Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 28
ÉG VAR ÓSTÝRILÁTUR Í SKÓLANUM OG HEFÐI ÖRUGGLEGA VERIÐ GREINDUR MEÐ ATHYGLIS- BREST OG ALLT ÞAÐ EF ÉG VÆRI ÞAR NÚNA. Sigfús er uppalinn í Hlíða-hverfinu, sonur Margrétar Dórótheu Sigfúsdóttur skólastýru í Hússtjórnar-skólanum, og Sigurðar Pet er s en t ré sk u rða r- manns. Hann á eina systur og eina hálfsystur. „Mamma segir að ég hafi verið mjög ofvirkur og mikil fyrirferð í mér, en alls ekki vondur. Ágústa systir mín segir að ég hafi verið alveg skelfilegur,“ segir Sigfús og hlær. „Ætli ég hafi ekki verið þarna mitt á milli.“ Frá fimm ára aldri æfði Sigfús íþróttir og þess á milli léku krakk- arnir í hverfinu sér úti dægrin löng. Ekki var farið heim nema rétt til að borða og fylla á orkubirgðirnar. „Rétt eins og seinna á handboltaferl- inum þá lét ég alltaf f lakka. Þegar ég var að vaxa og beinin ekki orðin nógu hörð þá var ég alltaf tíður gestur uppi á slysó.“ Sigfús er tæpir tveir metrar á hæð og Íslendingar muna eftir honum sem óárennilegum línu- manni handboltalandsliðsins. Sem barn var hann ekki mikið stærri en aðrir. „Eftir fermingu, þegar fór að hægjast á vextinum hjá hinum, hélt ég áfram að stækka. Fram að því var ég í meðallagi stór og svolítið feit- laginn,“ segir hann. Hvað skólagönguna varðar þá gekk Sigfúsi ekki vel og bóklær- dómur fangaði ekki athygli hans. Hann settist við skólaborðið, horfði út um gluggann og rankaði ekki við sér fyrr en kennarinn kallaði. „Ég var óstýrilátur í skólanum og hefði örugglega verið greindur með athyglisbrest og allt það ef ég væri þar núna. Áður en ég fór í gagn- fræðaskóla sendi kennarinn mig til sérkennara því hún hélt að það væri eitthvað að hjá mér. Sérkennarinn sagði hins vegar að ég væri bara svo- lítið virkur,“ segir Sigfús og glottir við tönn. „Á þessum tíma var einn kennari með 30 nemendur og öll áherslan á bóknámið. Ég efast ekki um að ef þetta hefði verið aðgengi- legra og aðrar leiðir notaðar til að vekja áhuga minn þá hefði ég örugg- lega getað staðið mig betur.“ Í skólanum átti Sigfús stóran vinahóp og allir mikið virkir í íþróttum. Hann náði þó ekki að finna sig fullkomlega innan hóps- ins, og leit meira á vinina sem kunningja. Sigfús tengir þetta við það sem síðar kom í ljós, að hann væri alkóhólisti. „Það var ekkert að þessum vinum, það var eitthvað að hjá mér,“ segir hann. Einn sá lágvaxnasti í ættinni Um áraraðir var Sigfús línumaður íslenska handknattleikslandsliðs- ins, akkerið sem batt allt saman og andstæðingurinn sem enginn vildi mæta. Hann kom upp úr yngri f lokkum Vals, fór í atvinnu- mennsku til Spánar og Þýskalands og tryggði Íslandi silfur á ólympíu- leikum. Sigfús var ekki sá fyrsti í fjölskyldunni til að keppa á leik- unum. Afi hans og alnafni, sem nú er látinn, keppti í kúluvarpi árið 1948 í London. „Hann var reyndar töluvert lægri en ég, en þessi ætt, Hjarðarfellsætt af Snæfellsnesi, er mjög hávaxin. Ég fór á ættarmót fyrir fimm árum og ég var með lægri mönnum á svæð- inu,“ segir Sigfús og brosir. Íþróttahæfileikarnir eru víðar í fjöl skyldunni. Margrét móðir Sig- fúsar keppti í sundi og Einar bróðir hennar var með betri körfuknatt- leiksmönnum landsins. Ein helsta fyrirmynd Sigfúsar í íþróttunum var Geir Sveinsson, sem var einnig nágranni hans í Barma- hlíðinni. En hann leit einnig upp til hins sænska Magnusar Wislander, sem reyndist Íslendingum oft erf- iður andstæðingur. Sigfúsi gekk brösuglega þegar hann var í yngri f lokkunum hjá Val. „Ég var settur í markið, var ekki góður og fékk ekkert að spila,“ Á betri stað Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn á línunni í íslenska hand- boltalandsliðinu. Seinna kom í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar 20 ára edrúmennsku. Sigfús opnaði Fiskbúð Fúsa í nóvember í Skipholtinu þar sem hin sögufræga Haf- rún stóð áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR segir hann. „Það var ekki fyrr en Mikael Akachev byrjaði að þjálfa að mér fór að ganga vel. Hann setti mig á línuna og ég var f ljótur að ná þessu.“ Þegar komið var upp í meistaraflokkinn tók við gríðarleg velgengni. Streittist við að ná bata Valsliðið á tíunda áratugnum var eitt af bestu liðum Íslandssögunnar og raðaði inn titlum. Auk Sigfúsar voru þar meðal annarra Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Viðurnefni Sigfúsar, „rússneski jeppinn“, kemur nú til tals. „Þú verður að spyrja Gaupa að þessu, hann bjó þetta til,“ segir Sigfús og hlær. „Við vorum þjálfaðir bæði af Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -D 4 1 0 2 3 E 6 -D 2 D 4 2 3 E 6 -D 1 9 8 2 3 E 6 -D 0 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.