Fréttablaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 68
Það er óskaplega mikið mál að flytja og á öllum stigum ferlisins þarf að leggja á sig mikla vinnu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Þá er ekki verra að hafa nokkrar ágætar reglur til hlið- sjónar sem geta hjálpað manni, f lýtt fyrir og sparað erfiði. Vefur- inn freshome.com birti nokkrar góðar ráðleggingar sem er vert að hafa í huga þegar kemur að því að flytja og skreyta nýja slotið. Þú þarft ekki að taka allt með Þegar maður flytur áttar maður sig á því að maður á miklu meira af dóti en maður hélt og að mikið af því hefur ekki verið notað lengi, jafnvel árum saman. Það kostar tíma, orku og peninga að flytja allt þetta dót, þannig að það borgar sig að hreinsa vel út áður en hafist er handa við flutningana. Það er of mikil vinna að losa sig við allt aukadótið og pakka því sem er eftir í einum rykk. Það borgar sig að nálgast þetta sem tvö ólík verkefni og byrja að taka til og hreinsa út nokkrum vikum áður en flutningar hefjast. Þá verður miklu minna mál að pakka niður. Húsgögn passa misvel í ólíkar íbúðir Margir lenda í vandræðum með að láta gömlu húsgögnin passa í nýju íbúðina. Þess vegna borgar sig að kaupa húsgögn sem eru í klass- ískum stíl, hlutlausum litum og skiptast í einingar, svo þau passi í ólík herbergi. Svo er hægt að nota áberandi eða litsterka skrautmuni til að gefa húsgögnunum smá fútt. Það er mun ódýrara að kaupa litríka aukahluti en að þurfa að kaupa nýjan sófa af því að sá gamli hentar ekki stílnum í nýrri íbúð. Þung húsgögn eru ekki vinur þinn Hér áður fyrr voru bein tengsl milli þyngdar og gæða þegar kom að húsgögnum, en það hefur breyst vegna framfara í framleiðslu og hráefnanotkun. Það er líka eigin- lega sama hversu fallegur hann er, níðþungur sófi verður fljótt miklu minna spennandi þegar maður neyðist til að burðast með hann upp og niður stiga. Fimm ráð fyrir flutninga Það finnst engum auðvelt eða skemmtilegt að flytja og yfirleitt gerir fólk það með svo löngu milli- bili að margar góðar lexíur gleymast á milli skipta. Hér eru fimm ráð sem er gott að hafa í huga. Það getur verið flókið verkefni að flytja þannig að rétt vinnubrögð geta sparað mikla vinnu. Það finnst fáum gaman að burðast með þung hús- gögn, svo það er gott að reyna að kaupa létta og meðfærilega muni. MYNDIR/GETTY Það borgar sig að ganga sem best frá sem allra fyrst, svo maður endi ekki með að garfast í hálfuppsettri íbúð. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Í stað þess að þurfa að velta fyrir þér hvort þú viljir frekar henda stóru húsgögnunum en að flytja þau er best að hafa þetta í huga þegar húsgögnin eru keypt. Lífið verður auðveldara ef maður reynir að kaupa vönduð húsgögn úr léttum efnum, líka þegar þú þrífur eða breytir skipulaginu heima hjá þér. Settu allt upp með besta móti Það kemur stundum fyrir þegar fólk er að selja heimilið að það fellur fyrir því upp á nýtt. Þegar búið er að laga til og heimilið skartar sínu fegursta til að sýna það kemur oft í ljós að það er fallegra en fólk hafði vanist. Með tímanum getur viðhald farið forgörðum og ýmsir ósiðir myndast í umgengni. Þegar maður raðar og setur upp nýtt heimili er engin ástæða til að reyna ekki að láta það líta út eins og fyrirmyndarheimili, í stað þess að láta hlutina bara ganga upp og ætla svo að hugsa um þetta síðar. Það borgar sig að ganga vel frá öllum hlutum og skreyta hvert einasta heimili með réttri blöndu af aukahlutum og litasamsetningum. Þá þarf bara að viðhalda því. Svo er hægt að kveikja á ilmkertum og njóta heimilisins í sinni bestu mynd í stað þess að vera að vand- ræðast í hálfuppsettu húsnæði vikum eða jafnvel mánuðum saman. Sinntu viðhaldsvinnu strax Þessi ábending rímar við þessa hér á undan. Það er algengt að fólk klári seint að opna síðustu kassana eða sé með einhver ókláruð viðhalds- verkefni löngu eftir að það flytur inn í nýja íbúð. Það borgar sig að ráðast strax í öll þessi verkefni og afgreiða þau áður en lífið fer aftur í fastar skorður. Helst ætti vinna við heim- ilið að klárast áður en flutt er inn, en þegar það er ekki í boði borgar sig samt að ganga í þessi mál sem allra fyrst, áður en húsgögn og dót eru um allt og aðrar skyldur byrja að kalla. Takið allt upp úr kössunum eins fljótt og hægt er og ef ykkur langar endilega að mála eitthvað herbergi en hafið ekki orku eða tækifæri til að klára það allt er hægt að stytta sér leið með því að mála bara einn áberandi vegg, það eitt getur gert rosalega mikið fyrir herbergi. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Arnar Magnússon markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími: 550-5652 /arnarm@frettabladid.is ENDURSKOÐUN OG BÓKHALD Veglegt sérblað Fréttablaðsins um Endurskoðun og bókhald kemur út föst daginn 4. október Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 E 7 -1 9 3 0 2 3 E 7 -1 7 F 4 2 3 E 7 -1 6 B 8 2 3 E 7 -1 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.