Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 86

Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 86
Listaverkið Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikil- vægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takka- símann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjar- skóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verk- föllum.“ Elís: „Fy rstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt f lestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka  tekið þátt  í lista- smiðjunum í Ráðhúsinu í vik- unni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“  Allt sem við heyrðum hreyfði við okkur SÍMINN MINN EYÐI- LAGÐIST OG ÉG GET EKKI KEYPT MÉR NÝJAN, MÉR LIÐI SVO ILLA MEÐ ÞAÐ, SVO ÉG NOTA BARA TAKKASÍMANN SEM ÉG VAR MEÐ ÞEGAR ÉG VAR ÁTTA ÁRA. Hér er mynd sem Soffía Ram­ ona Devaney, fimm ára, gerði úr laufum úr garðinum. Myndin heitir: Haust á Hagamel. Ef maður skrifar ýsa með ufsi- loni, skrifar maður þá ufsi með ýsuloni? Spurðu mig hvort að ég sé krókó- díll. Ertu krókódíll?  Já, ég er krókódíll. Spurðu mig núna hvort ég sé kanína.  Ertu kanína?  Nei, kjáni! Ég var að segja að ég væri krókódíll! Kennari: Stafaðu orðið rúm. Drengur: Rúmm. Kennari: Slepptu öðru m-inu. Drengur: Hvoru? Brandarar  Elís og Ida með fána og skilti sem þau gerðu í listasmiðju. Þau sækja inn- blástur í bókartitil Gretu Thunberg, Húsið okkar brennur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Konráð á ferð og flugi og félagar 371 „Jæja þá, tvær nýjar sudoku gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. „Allt í lagi,“ sagði Konráð. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði Kata montin. “Við getum byrjað á þessari léttari,“ sagði Lísaloppa. „Þeirri léttari fyrst,“ sagði Kata hneyksluð. „Ekki ég, ég byrja á þeirri erfiðari fyrst,“ sagði hún og glotti. „Ég yrði fljótari en þið bæði til samans þótt þær væru báðar þungar.“ Kata var orðin ansi klár. En skildi hún vera svona klár? Heldur þú að þú g etir ley st þessar sudoku gátur h raðar e n Kata? ? ? ? 8 4 6 8 7 5 6 2 1 7 6 7 3 4 2 2 7 9 5 3 1 1 4 3 8 9 2 6 3 8 9 7 1 5 3 8 1 9 4 7 9 4 6 8 6 1 9 7 8 7 4 3 4 6 3 1 9 9 6 8 1 4 5 8 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 E 6 -C 0 5 0 2 3 E 6 -B F 1 4 2 3 E 6 -B D D 8 2 3 E 6 -B C 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.