Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 6
SAK AMÁL Magnús Stefán Jónas- son, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar er í ákæru sakaður um fjárdrátt, peningaþvætti og umboðssvik þegar hann sat í stóli skrifstofustjóra Sparisjóðsins á Siglufirði. Upphæðirnar nema rúmlega f immtíu milljónum króna þar sem hann á að hafa millifært fjár- muni á eigin reikninga og vanda- manna, svo sem son sinn, og veitt innistæðulaus lán til einstaklinga. Málið gegn honum verður tekið fyrir næstkomandi þriðjudag í hér- aðsdómi norðurlands eystra. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem fjöldi manna frá sérstökum saksóknara kom til Siglufjarðar og hóf húsleitir í bænum við rannsókn málsins. Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum sak- sóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. Í ákæru á hendur Magnúsi og fyrirtækinu Bási er varpað ljósi á hvernig hann vann að fjárdrætt- inum sem hófst árið 2010. Ákæran er yfirgripsmikil í tíu liðum. Fyrstu sjö kaflar ákærunnar fara ítarlega yfir meint brot Magnúsar í starfi þar sem hann er ákærður fyrir fjárdrátt og/eða umboðssvik. Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru Fyrrum skrifstofustjóri Sparisjóðsins á Siglufirði og forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð er ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peninga- þvætti. Fjórtán bankareikningar voru frystir. Málið tekið fyrir í næstu viku. Við fögnum afmæli! KRINGLUNNI / SMÁRALIND AFS LÁT TUR af afmælislínu30% Hafáherslur í formennskum Íslands í Norðurskautsráðinu, Norrænu ráðherranefndinni og samstar utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Norræna húsinu, mánudaginn 7. október 2019 kl. 10.00 – 12.30 Dagskrá: Kl. 10:00 – 10:10 Afmælisávarp Björg Thorarensen, prófessor, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Kl. 10:10 – 10:30 Formennskuáætlun Norðurskautsráðsins og málefni hafsins Einar Gunnarsson, sendiherra, formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins Kl. 10:30 – 10:45 Hað í formennsku Íslands í Norrænu ráðherra- nefndinni og samstar utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Geir Oddsson, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins Kl. 10:45 – 11:00 Bláa hagkerð Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Kl. 11:00 – 11:15 Aðgerðir gegn plastmengun í norðurhöfum Magnús Jóhannesson, sérlegur ráðgja í norðurskautsmálum í utanríkisráðuneytinu Kl. 11:15 – 11:30 Sóknarfæri til orkuskipta í höfnum Sigríður Ragna Sverrisdóttir, verkefnastjóri, Klappir Grænar Lausnir Kl. 11:30 – 11:45 Pólkóðinn og öryggi í siglingum á norðurslóðum Sverrir Konráðsson, fagstjóri í siglingamálum á Samgöngustofu Að loknum umræðum og fyrirspurnum verður boðið upp á léttar veitingar. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Hað bláa hað Málstofa í tilefni af 20 ára afmæli Hafréttarstofnunar Íslands Málið, sem snýst um yfir 50 milljón króna fjársvik, skók samfélagið á Siglufirði á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í fyrstu köf lum ákærunnar er ljósi beint að því hvernig Magnús á að hafa dregið verktakafyrirtækinu Bás ehf., samtals 48 milljónir króna með ýmsum gjörningum. Sam- kvæmt ákærunni millifærði hann fjármuni úr þrotabúi fyrirtækis og myndaði þar með skuld í því þrotabúi auk þess að millifæra beint af bókhaldslyklum sparisjóðsins. Í þriðja tölulið er Magnús ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér og öðrum velunn- urum samtals tæpar fjórar milljónir króna með ólöglegum hætti. Til að mynda á Magnús að hafa stolið söluandvirði tveggja lyftara og fiskvinnsluvéla og búnaðar sem seld voru í gegnum sama einka- hlutafélagið. Setti hann féð bæði inn á eigin reikninga sem og reikn- ing sonar síns. Einnig millifærði hann gjöf til hestamannafélagsins á Siglufirði. Í f jórða til og með sjöunda kaf la ákærunnar er Magnús svo ákærður fyrir að hafa stolið fé af öðrum fyrirtækjum og millifært fjármagn frá þeim yfir á reikninga í eigin eigu. Einnig á Magnús að hafa framið umboðssvik með því að hafa mis- notað aðstöðu sína og stefnt fjár- munum sjóðsins í hættu. Á hann að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Hækkaði hann yfir- drátt fjögurra einstaklinga um 20 milljónir króna samanlagt og milli- færði þá fjárhæð jafnharðan inn á reikning einkahlutafélags í bænum. Lánveitingin var afgreidd af Magn- úsi án samþykkis lánanefndar sjóðsins. Lánveitingin hefur ekki fengist nema að hluta til endurgreidd. Þá hefur skiptum á þrotabúi einka- hlutafélagsins verið lokið án þess að nokkuð hafi komið upp í lýstar kröfur í búið. Að endingu er svo Magnús ákærð- ur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé og breytt í bankainnistæðu á eigin reikning- um. Samtals eru það rúmar 10 millj- ónir króna. sveinn@frettabladid.is HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook STJÓRNMÁL Heildarkostnaður við starfsfólk á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á síðasta ári var 597,5 milljónir króna. Að meðtaltali störfuðu 55 starfsmenn á skrifstof- unni í 51 stöðugildi að stjórnendum og embættismönnum meðtöldum. Þetta kemur fram í svari Lóu Birnu Birgisdóttur, sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinn- ar, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins um heildar- kostnað starfsfólks á skrifstofunni á síðasta ári. Svarið við fyrirspurninni var lagt fram á fundi borgarráðs í vikunni. Skrifstofan skiptist í mannauðs- deild, upplýsingadeild, Borgar- Móðgun við borgarbúa skjalasafn og tölfræði og greiningu. Heildarlaunakostnaðurinn, 597,5 milljónir króna, skipti í 485,8 millj- ónir og launatengd gjöld 111,7 millj- ónir. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisf lokksins í borginni, segir að þessi kostnaður sé móðgun við borgarbúa. „Það er víða bruðlað í borginni og það kemur ekki á óvart þegar borgarstjóri fer fram með þessu fordæmi. Dagur B. Eggerts- son er einn launahæsti borgarstjóri heims og rekur líklega dýrustu skrif- stofu borgarstjóra í heimi. Umfang skrifstofu borgarstjóra er til dæmis margfalt á við skrifstofu forsætisráð- herra,“ segir Eyþór. -bþ Dagur B. Eggerts- son er einn launa- hæsti borgarstjóri heims og rekur líklega dýrustu skrifstofu borgarstjóra í heimi Eyþór L. Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins Málið komst upp fyrir slysni því eftir fyrirspurn frá sérstökum saksóknara í alls óskyldu máli kom upp rökstuddur grunur um fjárdrátt skrifstofustjórans. 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -C F 2 0 2 3 E 6 -C D E 4 2 3 E 6 -C C A 8 2 3 E 6 -C B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.