Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 26

Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 26
Um Atla Má Atli Már fæddist árið 1993. Hann útskrifaðist úr diplómanámi Mynd- listaskólans í Reykjavík vorið 2017 og hefur sótt Vinnustofu í myndlist við sama skóla frá árinu 2013. Hann hefur einnig sótt námskeið í leik- list og var einn af meðlimum hljómsveitarinnar Gunnar and the Rest. Atli hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á síðustu árum. Árið 2018 hélt hann einkasýningu á Þjóðminjasafninu sem hluti af List án landa- mæra. Í maí 2019 hélt Atli Már einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar ásamt því að opna einkasýningu í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Safnið festi kaup á verkum eftir Atla en í safneign safnsins eru verk eftir margt þekktasta listafólk landsins. Verk hans eru vinsæl og til sölu og þeim sem vilja kynna sér verk hans eða jafnvel fjárfesta í þeim er bent á Facebook-síðu hans, https://www.facebook.com/atlimar- listamadur/ Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaða ma nn sem er kominn til að heim-sækja hann í Myndlista- skólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setj- ast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már segir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af per- sónum og fígúrum, til dæmis ofur- hetjum, með forvitnilegum smáat- riðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja. Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leður- blökur sem hann hefur málað. „Leð- urblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í. „Hann klæðir sig oft upp í bún- inga og stundum er það hluti af ferl- inu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og f leira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norð- dahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans. Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og f lytur texta og er stór- kostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét. - kbg „Ég er galdramaður“  Atli Már Indriðason hefur verið valinn listamaður Listahátíðar- innar Listamenn án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Atli Már með verk sín á sýningunni 4. hæðin Hostel Take over í JL-húsinu síðasta vor. MYND/MARGRÉT M. NORÐDAHL Atli Már málar Lee Lynch í módelteikningu (f. ofan). Mynd/ Margrét M. Norðdahl. Verk sem Atli Már er sérlega ánægður með hér til hliðar sem skartar leðurblöku. Réttu handtökin Að bakka í stæði Njáll Gunnlaugsson ökukennari kennir lesendum réttu handtökin við að bakka í stæði. Nokkuð sem vefst fyrir ansi mörgum. „Aðferðin sem ég nota er ein- föld. Best er að stöðva bílinn með afturhjólin við hliðina á afturenda bílsins sem leggja á aftan við. Þvínæst er lagt á stýrið alla leið og bakkað þar til að maður sér, í hliðarspegli ökumannsmegin, í hægra framljós bílsins sem lagt er framan við. Þá leggur maður alveg á hann í hina áttina og bakkar þar til að hann leggst réttur í stæðið. Bílar eru mislangir og útsýni úr þeim bæði gott og slæmt og því þarf að áætla hvort bíllinn passi í stæðið eða ekki og gæta sérstak- lega að framhorninu. Með því að flestir nýir bílar í dag eru búnir bakkmyndavélum eða fjarlægðar- skynjurum auðveldar það til muna að bakka upp að bílnum fyrir aftan. Eins er gott að stoppa í smástund meðan að lagt er á stýrið í seinna skiptið. Sumir bílar eru jafnvel með meira en þrjá hringi á stýri borð í borð og það tekur smástund að leggja á það alla leið. Nú er það ekki alltaf sem þetta er kennt í dag, þótt kennt sé að bakka og einnig bakka inn í venju- legt bílastæði. Í raun og veru er samt auðveldara að kenna þetta þar sem notast má við ofantalda viðmiðunarpunkta og ég hef aldrei lent í því að nemandi nái þessu ekki.“ Horfa má á kennslumyndband þar sem hann sýnir réttu handtökin á www.frettabladid.is. 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -E 7 D 0 2 3 E 6 -E 6 9 4 2 3 E 6 -E 5 5 8 2 3 E 6 -E 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.