Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 60

Morgunblaðið - 24.08.2019, Síða 60
Samsýningin Valheimur verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16. Á henni sýna saman tveir ungir myndlistarmenn, Matthías Rúnar Sigurðsson og Sigurður Ámunda- son. Báðir sækja innblástur í epísk- ar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir og verk þeirra segja sög- ur og tendra ímyndunaraflið. Matthías og Sigurður eiga að baki myndlistarnám við Lista- háskóla Íslands en vinna með ólíka miðla. Opnun Valheims Matt- híasar og Sigurðar LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Nú þegar nákvæmlega 11 mánuðir eru þar til eldurinn verður tendr- aður á ólympíuleikvanginum í Tókýó í Japan er vert að velta vöngum yfir því hvaða Íslendingar koma til með að njóta þar sviðsljóssins á því sem kalla má stærsta svið íþróttanna. Ítarlega fréttaskýringu um málið er að finna á íþróttasíðum blaðs- ins í dag. »48-49 Hverjir gætu komist inn á Ólympíuleikana? Sinfóníuhljómsveit Íslands býður landsmönnum á tvenna tónleika í dag á Menningarnótt undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Klukkan 15 heimsækir Maxímús Músíkús hljómsveitina og kl. 17 verða maraþontónleikar þar sem flutt verður hressileg tónlist til heiðurs hlaupagörpum dagsins. Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi SÍ, ræðir komandi starfsár hljómsveitarinnar í ít- arlegu viðtali á menn- ingarsíðum blaðsins í dag. »52 Opið hús hjá Sinfóníu- hljómsveitinni í dag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hinrik Haraldsson, rakari á Akra- nesi, hefur starfað við iðnina í nær 60 ár en er farinn að draga saman seglin. „Kúnnarnir segja að ég megi ekki hætta á undan Jóni Hjart- arsyni, læriföður mínum, og þegar hann hættir á ég að minnsta kosti tíu ár eftir til að ná honum,“ segir Hinni rakari, eins og hann er gjarn- an kallaður. Sagt er að elsta rakarastofa landsins, sem alltaf hefur verið á sama stað, sé á Vesturgötu 57 á Akranesi. Húsið var byggt um 1924 og þar var símstöðin 1925 til 1934. Árni B. Sigurðsson opnaði rakara- stofu í húsinu 1937, Geirlaugur, son- ur hans, tók síðar við starfseminni og Hinni keypti aðstöðuna og hóf rekstur 1. október 1965. Draumur varð að veruleika „Þegar ég var smápolli var ég alltaf ákveðinn í því að verða rakari og skömmu fyrir fermingu sagði Ari Guðjónsson, rakari hérna í bænum, mér að ég ætti að vera lærlingur hjá sér,“ segir Hinni. „Skömmu síð- ar flutti hann suður og þá keypti Jón stofuna af honum, en þegar ég var 18 ára komst ég að hjá Jóni.“ Hann bætir við að áður hafi Jón út- skrifað lærling, sem hafi síðan flutt í Borgarnes, og það hafi auðveldað sér að láta drauminn rætast á heimaslóðum. Hinni segir að vinnan hafi fylli- lega staðið undir væntingum. „Þetta er lifandi starf, maður hittir marga og það er alltaf líf og fjör í kringum mann.“ Hann segir að helsta um- ræðuefnið sé knattspyrnan á sumr- in og pólitíkin sé aldrei fjarri. „Á hverjum morgni koma nokkrir menn til mín í kaffisopa á stofuna og eru hjá mér að spjalla um daginn og veginn í klukkutíma eða meira. Það er því ekki ofsögum sagt að segja að rakarastofur geta verið nokkurs konar félagsmiðstöðvar.“ Hann segir ekkert mál hafa verið að fara í samkeppni við læriföð- urinn. „Jón var mjög almennilegur við mig og leyfði mér meira að segja að fara áður en ég var alveg búinn að læra. Svo var hann próf- dómari minn, þegar ég tók sveins- prófið.“ Nokkrar hárgreiðslustofur eru á Akranesi en aðeins þrjár rakara- stofur. Auk Jóns og Hinna rekur Gísli Jón Guðmundsson Hársnyrti- og rakarastofu Gísla. Hinni segir að Skaginn beri vel þrjár stofur og bendir á að engin rakarastofa sé í Borgarnesi og reyndar ekki fyrr en komið sé til Villa Valla á Ísafirði og svo á Akureyri. „Ég held að þetta sé rétt hjá mér enda fáum við rak- ararnir á Skaganum kúnna víða að,“ segir hann. „Til mín koma til dæmis kúnnar úr Borgarfirði, vestan af Nesi, frá Hólmavík og víðar og ég held að sama eigi við um hina.“ Haraldur Hinriksson, sonur Hinna, er líka rakari, og leysir föð- ur sinn af, þegar á þarf að halda en er einnig í hlutastarfi í Reykjavík. „Ég veit ekki hvenær ég hætti og gef engin loforð, en ég verð eitthvað áfram,“ segir Hinni. Lærlingur og læri- faðir á sama báti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hársnyrting Hinriks Hinrik Haraldsson, Hinni rakari, fyrir utan stofuna.  Hinni rakari hefur starfað við iðnina á Akranesi í nær 60 ár Félagsmiðstöð Hallgrímur Þór Hallgrímsson og Guðmundur Skarphéð- insson ræða við Hinna um helstu málefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.