Fjölmiðlun og menning - 01.08.1999, Blaðsíða 21
Inngangur
Leit að upplýsingum um fjölmiðla og menningarmál hefur
oft reynst tafsöm fyrir þá sem hafa þurft á að halda, upplýsingar
dreifðar og jafnvel misvísandi þegar til hefur átt að taka.
Hagstofu Islands berast ár hvert ijölmargar fyrirspumir frá
innlendum og erlendum aðilum - einstaklingum, fyrirtækjum
sem opinberum stofnunum-um ijölmiðla ogmenningarmál.
Með samantekt þessa rits er reynt að koma til móts við þá
augljósu þörf sem er á útgáfu tölulegra upplýsinga um fjöl-
miðla og menningarstarf í landinu.
Upphafs skýrslugerðar Hagstofunnar um fjölmiðla og
menningu er að leita til aðildar Islands að Menningar- og
fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 1964.
Varð það hvati þess að Hagstofan hóf að safna skýrslum um
starfsemi safna, kvikmynda- og leikhúsa, hljómleika,
útsendingartíma útvarps og sjónvarps og útgáfu prentaðs máls.
Skýrslur um menningamál voru birtar nær árvisst íHagtíðindum
á árunum 1969-1981 og í samandregnu formi í Tölfræði-
handbók 1974 og 1984. Er fram í sótti dróst skýrslugerðin
saman og var næsta takmörkuð allt fram á seinustu ár er
gangskör var gerð að því að helja á ný yfirgripsmikla gagna-
söfnun um fjölmiðla og menningarmál. Líta má áútgáfu þessa
rits sem hluta af því starfi.
Tilgangur rits þessa er tvíþættur: Því er ætlað að gagnast sem
uppsláttarrit öllum þeim sem þurfa á að halda aðgengilegum og
samræmdumtímaröðumumfjölmiðlaogmennmgarstarfhvort
heldur er til að varpa ljósi á sögulega framvindu eða til
samanburðar við önnur þjóðfélög. I annan stað er ritinu ætlað
að nýtast sem undirstöðuheimild fyrir þá sem leggja stund á
fj ölmiðlarannsóknir og þá sem fást við skipulag menningarmála
og stefhumótun.
Við val á efni hefur verið leitast við að ritið dragi upp sem
gleggsta mynd af fjölmiðla- og menningarstarfseminni frá
einum tíma til annars. Hér er þó ekki um tæmandi úttekt að
ræða, hvorki í félagslegunémenningarlegutilliti. Viðbúið er
því að einhverjir hefðu kosið efnisval og efnistök vera með
öðrum hætti en hér birtist. Því er til að svara að verki sem
þessu eru eðlilega reistar skorður, tímans og rúmsins vegna.1
Fyrirmyndir að þessu riti koma víða að. Hagstofa Islands
hefur ekki hvað síst notið góðs af samstarfí á norrænum
vettvangi undir merkjum Nordiskt Informationscenter for
Medie- och Kommunikationsforskning - NORDICOM um
tölfræði fjöhniðla og ljölmiðlunar.2 Einnig hefur verið leitað
1 I þessu riti er til að mynda ekki að fmna neitt efni um íþróttir og
æskulýðsmál, trúmál, starfsemi þjóðbókasafns og rannsóknar-
bókasafna (sj áLandshagi 1991 o.áfr.) og skjalasafna sem gjarnan
hafa flotið með í tölfræði um menningarmál. Færamá fýrir því rök
að betur fari á því að sumt af þessu efni heyri undir aðra málaflokka
í opinberri tölfræði á meðan annað myndi sjálfstæða efnisflokka.
2 NORDICOM hefur gefið út nokkur tölfræðirit um fjölmiðla á
Norðurlöndum í ritröðinni „Nordic Media Trends“, þ.e. Media
Trends 1995 inDenmark, Finland, Iceland, Norway andSweden:
í smiðju til hagstofa annarra landa og ljölmargra alþjóða-
samtaka og stofnana sem sýsla með tölulegar upplýsingar
um ljölmiðlaog menningarmál. Við flokkun og framsetningu
efnis hefur verið farið eftir alþjóðlegum stöðlum þar sem
þeirrahefurnotið við ogþess verið um leið gætt að framsetning
efnis endurspegli jafnframt séríslensk einkenni.
Efni bókarinnar er af margvíslegum toga: úr opinberum
tölfræðisöfnun, skýrslum opinberra stofnanna og upplýsingar
fyrirtækja og samtaka. Megnið af efni bókarinnar hefur ekki
birst áður. Kapp hefur verið lagt á að velja efni eins nálægt
frumheimild og framast er kostur. Aður birt efni úr talna-
söfnum Hagstofunnar hefur verið endurbætt og leiðrétt í
samræmi við aukin og endurskoðuð talnagögn án þess sé
getið sérstaklega í athugasemdum við töflur.
Ritið skiptist í 26 kafla eftir efni sem hafa að geyma
samtals 326 töflur og 52 myndrit. Fyrri tímamörk bókarinnar
eru breytileg og ráðast í flestum tilfella af því hve langt aftur
töluleg gögn ná. Síðari tímamörk eru að öllu jöfnu sett við
árin 1997 og 1998, eðasvo langtffamsemtölurvorutiltækar
er lokahönd var lögð á ritið fýrir prentun. Efnið er mismikið
eftir köflum. Stafar það að sjálfsögðu af ólíku umfangi
tiltækra heimilda eftir efnisflokkum.
Við framsetningu efnis hefur aðaláhersla verið lögð á
landstölur, en tölur fyrir einstök landsvæði verið takmarkaðar
rúmsins vegna. Mest af talnaefni bókarinnar er grunntölur
ásamt samtölum þeirra. Lesendum til hæginda eru tölur um
hlutfallslega skiptingu og magntölur m.v. fjölda íbúa birtar
þar sem slíkt á við efni málsins samkvæmt. Að öðru leyti er
notendum bókarinnar látið eftir að reikna út afleiddar stærðir.
Allarljárhæðirerutilaðmyndasýndaráverðlagi viðkomandi
árs, en ekki á föstu verði. Neðst við hverja töflu er getið
heimilda og í skýringum eru skilgreiningar og aðrar nauðsyn-
legar upplýsingar um eðli og umfang talnanna. I sumum
taflanna er brot í tímaröðum, einkum í löngum tímaröðum.
Geturþað stafað afþví að skilgreiningarhafibreyst,tölulegar
heimildir skorti um lengra eða skemmra árabil, ellegar að
rýmisins vegna hafi orðið að stikla á árum. Eru lesendur
beðnir að taka mið af þessu við túlkun talna frá einum tíma
til annars. Á innra kápublaði er getið helstu tákna sem fyrir
koma í töflum.
Hér á eftir skal lítillega gerð grein fyrir efni hvers kafla
bókarinnar um sig:
I. Atvinnugreinar. í þessum kafla er birt efni um nokkrar
rekstarstærðir Ijölmiðla- og menningarstarfsemi og þýðingu
þessara greina í landsframleiðslu á nærfellt síðustu tveimur
áratugum. Atvinnugreinum er hér skipt samkvæmt ISIC-
A Statistical Compendium, Media Trends 1997 in Denmark,
Finland, Iceland, NorwayandSweden: Descriptive Analyses and
Statistics ogNordic Baltic Media Statistics 1998. Hagstofaíslands
hefur lagt NORDICOM til efni í þessi rit.