Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 70
Justin Bieber og Hailey Baldwin
giftu sig í fyrra og ætla aftur að
ganga í það heilaga með heljarinnar
brúðkaupsveislu.
Hailey og Justin Bieber giftu sig leynilega í New York í fyrra en nú
ætla þau að gifta sig aftur með
heljarinnar veislu. Vinum og
ættingjum verður boðið. Hailey
bauð vinkonum sínum í veglegt
gæsapartí í vikunni þótt hún sé
þegar gift kona. Meðal gesta var
ofurfyrirsætan Kendall Jenner.
Í partíinu var Hailey með ódýrt
brúðarslör frá Oh Polly. Vin
konurnar voru duglegar að
deila myndum á Instagram frá
djamminu.
Hailey og Justin giftu sig
þremur mánuðum eftir að þau
kynntust til að geta stundað
kynlíf, eftir því sem hún segir.
Á meðan Hailey skemmti sér
í gæsapartíinu birti Justin
mynd á Instagram síðu sinni
af bleikum smóking. Hann bað
fylgjendur um að hjálpa sér að
velja brúðkaupsfötin. Eftir því
sem tímariti People segir verður
brúðkaupið í South Carolina 30.
september.
Gifta sig aftur
Vinsælustu
skórnir.Þótt Michael Kors sé kannski þekktastur fyrir handtöskurnar sínar þá er hann
öflugur í mörgu öðru. Skórnir
hans eru til dæmis mjög eftirsóttir.
Sem dæmi má nefna að flatbotna
skór frá Michael Kors voru þeir
mest seldu í Bretlandi á síðasta
ári af öllum merkjaskóm. Skórnir
kosta 90 pund eða rúmar þrettán
þúsund krónur þar í landi sem
þykir ekki mikið fyrir hönnunar
vöru. Þeir eru ekki bara vinsælir í
verslunum heldur einnig á Insta
gram. Skónum var deilt 28 þúsund
sinnum á viku á meðan næst
vinsælustu skórnir sem eru frá
Valentino og kosta 650 pund var
deilt 11 þúsund sinnum.
Í þriðja sæti voru hælaskór frá
Manolo Blahnik sem kosta 775
pund og fengu vinsældir sínar í
gegnum bíómyndina Sex and the
City. Í fjórða sæti voru lághæla
skór frá Salvatore Ferragamo sem
kosta 400 pund. Í því fimmta eru
sandalar frá Saint Laurent sem
kosta 600 pund, í sjöunda sæti
eru stígvél frá Chloe á 850 pund,
í sjöunda sæti Jimmy Choo
hælaskór á 450 pund, í áttunda
sæti eru hælaskór frá Christian
Louboutin á 495 pund, í níunda
sæti voru stígvél frá Stuars
Weitzman og í því tíunda mok
kasínur á 540 pund frá Gucci.
Vinsælustu merkjaskórnir
Plötubúðin Lucky Records fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli og af því til
efni verður blásið til veislu í dag.
Þetta er stórmerkilegur áfangi
en á sama tíma og geisladiska og
plötumarkaðurinn er að hrynja
á heimsvísu nýtur Lucky Records
bæði mikilla vinsælda og virð
ingar og hefur oft komist á lista
yfir bestu plötubúðir í heimi.
Búðin, sem staðsett er á Rauð
arárstíg 10, opnar klukkan 11
og upp úr hádegi tekur við þétt
dagskrá þar sem meðal annars
plötusnúðar og hljómsveitir sýna
listir sínar. Þá verður boðið upp
á veitingar frá Ölgerðinni og eru
áhugasamir eindregið hvattir til
þess að mæta og fagna þessum
merkilega áfanga.
Stórafmæli
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR
Kjúklingur í karrýsósu
Núðlur með grænmeti
Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu
Lambakjöt í piparsósu
Tekið með heim
1.890 kr. (á mann)
Borðað á staðnum
2.200 kr. (á mann)
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
8
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
E
7
-0
5
7
0
2
3
E
7
-0
4
3
4
2
3
E
7
-0
2
F
8
2
3
E
7
-0
1
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
0
4
s
_
2
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K