) til fjögurra ára frá og
með hausti 2020. Á yfirstandandi
starfsári stjórnar hún tvennum tón-
leikum með hljómsveitinni, annars
vegar í nóvember og hins vegar í
mars en seinni tónleikarnir eru 70
ára afmælistónleikar SÍ.
„Við erum afar ánægð með að
hafa fengið hana til liðs við okkur,“
segir Árni Heimir og heldur áfram:
„Hún er frábær hljómsveitarstjóri,
bæði tæknilega og músíkalskt. Hún
sameinar það að hafa breiða nálgun
í stíl, alveg frá 18. öld og yfir í krefj-
andi nútímaverk, á sama tíma og
hún er mjög forvitin að kanna
óþekktari slóðir í sambandi við
verkefnaval sem okkur finnst mjög
spennandi,“ segir Árni Heimir og
rifjar upp hversu gott samstarfið
við Ollikainen hefur verið á umliðn-
um árum, en hún hefur stjórnað
hljómsveitinni reglulega frá árinu
2005.
„Þegar við báðum hana að stýra
„Okkar áheyrendur eru forvitnir“
Fengur að ráða Evu Ollikainen sem aðalhljómsveitarstjóra
Stjórnandi Eva Ollikainen.
tónleikum í febrúar 2019 þar sem
Andreas Brantelid lék sellókonsert
eftir Elgar spurðum við hana
hverju öðru hana langaði að stjórna
á þeim tónleikum. Hún bað um að
fá að stjórna sinfóníu nr. 3 eftir
Lutoslawski, sem er kröfuhart nú-
tímaverk fyrir bæði hljómsveitina
og tónleikagesti. Mig hafði lengi
langað til að setja þetta verk á dag-
skrá en ekki fundið því stað né
stund áður, svo við slógum bara til.
Hún upplýsti okkur þá um það að
hún hefði lengi beðið atvinnu-
hljómsveitir um að fá að stjórna
þessu verki og við værum fyrsta
hljómsveitin sem tæki jákvætt í það.
Ástæða annarra hljómsveita fyrir
því að vilja ekki setja þetta verk á
dagskrá var yfirleitt að menn ótt-
uðust að geta ekki selt nógu marga
miða,“ segir Árni Heimir og rifjar
upp að Ollikainen hafi hrifist af við-
tökum íslenskra áheyrenda. „Selló-
konsertinn var fyrir hlé og Ollikai-
nen var hissa á því að enginn
tónleikagesta hefði farið heim í
hléi, eins og víða þekkist erlendis,“
segir Árni Heimir og tekur fram að
hann sé sannfærður um að þetta
hafi ráðið úrslitum við ráðningu
hennar.
„Henni finnst okkar sýn á verk-
efnaval og uppbyggingu efnisskráa
áhugaverð og henni finnst ánægju-
legt hvað áheyrendur okkar eru í
eðli sínu forvitnir. Þeir vilja ekki
bara heyra alltaf sömu fáeinu verk-
in í nýjum uppröðunum. Það dýr-
mætasta sem hljómsveitir eiga er
traust tónleikagesta og það ávinnur
maður sér yfir langan tíma. Ég held
að við höfum sýnt það í gegnum ár-
in að við bjóðum upp á vandaðan
flutning, áhugaverð prógrömm og
leggjum okkur fram við að gera
hlutina vel. Fyrir vikið eru tónleika-
gestir okkar opnir fyrir nýjungum,
sem er alls ekki sjálfgefið.“
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í Reykjavík og að
vanda er dagskráin þéttskipuð og boðið upp á viðburði
sem heyra undir allar listgreinar og hönnun. Hér verða
nokkrir viðburðir af dagskránni nefndir.
Tvennir tónleikar verða í Leynigarðinum, Skólavörðu-
stíg 4 c, kl. 14 og 16. Á þeim fyrri verða fluttar þýðingar
Benónýs Ægissonar á erlendum úrvals dægurlagatextum
og söngkvæðum en á þeim seinni ræður sveiflan í anda
Djangos Reinhardts ríkjum. Skammt frá, í Ásmundarsal,
verður útgáfufögnuður vegna tímaritsins Upp í hæstu
hæðir en í því eru sögu Skólavörðuholtsins gerð skil.
Hljómsveitin Bjartar sveiflur leikur fyrir gesti hressileg
tökulög og í salnum stendur yfir sýningin Varðað. Fjörið
hefst kl. 17. Í Listasafni Reykjavíkur verður mikið um að
vera, frítt inn á sýningar og boðið upp á leiðsagnir, smiðj-
ur, leiki og fleiri viðburði fyrir fjölskylduna. Í Þjóðminja-
safni og Safnahúsi verður einnig dagskrá og samtökin
STEF bjóða til STEFnumóts við fjögur söngvaskáld í
bakgarði höfuðstöðva sinna á Laufásvegi 40 kl. 16-18.
Fram koma Jóhann Helgason, Una Stef., Auður og Krist-
ín Þóra Haraldsdóttir og boðið verður upp á kaffi.
Ilmandi sýning og tónleikar á svölum í heimahúsi
Fischer gallerí og ilmvatnsbúð í Fischersundi tekur líka
þátt í Menningarnótt en systurnar Lilja og Sigurrós og
bróðir þeirra Jónsi, þekktastur sem söngvari Sigur Rósar,
hafa unnið með ilmolíur síðustu sex ár og selt í búðinni.
Þau hafa síðasta árið verið að vinna að ilmsögusýningu
sem verður opnuð í dag á Menningarnótt. Fá gestir að
þefa af Íslandssögunni, t.d. brunanum í Eden og búsá-
haldabyltingunni. Ilmir eru eftir Fischer, tónlist eftir
Kjartan Holm og texti saminn fyrir sýninguna eftir Vil-
borgu Bjarkadóttur.
Í Bíó Paradís við Hverfisgötu verður haldin sýning á öll-
um veggspjöldum sem gerð hafa verið vegna sýninga
Svartra sunnudaga og verða einnig eintök af þeim til sölu.
Í grafíksalnum í Hafnarhúsi verður opin sýning Mar-
grétar Jónsdóttur, Forkostulegt og fagurt, frá kl. 14 og á
Hard Rock verður dansteiti og ýmsir dansar stignir og
kenndir, m.a. zumba og magadans. Tónlistarhátíðin
Rauðagerðisbrekkan 2019 verður haldin á svölunum á
Rauðagerði 16 kl. 15 og koma þar fram fimm hljómsveitir
sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast Ármanni Guð-
mundssyni, sem þekktastur er fyrir að vera meðlimur
Ljótu hálfvitanna. Kaupmaðurinn á horninu nefnist sýn-
ing sem Sigríður Marrow opnar í Skoti Ljósmyndasafns
Reykjavíkur kl. 18 og fjallar um hverfandi menning-
arheim kaupmannana á horninu. Una útgáfuhús og
Blekfjelagið efna til bókmenntahátíðar í Gröndalshúsi kl.
13- 22.30 þar sem fagnað er mikilli grósku í bókmenntum
og sjálfstæðri bókaútgáfu og fjöldi höfunda verður með
upplestur.
Hér hafa aðeins fáir viðburðir verið nefndir og dagskrá
Menningarnætur má finna á menningarnott.is/dagskra.
Menningarveisla í borginni
Stuðboltar Hljómsveitin Bjartar sveiflur.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is