Fréttablaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 76
Vala og Snorri
sonur hennar
í fjöllunum í
Ikaria.
Snorri með góðri vinkonu á Sardiníu. Á japönsku eyjunni Okinawa.
Samara í Kosta Ríka.
matarkörfur til krakkanna sinna
sem voru í háskóla í San Jose, hitti
foreldra sína og gamla frænku.
Tengslin á milli fólks skipta miklu
máli. Að vera til staðar og vita hvað
er að gerast í lífi fólks. Þetta stóð
upp úr í Kosta Ríka.“
Eftir dvöl í Kosta Ríka lagði fjöl-
skyldan í ferðalag til Japan.
„Okinawa er falleg eyja og þar
hafði fólk sterkan tilgang. Það
bar ríka virðingu fyrir því starfi
sem það sinnti. Sama hvað það
var. Afgreiðslustarf, vegavinna
eða að stýra umferð á fjölfarinni
götu. Hvert einasta starf var álitið
mikilvægt og virðingin gagnkvæm.
Þetta fannst okkur áhugavert enda
á atvinna ekki bara að vera til þess
að greiða reikninga. Að finna að
lífið hafi tilgang og að þú skiptir
máli er mikilvægt.“
Íslensku fjölskyldunni fannst
einnig mjög áhugavert að heim-
sækja Ikaríu, pínulitla gríska eyju
þar sem tíminn virðist standa í
stað. „Þar virðist ekki skipta máli
hvort eitthvað tiltekið verk sé
unnið í dag eða á morgun. Þar er
enginn asi og fólk vinnur hægt en
örugglega að verkum sínum. Ég
get nefnt dæmi um það hvernig
fólk á eyjunni byggir sér hús. Úti
um alla eyjuna má sjá hálf byggð
hús, ástæðan er sú að fólk tekur
sér mörg ár í að byggja. Það er eng-
inn að fara fram úr sér eins og við
eigum til hér heima.“
Ítalska eyjan Sardinía var sú
síðasta sem fjölskyldan dvaldi á.
Hún er önnur stærsta eyja Mið-
jarðarhafsins á eftir Sikiley. „Við
dvöldum mikið í Cagliari sem
var kosin heilsuborg Evrópu fyrir
fáeinum árum siðan. Eyjan er
þannig uppbyggð að möguleikar
fólks á hreyfingu og samveru eru
mjög miklir. Gleði borgarbúa var
áberandi mikil og stóð uppúr.
Íbúar komu saman á torgum þar
sem þeir sátu lengi og spjölluðu,
lífsviðhorf þeirra var smitandi.
Að hafa gaman af lífinu er það sem
samfélag þeirra snýst um.“
Þau komu heim til Íslands í sum-
arbyrjun. Og að sjálfsögðu voru
það viðbrigði.
„Asinn er svo mikill, við þurfum
að hægja á okkur. Við þurfum að
finna okkur leiðir til þess að búa í
samfélagi þar sem við getum hreyft
okkur en verið örugg. Þú sendir til
dæmis ekki barnið þitt gangandi
eða á hjóli í skólann ef það þarf að
fara yfir stórar umferðargötur. Þá
ertu kominn í skutlið og mögu-
leikarnir á hreyfingu stórminnka.
Þetta er bara lítið dæmi og ég held
að fólk sé að átta sig á því að þetta
skiptir miklu máli fyrir lífsham-
ingju og góða heilsu. Að samfélagið
styðji við íbúa sína með því að laga
umhverfið að góðum lífsháttum.
Mér fannst það líka góðs viti þegar
ríkisstjórnin efndi til samstarfs
við Nýja Sjáland og Skotland um
áherslur við uppbyggingu vel-
sældarhagkerfa. Við getum breytt
lífi okkar ef við vitum hverju við
viljum breyta og hvernig samfélagi
við viljum búa í.“
ASINN ER SVO MIKILL,
VIÐ ÞURFUM AÐ HÆGJA Á
OKKUR. VIÐ ÞURFUM AÐ
FINNA OKKUR LEIÐIR TIL
ÞESS AÐ BÚA Í SAMFÉLAGI
ÞAR SEM VIÐ GETUM
HREYFT OKKUR EN VERIÐ
ÖRUGG.
2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
E
6
-C
5
4
0
2
3
E
6
-C
4
0
4
2
3
E
6
-C
2
C
8
2
3
E
6
-C
1
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
2
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K