Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 8
ORKUM ÁL Framkvæmdum við Hólasandslínu 3 mun seinka um eitt ár en reiknað er með því að sú seinkun geti verið unnin upp á framkvæmdatímanum að öllu leyti. Álit Skipulagsstofnunar á umhverf- isáhrifum framkvæmdanna seink- aði um nærri fimm mánuði og veturinn að skella á. Framkvæmdakostnaðurinn við Hólasandslínu 3 er talinn verða um átta milljarðar króna. Ef allt mun ganga að óskum hér eftir varðandi leyfismál og viðræður við landeig- endur og að útboð gangi hratt og örugglega fyrir sig er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að straumur verði settur á línuna um jólin 2021. Hins vegar þarf allt að ganga vel héðan af. Línuleiðin er innan fjögurra sveitarfélaga, það er Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og svo Skútustaða- hrepps. „Næstu skref er að sækja um framkvæmdaleyf in en til þess að sveitarfélög geti gefið út fram- kvæmdaleyfi, þarf framkvæmdin að vera í samræmi við aðalskipu- lag þeirra. Hólasandslína 3 fer um fjögur sveitarfélög og þarf að breyta skipulagi tveggja þeirra. Þær skipu- lagsbreytingar eru farnar af stað, en geta nú haldið áfram þegar álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsnets. Markmið með uppbyggingu nýrrar Hólasandslínu er að bæta orkunýtingu og auka flutningsgetu til að tryggja stöðugleika kerfisins á Norður- og Austurlandi. Með Hólasandslínu 3 er átt við að tengja saman tengivirkið á Rangárvöllum á Akureyri við nýtt tengivirki á Hólasandi með 22 kV raflínu. Nú er einnig beðið eftir því að Umhverfisstofnun veiti leyfi til þess að þvera línuna yfir Laxárdal en það er verndarsvæði. Umhverfisstofnun hefur áður sagt að línuleiðin hafi neikvæð áhrif á verndarsvæði á leiðinni og því verður áhugavert að fylgjast með því hvort leyfið fáist f ljótt og örugglega. Línuframkvæmdir á Hólasandi áfram í bið  Landsnet vonast til að geta hafið uppbyggingu Hólasandslínu 3 á næsta ári. Tíma hefur tekið að fá tilskilin leyfi til framkvæmdarinnar. Framkvæmdin mun tryggja afhendingu rafmagns fyrir iðnað á Norður- og Austurlandi. Uppsetning á Hólasandslínu 3 á að hefjast 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hólasandslína 3 fer um fjögur sveitar- félög og þarf að breyta skipulagi tveggja þeirra. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Lands- nets. „Að auki þarf að sækja um leyfi til Umhverfisstofnunar vegna þver- unar línunnar yfir Laxárdal, þrátt fyrir að ekki verði ráðist í beinar framkvæmdir innan þess verndar- svæðis,“ bætir Steinunn við. „Leyfið þarf að vera í samræmi við gildandi aðalskipulag Þing- eyjarsveitar, þar sem nú er unnið að skipulagsbreytingum í kjölfar álits Skipulagsstofnunar.“ sveinn@frettabladid.is H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu: 1. janúar – 30. júní 2020. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2019 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Næsti umsóknarfrestur er 15. maí 2020. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800, tonlistarsjodur@rannis.is Styrkir úr Tónlistarsjóði 2020 Umsóknarfrestur til 15. nóvember STJÓRNMÁL Engar fjárhæðir eru til- teknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinns- málum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra sam- hliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að upp- gjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæt- urnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samn- ingaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsis- sviptingu. Eins og fram hefur komið er kveð- ið á um það í greinargerð frumvarps- ins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkis- stjórn og úr þingflokkum stjórnar- flokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku. Nánar um málið á frettabladid.is. - aá Katrín leiðir framhald bótaviðræðna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -E 2 E 0 2 3 E 6 -E 1 A 4 2 3 E 6 -E 0 6 8 2 3 E 6 -D F 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.