Fjölmiðlun og menning - 01.08.1999, Blaðsíða 27
Fjölmiðlun og menning 1999
25
Skýringar hugtaka
Aósókn að kvikmynda- og leiksýningum vísar til heildar-
aðsóknar, þ.e. fjölda greiddra miða og frimiða.
Almenningsbókasafn er bókasafn fyrir almenning sem
sveitarfélög reka, ásamt bóksöfnum í sjúkrastofnunum,
dvalarheimilum aldraðra og fangelsum (hér nefnd
stofnanabókasöfn). Sbr. Lög um almermingsbókasöjh 1997,
nr. 36., 2 gr.
Andvirði seldra aðgöngumiða að kvikmyndasýningum er
sýnt ásamt álögðum sköttum og gjöldum.
Atvinnuleikhópur. Leikhópur sem hefur á að skipa
atvinnuleikurum, oftast ráðnum tímabundið í tengslum við
einstakar uppfærslur, og sem hefur aðeins yfir að ráða
tímabundinni aðstöðu til sýningarhalds.
Auglýsingatekjur. Tekjur fjölmiðla af auglýsingum eru
mældar á tvenna vegu, annars vegar út ff á taxtaverði (á ensku
sk. rate-card method) og hins vegar sem hreinar tekjur af
birtingu auglýsinga (á ensku sk. surveymethod). I fyrmefndu
aðferðinni felst að ekki er tekið tillit til afsláttar frá uppsettu
taxtaverði. Sbr. Institutet fór reklam- och mediestatistik,
Medie Tema, 1993: 5.
Bókmenntaverk. Útgáfúr ljóða, leikrita, skáldsagna og
smásagna, ritgerða, ræða, sendibréfa, fyndni, safnrita
mismunandi bókmenntaforms og íslenskra fomrita, eða rit
sem hafa flokkstölumar 800.1-800.9 samkvæmt Dewey
Decimal Classification. Sbr. Islenska bókaskrá. —> bók-
menntir
Bókmenntir. Útgáfur um bókmenntasögu, bragffæði og
stílff æði auk bókmenntaverka, eða rit sem hafa flokkstölumar
800/808.7-09 samkvæmt Dewey Decimal Classifícation.
Sbr. Islenska bókaskrá. -> bókmenntaverk
Bæklingur. Rit sem er 5 til 48 síður að stærð og er hugsað
sem fyrirfram ákveðið ritverk. Sbr. Islensk bókaskrá.
Bók. Rit sem er 49 síður eða þar yfir og er hugsað sem
fyrirfram ákveðið ritverk. Sbr. Islensk bókaskrá.
Dagblað. Fréttablað útgefið 4 sinnum og oftar í viku. Sbr.
ISO9707: 1991 (Information andDocumentation: Statistics
on Production and Distribution of Books, Newspapers,
Periodicals and Electronic Publications). —> fréttablað
Dagskrárrás. Útvarps- eða sjónvarpsstöð/rás sem sendir
út eigin samsetta dagskrá. Sbr. EUROSTAT, Classification
Plan: Audio-Visual Services (Rev. 1999).
Dagskrársnið. Megineinkenni dagskrár útvarps- og
sjónvarpsstöðva með tilliti til efnis og til hverra dagskrá er
einkum ætlað að höfða.
Framleiðandaland kvikmyndar/myndbands er að öllu
jöfnu skilgreint út ffá ríkisfangi þess ffamleiðanda sem fer
með listrænt forræði kvikmyndar. í þeim tilfellum þegar um
er að ræða kvikmyndir sem ffamleiddar eru með jafnri
ábyrgð tveggja eða fleiri ffamleiðenda af ólíku ríkisfangi er
miðað við í senn ríkisfang ffamleiðanda, leikstjóra, höfunda,
leikara og tæknifólks, o.frv. Sbr. European Audiovisual
Observatory, Statistical Yearbook: Film, Television, Video
and New Media in Europe 1998.
Fréttablað. Blað útgefið vikulega eða oftar, sem flytur
ff éttir og ff ásagnir af atburðum líðandi stundar, auk ýmislegs
annars efnis. Sbr. ISO 9707: 1991 (Information and Docu-
mentation: Statistics on Production and Distribution of
Books, Newspapers, Periodicals and Electronic Publica-
tions) og UNESCO, International Standardization ofStatis-
tics on the Production and Distribution of Books, Newspa-
pers and Periodicals (Rev.).
Höfuðborgarsvæði. Reykjavík, Bessastaðahreppur,
Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Kjalarneshreppur,
Kjósarhreppur, Mosfellsbær og Seltjamames.
ISIC - stadall. Alþjóðleg flokkun Sameinuðu þjóðanna
fyrir atvinnustarfsemi í hagskýrslum (International Stand-
ard Classification of all economic activities).
ÍSAT- stadall. Flokkun Hagstofu íslands fyrir atvinnu-
starfsemi í hagskýrslum byggð á samræmdri atvinnugreina-
flokkun Evrópusambandsins, NACE, Rev. I (Nomenclature
générale des Activitées économique dans les Communautés
Européennes), sem gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
Sbr. Islenska atvinnugreinaflokkun. ÍSAT 95, 2. útg. 1994.
Landsblað. Fréttablað sem hefur ekki staðbundna efnis-
skírskotun. -> fréttablað
Landshlutablað. Fréttablað sem hefur fyrst og ffemst
efnisskírskotun innan tiltekins landshluta. —> fréttablað
Leigumyndband. Myndband útgefið til útleigu.
Leikhús. Leikfélag/hópur sem hefur á að skipa launuðum
fostum starfsmönnum og hefur yfir að ráða fastri aðstöðu til
sýningarhalds.
Lén. Sá hluti tölvunets þar sem tilfong (á ensku resources)
era undir sameiginlegri stjóm (s.s. netföng og vefsíður).
Lénum er eingöngu úthlutað til stofnana, félaga og fyrirtækj a.
INTIS hefur með höndum úthlutun léna á íslandi (þ.e. nöfn
lénasem enda á .is). Dæmi um lén ert.d. hagstofa.is, en undir
það falla netfong starfsmanna Hagstofunnar. Lén er einnig
oft nefnt svæðisnetfang og umdæmi.
Löng leikin kvikmynd. Kvikmynd, að meðtöldum teikni-
myndum (oftast á35 mm filmu), sem tekur a.m.k. klukkustund
í sýningu. Sbr. MEDIA Salles, European Cinema Yearbook
1997.
Netið. Samheiti yfir tengingu ólíkra tölvuneta sem ná til
flestra ríkja heims. Einnig nefnt Alnetið, Intemetið og Lýð-
netið. Sbr. Tölvuorðasafn, 3. útg., 1998.
Nettenging. Tölva með tengingu við Netið. Sérhver tölva
(netþjónn, notendatölva, prentari, o.frv.) sem hefur tengingu
viðNetið fær úthlutað ákveðnu einkenni, sk. IP auðkenni. —>
Netið
Reykjanes (=Reykjaneskjördæmi). Suðumes og höfuð-
borgarsvæði, að Reykjavík frátalinni.
Sérefnisblað. Fréttablað sem flytur fréttir og frásagnir af
atburðum um afmörkuð málefni, s.s. um viðskipti, einstakar
atvinnugreinar, án þess þó að geta talist fagrit fyrir einstakar
starfsstéttir eða hópa. Sbr.ISO9707:1991 (Information and
Documentation: Statistics on Production and Distribution
of Books, Newspapers, Periodicals and Electronic
Publications).
Sérsýningar. Kvikmyndasýningar haldnar af sérstöku
tilefni, s.s. kvikmyndahátíðir og aðrar sérsýningar mynda
sem oftast hafa ekki verið teknar til almennra sýninga.
Staðarblað. Fréttablað sem hefur fyrst og ffemst efnis-
skýrskotun innan bæjar eða byggðar. —> fréttablað
Söfn og garðar. Varanleg stofnun opin almenningi sem
hefur það hlutverk að safha og hafa til sýnis muni, lifandi dýr
og plöntur svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og