Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Ég ólst upp við rosalega fátækt og mamma mín var ótrúlega flink í að búa til naglasúpur og mat úr nánast engu. Því var ég oft banhungruð og ekki nema fimm ára þegar ég stal mér mat úr búð í fyrsta sinn. Innra með mér þróað- ist nagandi tilfinning um skort og að ekki væri til nóg að borða heima og í langan tíma bjó ég til öryggis- og vellíðunartilfinningu með því að eiga nægan mat, fylla alla skápa og borða. Í dag veit ég að ástæðan var þetta óöryggi í æsku minni að aldrei var til nægur matur. Ég hef líka átt tímana tvenna á fullorðins- árum, ekki alltaf haft nóg á milli handanna og verið blönk einstæð móðir sem þurfti að telja hverja krónu. Þá bjó ég til öryggistilfinn- ingu með mat og fannst ég örugg ef ég hafði nóg að borða og var södd, en í dag hef ég verið mjög andlega sterk lengi og unnið úr þessum æskuminningum og reynslu. Þetta segir Thelma Ásdísardóttir um ástæður þess að hún safnaði holdum á fullorðinsárum og veitti sér huggun með mat. Á hálfu öðru ári hefur hún lést um 75 kíló með einörðum viljastyrk, keppnisskapi og skynsemi í átt að breyttum lífsstíl. „Ég vissi lengi að ég vildi takast á við þetta verkefni en hafði ekki sett orkuna í það fyrr en einn dag- inn að ég stóð mig að því að skipu- leggja skemmtiferð með vinnufé- lögum á þann veg að ég þyrfti að hreyfa mig sem minnst. Það var árið 2017 sem var mér erfitt heilsufarslega. Ég var komin með alls kyns kvilla vegna ofþyngdar; kæfisvefn, bakflæði, sykuróþol sem stefndi hraðbyri í áunna sykursýki, orku- og einbeitingar- leysi, fjöldann allan af óþoli og leið almennt illa,“ útskýrir Thelma sem tók málin föstum tökum og hefur með léttari líkamsþyngd bætt heilsu sína til mikilla muna. „Allt hefur gengið til baka. Ég hef nú losnað við öll lyf nema lítinn skammt við lötum skjaldkirtli og í nýlegum blóðprufum kom fram að blóðsykur, kólesteról, víta- mín og steinefni eru í fullkomnu jafnvægi. Blóðþrýstingur er eins og hjá unglingi, fituprósentan nú 22 prósent og öll kviðfita og fita af innyflum er horfin. Vöðvamassi er langt fyrir ofan hærra viðmið míns aldurshóps og ég er nú flokkuð sem vel vöðvastælt. Ég er sumsé orðin sterk, lítil og fitulaus kona,“ segir Thelma og hlær af hamingju. Kollagen hafði mikil áhrif Thelma segist vera nörd að upp- lagi. „Þegar ég fæ áhuga á einhverju gúggla ég og rannsaka í gríð og erg. Ég vildi vita hvað ég gæti gert fyrir liðina því ég var með mikla verki í liðum. Grúskið leiddi í ljós að það allra besta fyrir liðina væri kollagen úr fiski og af því ég vil eingöngu innbyrða hreina fæðu vildi ég helst finna hreint íslenskt kollagen,“ upplýsir Thelma sem uppgötvaði sér til ánægju kollagen frá Feel Iceland, hreina náttúruaf- urð unna úr íslenskum þorski. „Ég mundi aldrei mæla með vöru nema ég tryði á hana og hefði sannreynt hana sjálf. Ég get ekki hugsað mér að fólk fari af stað til að prófa vörur vegna mín nema af því að ég veit að hún virkar og mér hlýnar um hjartarætur við að finna á eigin skinni hvað Feel Iceland vandar sig við að búa til geggjaða, skaðlausa og hreina nátt- úruvöru sem svoleiðis svínvirkar,“ segir Thelma sem fann fljótt hvað henni leið betur í liðum eftir að hún fór að taka inn Feel Iceland- kollagen á degi hverjum. „Ég tók kollagen upphaflega fyrir liðina en komst fljótt að því hve áhrifin voru líka góð á bein og vöðva sem styrktust. Ég lærði líka Thelma segir marga eiga bágt með að þekkja sig í útliti eftir að aukakílóin hurfu en að viðmótið sé það sama, utan hvað karlmenn gefI henni nú meiri gaum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI að akkúrat þetta kollagen gerir stórkostlega hluti fyrir húð, hár og meltingu, en það hafði ég ekki hugmynd um þegar ég byrjaði að taka það. Einn morguninn var meltingin komin í fullkomið stand og hefur verið stabíl síðan. Húðin á mér er orðin þvílíkt fín og vinkonur spyrja í hrönnum hvað ég sé að gera við húðina. Hár mitt hefur alltaf verið þykkt og gott en hárgreiðslukonan mín til margra ára spurði mig um daginn hvað ég væri eiginlega að gera fyrir hárið á mér. Ég þuldi upp vítamín en hún hristi kollinn og spurði hvort verið gæti að ég tæki inn kollagen. Ég játti því og hún sagðist ekki eiga aukatekið orð því ég væri orðin 52 ára og komin með nýja hárlínu í stað þess að hárið væri farið að þynnast aðeins,“ segir Thelma sæl og þakklát fyrir undur kollagens á heilsu sína og útlit. „Ég gerði líka ráð fyrir að sitja uppi með helling af aukahúð þegar ég léttist svo mikið og hratt á skömmum tíma en það hefur verið mun minna en ég hef séð hjá öðrum sem misst hafa mörg aukakíló. Ég er með mjög lítið aukaskinn miðað við átökin sem hafa átt sér stað í líkama mínum síðustu misseri og það skrifa ég að miklu leyti á kollagenið frá Feel Iceland sem fer svo vel með húðina og ég efast ekki um að hefur gert sitt gagn.“ Fékk göngulagið sitt aftur Thelma segir kollagenið frá Feel Iceland vera kraftmikla heilsubót. „Ég set tvær mæliskeiðar út í vatn á hverjum degi því þannig finnst mér virknin vera best,“ segir Thelma, sem fastar í 17 til 20 tíma á hverjum sólarhring. „Ég vissi á fyrsta degi, þegar ég bretti upp ermar og fékk mitt innra frekjukast, að ég mundi klára þetta. Auðvitað var það stundum rosalega erfitt og ég þurfti að kreppa hnefa og öskra innra með mér en ég efaðist aldrei um að ég næði takmarkinu. Ég fór meira að segja fram úr mér þegar kom að skjótum árangri. Ég hafði sett mér markmið um að komast í buxur sem ég keypti árið 1999 og fannst þær litlar eins og Barbie- buxur þegar ég handfjatlaði þær í upphafi átaksins en nú eru þær fyrir löngu orðnar alltof stórar og ég nota þær sem hlífðarbuxur. Nú í fyrsta sinn á ævinni tengi ég við það þegar fólk fer í búðir til að máta föt og velja sér klæðnað fyrir tilefni, en þar til nú þótti mér það niðurdrepandi og leiðinlegt,“ segir Thelma og hlær að öllu saman. Hún segir dásamlega tilfinningu að hafa náð aftur í sjálfa sig og vera laus við aukamanneskjuna sem hún bar á sér áður. „Lífið hefur gjörbreyst. Ég fékk sjálfa mig og heilsuna aftur. Allt í einu get ég túlkað sjálfa mig eins og ég vil og ég endurheimti meira að segja göngulagið mitt aftur. Lélegt heilsufar stoppar mig ekki í neinu, ég get allt sem mig langar og hef endalausa orku. Um daginn hafði ég gert heilmargt með vinkonu minni og vildi gera meira. Þá horfði hún á mig og sagði í einlægni: „Thelma, eftir að þú fékkst heilsuna aftur hef ég verið að hugsa hvort það geti verið að þú sért ofvirk?“ Ég hafði reyndar aldrei hugsað út í það en kannski er ég bara ofvirk eftir allt saman? Það hefur bara ekki sést á mér síðustu áratugi vegna þess að ég var alltaf svo orkulaus og slöpp,“ segir Thelma og skellihlær. Feit er ekki skammaryrði Breytingin á Thelmu er sláandi. „Margir eiga í sýnilegum vand- ræðum með að þekkja mig aftur en öllum þykir gaman að sjá breytinguna. Ég finn annars ekki mikinn mun á viðmóti annarra í minn garð eftir að ég grenntist, nema hvað karlmenn horfa pínu meira á mig,“ segir Thelma og hlær. „Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurð hvort ég hafi upplifað fitu- fordóma en ég hef aldrei verið góð í að greina það, kannski vegna þess að mér er voða sama um hvað fólki finnst um mig og hef verið lengi. Ég hef heldur aldrei verið feimin við að segja að ég hafi verið feit né hlotið skömm fyrir að hafa verið feit. Ég veit að margir eru feimnir við þetta orð og þykir skömm að því að tala um að fólk sé feitt en mér finnst enginn munur á því og að tala um að fólk sé grannt. Því fylgir nefnilega engin skömm og því ætti ekki að vera meira skammarlegt að vera feitur,“ segir Thelma. Hún hafði áður prófað flestalla kúra og töfralausnir til að leggja af en segir skyndilausnir og kúra ekki virka til frambúðar þótt það geti sýnt árangur í skamma stund. „Í þetta sinn undirbjó ég mig vel andlega, útbjó plan og setti mér markmið. Ég var ákveðin í að gera ekkert nema það sem yrði komið til að vera og veitti mér verðlaun fyrir hvert markmið sem ég náði, þó ekki matarkyns. Ég fór snemma að borða eingöngu hreinan mat, minnkaði sykurneyslu og tók svo sykurinn alveg út. Ég ákvað líka að búa ekki til staðgengla fyrir sætindi eins og hrákökur heldur breyta viðhorfum mínum til sætinda. Svo tók ég inn Feel Iceland-kollagen sem ég er viss um að átti gríðarlegan þátt í árangri mínum,“ segir Thelma sem í átt að breyttum lífsstíl fór út að ganga. „Fyrsta daginn gekk ég 400 metra og leið eins og ég hefði klifið sjálft Everest. Ég bjó mér til innri rödd sem ég kalla þjálfarann minn og er í senn strangur en líka hvetjandi og lofsamur enda er mikilvægt að rífa sig aldrei niður þótt eitthvað hafi ekki gengið vel. Svo lánaði yndislegur maður mér boxpúða sem ég setti upp í stofunni og kýldi og kýli enn heima því ég var of feimin til að láta sjá mig í líkamsræktarstöðv- unum þótt ég sé komin í ræktina nú,“ segir Thelma og kímir. Hún borðar engan morgunmat en rýfur föstuna með Feel Iceland- kollageni síðdegis og borðar ávexti fyrsta kastið. „Svo borða ég eina stóra máltíð sem er alls konar því ég er alæta á kjöt, fisk, egg, ávexti og grænmeti. Allt þarf að vera hreint og óunnið og ég elda minn mat sjálf. Síðan fæ ég mér létta máltíð fyrir föstuna; gjarnan ávexti og ber með rjóma því ég borða heilmikla fitu en er þó ekki á ketó. Ég borða kolvetni og hef aldrei talið hitaeiningar né vigtað matinn. Ég borða bara þar til ég verð södd og oft heilan helling, kraftmikinn og hitaein- ingaríkan mat og drekk alltaf einn góðan lattebolla á dag. Ég er heldur ekkert heilög í þessu mataræði og nýt lífsins með vinum þegar tilefni gefst þótt ég sé pínu ströng við sjálfa mig alla jafna því ef maður ætlar alltaf að gefa sér slaka er hætta á að fara aftur í gamla farið.“ Sjá nánar um Feel Iceland-kolla- gen á feeliceland.com Thelma tekur inn Amino Marine kollagen. Ég ólst upp við rosalega fátækt. Því var ég oft banhungr- uð og ekki nema fimm ára þegar ég stal mér mat úr búð í fyrsta sinn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -F 6 A 0 2 3 E 6 -F 5 6 4 2 3 E 6 -F 4 2 8 2 3 E 6 -F 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.