Morgunblaðið - 29.08.2019, Page 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2019
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á sumarhusavorn.is
Mánudaginn 19.8.
sl. ritar Stefán Arn-
órsson grein í Morg-
unblaðið undir yfir-
skriftinni „ESB og
íslenskar orkulindir“.
Í greininni gætir víða
alvarlegs misskilnings
um eðli raforku-
viðskipta, raforku-
markaða og um 3.
orkupakka Evrópu-
sambandsins (ESB).
Þennan misskilning finn ég mig
knúinn til að leiðrétta og útskýra
jafnframt ýmislegt í viðskiptum
með rafmagn, sbr. 3. orkupakkann
sem nefndur verður hér O3.
Í fyrsta lagi segir Stefán að eftir-
litsstofnunin ACER „geti tekið
lagalega bindandi ákvarðanir um
nýtingu orkulinda“. Þetta er mis-
skilningur, ACER stjórnar ekki
orkunýtingu né viðskiptum með
orkuna sjálfa, hvorki vatnsorku né
jarðvarma til raforkuvinnslu. Eig-
endur orkulindanna hafa bæði með
eða án O3 ávallt full yfirráð um nýt-
ingu sinna eigna. Þegar orkurétt-
indin eru í eigu ríkisins geta stjórn-
völd alltaf lagt á auðlindagjald, líka
þegar virkjunin sjálf er einkarekin.
Slíkt gjald er nú lagt á í Noregi og
er tæp 40% af mismuni tekna í raf-
orkukauphöll og gjalda skv. bók-
haldi. Einkaeigandi orkuréttinda
getur líka ávallt ráðið hvort hann
virkjar sjálfur eða selur eða leigir
réttindin til virkjunaraðila, nema
auðvitað þau hafi verið tekin eign-
anámi.
Margir hafa misskilið þetta hlut-
verk ACER, sem er lýst í skjali
713/2009 úr O3. Það liggur líklega
aðallega í að gera ekki greinarmun,
annars vegar á vettvangi við-
skiptanna, þ.e. raforkuflutnings- og
dreifikerfinu og síðan viðskiptunum
með vöruna sem er keypt og seld.
Það er ekki sama rafleiðslur og raf-
magnið sem um þær fer. Hlutverk
ACER lýtur einkum að hinu fyrr-
nefnda, háspennta flutningskerfinu,
bæði innan landa og milli landa, en
ekki viðskiptunum með vöruna sem
er flutt. Það eykur líka
á vandann að átta sig á
viðskiptunum að raf-
magn er einstök,
ósýnileg vara sem
ferðast milli seljanda
og kaupanda á ljós-
hraða. Rafmagnið er
ekki hægt að geyma
nema í litlum mæli og
því er það afhent um
leið og það er fram-
leitt. Slík viðskipti
kalla á þétt regluverk
til að tryggja okkur,
t.d. fyrir byrjendamis-
tökum eins og gerð voru í Kali-
forníu í kringum árið 2000 eins og
frægt varð í gjaldþroti Enron.
En þetta grundvallaratriði á öll-
um raforkumörkuðum, ekki síst
innan ESB/EES, aðskilnaður
rafmagnsins frá rafleiðslunum sem
flytja það, tryggir að aðili sem
hugsanlega mundi vilja leggja sæ-
streng til Íslands verður að vera al-
gjörlega óháður bæði íslenskum
seljanda orkunnar og erlendum
kaupanda hennar. Sæstrengsfyr-
irtækið getur því ekki komið hér og
keypt orku, sameiginleg eignarhald
flutnings-, vinnslu- og sölufyrir-
tækja er algerlega óheimilt.
Skoðum nánar áðurnefndan vett-
vang og viðskiptin á honum. Þá er
gott að hafa í huga dæmi sem við
skiljum betur úr annarri dálítið
sambærilegri starfsemi. T.d. setur
Alþjóða flugmálastofnunin sam-
ræmdar reglur og staðla um áætl-
unarflug víðs vegar um heiminn til
að tryggja öryggi og virkni í al-
þjóðaflugi. Undir þessar reglur
verðum við að beygja okkur ef flug-
ið á að virka. Stofnunin er hins veg-
ar ekkert með puttana í vörunni
sem verið er að flytja (farþegum,
fragt) né samkeppni um hvernig
nýrra markaða er aflað eða verð-
lagningu flugsæta. Þetta sýnir því
að sameiginlegt regluverk um inn-
viði er ekki hið sama og þau frjálsu
viðskipti sem innviðirnir gera
möguleg.
Kannski er enn betra dæmi vega-
kerfið og síðan þær vörur sem flutt-
ar eru um það í innbyrðis sam-
keppni flutningafyrirtækja. Þótt
t.d. Vegagerðin hafi eftirlit með
gæðum vega og tryggi innviðina er
hún ekki með puttann í viðskiptum
með vörur sem ganga kaupum og
sölum og fluttar eru með flutn-
ingabílum. Að halda slíku fram er
svipað og segja að ACER sé að
ásælast orkulindir eða orkuna
sjálfa.
Í öðru lagi heldur Stefán því
fram í grein sinni að skv. O3 megi
ekki gera tvíhliða samninga um við-
skipti með rafmagn. Það er alrangt,
tvíhliða samningar eru algengir
innan orkusamstarfs ESB, eins og
best sést í ársfjórðungslegum
skýrslum ESB um raforkumarkaði
í Evrópu.
Í þriðja lagi furðar Stefán sig á
skilgreiningu rafmagns sem vöru.
Ég spyr: Hvað annað getur raf-
magn verið? T.d. á Íslandi þar sem
um 83% þess eru seld til erlendra
fjárfesta er reka hér stóriðjufyr-
irtæki. Varla mundi slíkt teljast op-
inber þjónusta. Sannleikurinn er sá
að rafmagn hefur verið meðhöndlað
sem vara á samkeppnismarkaði í
flestum heimshlutum árum og ára-
tugum saman. Yfir 30 ár eru síðan
sú þróun hófst m.a. í Noregi þar
sem Norðmenn settu sér þá það
markmið að gera sem mest verð-
mæti úr norskum vatnsorkulindum.
Hér á landi er hins vegar haldið
fram fullum fetum þeirri furðulegu
skoðun að gera sem minnst verð-
mæti úr orkulindunum og að „ork-
an okkar“ sé selt á sem lægstu
verði. Flestir sjá vonandi að slíkt
getur ekki staðist sem þáttur í ís-
lenskri orkustefnu.
Raforkumarkaðir
og íslenskar orkulindir
Eftir Egil Benedikt
Hreinsson »Rafmagn hefur verið
meðhöndlað sem
vara á samkeppnis-
markaði í flestum
heimshlutum árum og
áratugum saman.
Egill Benedikt
Hreinsson
Höfundur er rekstrar- og rafmagns-
verkfræðingur og prófessor emeritus
í raforkuverkfræði og raforku-
hagfræði.
egill@hi.is
Ég kom til Seyðis-
fjarðar sumarið 1984
til að undirbúa tölvu-
námskeið með Apple
IIE-vélum og kynna
heimafólki þá bylt-
ingu sem þá var í
uppsiglingu. Að koma
úr rigningunni úr
Reykjavík og á þenn-
ann dýrðarstað var
ógleymanleg upplifun.
Stafalogn og suðrænt veður og
fólkið tók á móti okkur eins og
hér væru þjóðhöfðingjar á ferð.
Síðan hefur Seyðisfjörður með sín-
um háu fjöllum og fallegu húsum
skipað viðhafnarsess í mínum
huga.
Einangrun Seyðisfjarðar hefur
lengi verið Gordíonshnútur sem
þarf að leysa.
Einar Þorvarðarson, fyrrver-
andi yfirmaður Vegagerðarinnar á
Austurlandi, skrifaði nýlega í
Morgunblaðið afar athyglisverða
grein um fyrirhuguð jarðgöng á
Mið-Austurlandi. Hann gagnrýnir
skýrslu nefndar samgönguráð-
herra og alþjóðlega fyrirtækisins
KPMG um jarðgöng á Mið-Aust-
urlandi en nefndin leggur til að
grafin verði jarðgöng undir Fjarð-
arheiði og seinna tvenn göng frá
Seyðisfirði til Norðfjarðar. Einar
bendir á ódýrari og miklu betri
lausn sem hentar öllu svæðinu.
Einar er vel menntaður heima-
maður og gjörkunnugur stað-
háttum og menningu svæðisins.
Hann bendir réttilega á að ólík-
legt er að rándýr risagöng undir
Fjarðarheiði fái framgang vegna
annarra brýnna verkefna í vega-
gerð. Reikningurinn hljóðar uppá
64 milljarða.
13 km löng göng undir Fjarð-
arheiði kosta 35 milljarða króna
og leysa aðeins eitt vandamál þ.e.
útrýmir árlegum 17 heilum eða
hálfum ófærðardögum um heiðina
um háveturinn þegar umferð er
lítil.
Ráðlegging hins alþjóðlega bók-
haldsfyrirtækis ber vott um tak-
markað samráð við heimamenn og
litla virðingu fyrir fjármunum rík-
issjóðs.
Einar vill setja göngin frá Seyð-
isfirði til Norðfjarðar í forgang því
sú framkvæmd tekur miklu styttri
tíma og skapar frábær sóknar-
tækifæri fyrir íbúana svo sem í
ferðaþjónustu og fiskirækt og
bætir samgöngur milli byggða-
kjarnanna. Ennfremur opnar þessi
lausn fyrir fullkomið ferðaöryggi
milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.
Þá verður til nýr túristahringa-
vegur um firðina sem er kærkom-
ið tækifæri fyrir ís-
lenska sem erlenda
ferðamenn. Uppbygg-
ing ferðaþjónustu og
laxeldis í fjörðunum
verða framtíðar-
atvinnuvegir Aust-
firðinga og greiðar
samgöngur eru lyk-
ilatriði í þeirri fram-
farasókn.
Myndin sýnir vænt-
anlegan hringveg
milli austfirsku
fjarðanna. Rauðu punktarnir eru
byggðakjarnar sem tengjast
hringveginum. Hringurinn er 90
km langur og margt forvitnilegt í
náttúrunni ber fyrir augu. Tilvalið
er að heimsækja kaupstaðina og
skoða ýmsa merkisstaði í ferðinni.
Ferð um austfirska túrista-
hringinn sem gæti tekið 6-7
klukkustundir er vafalaust kær-
komið tækifæri fyrir ferðafólk og
gesti sem koma með Norrænu.
Kostir við að byrja ganga-
gerðina með tvennum göngum
milli Seyðisfjarðar og Norð-
fjarðar:
1) Helmingi ódýrari og fljótvirkari
lausn en tillaga KPMG.
2) Nýr spennandi ferðahringvegur
verður til um austfirsku firðina.
3) Mjóifjörður verður í kallfæri og
nýtist vel til búsetu, fiskeldis og
ferðamennsku.
4) Örstutt er fyrir Seyðfirðinga að
sækja læknisþjónustu til Norð-
fjarðar.
5) Gefur góð fyrirheit um sam-
vinnu og samruna sveitarfélaga
á Austfjörðum.
6) Opnar heilsársveg frá Seyðis-
firði til annarra byggðakjarna.
7) Síðar mætti tengja Firðina bet-
ur við Héraðið og það er ódýr-
ast með göngum undir Mjóa-
fjarðarheiði.
Líklegt verður að telja að ríkis-
sjóður sjái sér ekki fært að setja
nema hámark 30 milljarða í þetta
verkefni á næstu áratugum og þá
fer best á því að heimamenn ráði
för og velji á milli hringtenging-
unnar milli fjarðanna og Fjarðar-
heiðarganga.
Ný jarðgöng á
Mið-Austurlandi
skipta miklu máli
Eftir Ellert
Ólafsson
»Ráðlegging hins
alþjóðlega bókhalds-
fyrirtækis ber vott um
takmarkað samráð við
heimamenn og litla
virðingu fyrir fjár-
munum ríkissjóðs.
Ellert Ólafsson
Höfundur er verkfræðingur og
áhugamaður um blómlegt mannlíf á
landsbyggðinni.
Eskifjörður
Seyðisfjörður
Egilsstaðir
Reyðarfjörður
Hringvegur á Mið-Austurlandi
Göng milli Seyðisfjarðar
og Mjóafjarðar, 5,5 km
Göng milli Mjóafjarðar
og Norðfjarðar, 6,8 km
Síðar: Vegur og
göng undir Mjóa-
fjarðarheiði, 9 km
Vegur um Fjarðarheiði ófær hluta
dags að meðaltali 17 daga á ári
Hringvegur
Um 90 km
Neskaupstaður