Fréttablaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 74
SVÆÐIN SEM TILHEYRA BLUE ZONES-SVÆÐUNUM ERU LOMA LINDA Í BANDA- RÍKJUNUM, NICOYA-SKAG- INN Á KOSTA RÍKA OG EYJ- URNAR OKINAWA Í JAPAN, IKARIA Á GRIKKLANDI OG SARDINÍA Á ÍTALÍU“ Vala Mörk Jóhanns-dóttir og Guðjón Svansson eru Mos-fellingar og reka æ f i n g a s t ö ð i n a Kettlebells Iceland úr bílskúr heimilisins í Mosfellsbæ. Heimilið stendur rétt hjá Reykja- lundi en Vala er menntaður iðju- þjálfi og hefur starfað bæði í Dan- mörku og á Íslandi á Reykjalundi, sem slíkur. Núna vinnur hún frekar með fyrirbyggjandi nálgun. Guðjón er samskiptafræðingur og hefur m.a. unnið hjá Íslandsstofu, Rauða Krossinum og Hagvangi. Saman eiga þau hjónin fjóra syni á aldrinum 8-24 ára. „Við fórum fyrir um áratug með þrjá elstu drengina í ársreisu og ferðuðumst með þá um alla Suður- Ameríku. Ferðalagið reyndist fjöl- skyldunni vel og nú vildum við gera svipað með þeim yngsta sem vildi auðvitað líka upplifa í reisu eins og bræður hans. En við vildum líka fara því það er svo gott að kúpla sig um tíma úr íslensku samfélagi. Hér er svo mikill hraði og spenna, svo mikið í gangi og samverustundir fjölskyldunnar færri og færri,“ segir Vala. Þau ákváðu að ferðin skyldi verða eins konar rannsóknarleiðangur um hið góða líf. Áfangastaðirnir urðu svokölluð Blue Zones, þau fimm svæði í heiminum þar sem langlífi og góð heilsa fara saman. Þau einsettu sér að dvelja með heimafólki og læra af þeim hvernig hægt væri að draga úr álagi og bæta heilsuna. „Svæðin sem tilheyra Blue Zones- svæðunum eru Loma Linda í Banda- ríkjunum, Nicoya-skaginn á Kosta Ríka og eyjurnar Okinawa í Japan, Ikaria á Grikklandi og Sardinía á Ítalíu,“ segir Vala. „Við vildum í raun komast að leyndarmálum þeirra sem búa á þessum svæðum og miðla þekkingunni áfram. Það höfum við nú þegar gert og erum með fyrir- lestra í fyrirtækjum og vinnustofur þar sem við rýnum í þann lífstíl og þau gildi sem einkenna líf fólks á þessum svæðum og hvernig má yfirfæra þau á líf okkar. Við segjum Lærðu af heimamönnum Hjónin Vala Mörk Jóhannsdóttir og Guðjón Svansson fóru í fimm mánaða spennandi rannsóknarleiðangur í byrjun árs með tveimur sonum sínum. Þau dvöldu á þeim fimm stöðum í heiminum þar sem fólk býr að mestu langlífi og góðri heilsu. „Hér er svo mikill hraði og spenna, svo mikið í gangi og samverustundir fjölskyldunnar færri og færri,“ segir Vala um eina ástæðu þess að fjölskyldan lagði í langferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ferðasöguna, drögum fram það sem við lærðum á hverjum stað og vinnum svo með styrkleika fólks og tækifæri í umhverfi þess. Hjálpum því að komast að eigin gildum og hvernig þau geta lifað betur í samræmi við þau, þannig að betri heilsa og vellíðan verði útkoman,“ útskýrir Vala. Hún bendir á að vissulega búi Íslendingar að langlífi. „En meðal- ævi heilbrigðs lífs er lægri. Og það er nokkuð sem við viljum breyta því við sjáum eftir ferðalagið fjölmarga möguleika.“ Vala segir svæðin fimm ólík. „Í Loma Linda í Bandaríkjunum sem er um klukkutíma frá Los Angeles er samfélag Sjöunda dags aðventista sem líta á líkamann sem musteri sem þau eiga að fara vel með. Þau halda hvíldardaginn, Sabbat, heil- agan á laugardögum og í heilan sólarhring láta þau ekkert truf la sig heldur huga að sjálfum sér, hitta vini og fjölskyldu og hafa það nota- legt. Þau sinna ekki heimilisstörfum nema því allra nauðsynlegasta eða vinnu, lesa ekki undir próf og svo framvegis. Það sem við tókum með okkur í veganesti frá Loma Linda er mikilvægi hvíldar,“ segir Vala frá. Þaðan lá leið fjölskyldunnar til Kosta Ríka. „Þar bjuggum við meðal annars inni á góðri f jölskyldu. Strákarnir fengu svefnherbergi við hliðina á gömlu hjónunum og við Gaui í garðhúsi í garðinum. Við tókum þátt í lífi þeirra. Fjöl- skyldufaðirinn hugsaði mikið um aðra. Hann var alltaf að, sendi Í fótbolta á Sardiníu. Snorri með tveimur vin- konum í Loma Linda. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 E 6 -B 1 8 0 2 3 E 6 -B 0 4 4 2 3 E 6 -A F 0 8 2 3 E 6 -A D C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.