Fjölmiðlun og menning - 01.08.1999, Blaðsíða 24
22
Fjölmiðlun og menning 1999
sj álfsögðu af því að útgáfu og sölu myndbanda ti 1 einstaklinga
fór ekki að gæta að marki fyrr en allra síðustu ár.
Auk efnis um útgáfu og dreifmgu myndbanda eru hér birtar
upplýsingar um uppruna myndbanda eftir framleiðenda-
löndum/svæðum, flokkun útgefmna myndbanda eftir leyfi-
legum aldri áhorfenda og efni, útgáfu og dreifmgu mynd-
banda íyrir böm, myndbandaleigur, myndbandstækjaeign
heimila, innflutning mjmdbandstækja og söluhæstu leigu- og
sölumyndbönd síðustu ára.
Flokkun myndbanda eftir framleiðendalöndum/svæðum
og fyrir böm er samkvæmt upplýsingum útgefenda.
XII. Útvarp. Útvarp hófst fyrst hér á landi 18. mars 1926
er H.f. Útvarp hóf reglulegar útsendingar. Rekstur stöðvar-
innar, sem var í einkaeigu, komst fljótlega í þrot og var
útsendingum hætt fyrri hluta árs 1928. Reglulegar útsendingar
útvarps hófust ekki aftur fýrr en Ríkisútvarpið (þá nefnt
Útvarpsstöð íslands í Reykjavík) hóf útsendingar 20.
desember 1930.16 Ríkisútvarpið hafði einkarétt á útvarps-
sendingum allt fram til 1986 er útvarp einkaaðila hófst á ný.
Árið 1951 var reyndar hafið útvarp á vegum Bandaríkjahers
á Keflavíkurflugvelli. Hafa útsendingar þess náðst á Faxa-
flóasvæðinu og um sunnanvert landið.17 Þessa útvarps er
ekki getið frekar hér.
Töluleg gögn um útvarpsnotendur ná samfellt aftur til
upphafs Ríkisútvarpsins árið 1930 og um lengd útsendinga
og efni litlu skemur eða frá 1932 og 1936. Á hinn bóginn er
litlar upplýsingar til um skiptingu efnis annarra stöðva frá
fyrri árum. Við flokkun útvarpsdagskrár stöðvanna hefur
verið tekið mið af flokkunarkerfí Samtaka evrópskra útvarps-
ogsjónvarpsstöðva. Bendaskal áaðupplýsingarum skiptingu
efnis eru ekki fyllilega sambærilegar milli einstakra stöðva.
Að auki eru birtar upplýsingar um staðsetningu útvarps-
stöðva eftir landsvæðum, um rekstaraðila einkarekinna
útvarpsstöðva, auglýsingatekjurútvarps ogumútvarpshlustun
samkvæmt fjölmiðlakönnunum.
XIII. Sjónvarp. Fyrstureglubundnu sjónvarpsendingamar
á vegum islenskra aðila hófust 30. september 1966 er
Ríkisútvarpið hóf útsendingar. Fyrir þann tíma höfðu íbúar
á Suðumesjum og víðsvegar um höfuðborgarsvæðið náð
sjónvarpsendingum á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkur-
flugvelli er byrjuðu árið 1955.18 Þeirra útsendinga er ekki
frekar getið hér. Ríkisútvarpið hafði einkarétt til sjónvarps-
útsendinga til ársins 1986 er sjónvarpsrekstur einkaaðila var
heimilaður.
Kaflinn hefur m.a. að geyma tölur um fjöida sjónvarps-
notenda frá 1967, ljölda sjónvarpsstöðva, útsendingartíma
eftir efni og uppruna, skiptingu fmmsýnds og endurflutts
efnis, barna- og unglingaefni, endurvarp erlends sjónvarps,
16 Sját.d. GunnarStefánsson, ÚtvarpReykjavík. SagaRíkisútvarpsins
1930-1960 (Reykjavík, 1997) og Magnús Jónssson, Alþingi og
útvarpið (Reykjavík, 1947).
17 Hörður Vilberg Lárusson, „Hemám hugans. Hugmyndir manna
umáhrifKeflavíkursjónvarpsinsáíslensktþjóðerni“,Aý’&ga 10,
1998, s. 19-37. Sjá einnig Þorbjörn Broddason, Television in
Time: Research Images andEmpirical Findings (Lund, 1996), s.
41-2 og sami, „Radio and Television Systems in Iceland“, í Radio
and Television Systems in Northern Europe and the Baltics
(Strassborg, 1998), s. 33.
18 Sama.
auglýsingatekjur sjónvarpsstöðva, textavarp og áhorf á
sjónvarp eftir einstökum stöðvum.
Við skiptingu útsends efnis sjónvarpsstöðva hefúr verið
stuðst við flokkunarkerfí Samtaka evrópskra sj ónvarpsstöðva.
Athygli skal vakin á því að upplýsingar um skiptingu efnis
em ekki fyllilega sambærilegar milli stöðva.
XIV. Lj ósvakamiðlar. Efni þessa kafla eru samandregnar
töflur fyrir útvarp og sjónvarp, s.s. um starfsmannahald í
útvarpi og sjónvarpi, tekjur útvarps og sjónvarpsstöðva og
útsendinguútvarps og sjónvarps áNetinu. Einnig embomar
saman kvaðir og skyldur útvarps og sjónvarps í almanna-
þjónustu og einkaeigu samkvæmt núgildandi lögum og
reglugerðum.
XV. Nýmiðlar. Einkatölvur komu fyrst á markað um og
kringum 1980. Tölvueign einstaklinga var þó næsta
takmörkuð fyrst í stað og varð ekki breyting þar á fyrr en upp
úr miðjum níunda áratugnum í kjölfar örrar hugbúnaðar-
þróunar og bætts notendaviðmóts og verðlækkana. Hér er
greint frá aðgangi að tölvum og fylgihlutum þeirra samkvæmt
neyslukönnunum 1994-1998 og innflutningi tölva og marg-
miðlunarefnis frá 1990.
Einnig eru birtar upplýsingar um útbreiðslu og notkun
Netsins. Fyrir 1990 varnánastógjöminguraðtengjastNetinu
fyrir aðra en háskóla og rannsóknarstofnanir. Hafrannsóknar-
stofnun var fyrst íslenskra stoínana til að tengjast Netinu um
miðjan síðasta áratug og komast þannig rafrænt í samband til
útlanda. N æstu árin tengdust fj ölmargar rannsóknarstofnanir
og skólar við Netið. Tengingum einstaklinga við Netið fór
fyrst stórlega að fjölga um miðjan þennan áratug.19 Birtar eru
tölulegarupplýsingarumnettengingarfrá 1990, lénáNetinu
frá 1995 og netþjónustur eftir landsvæðum frá 1995 að telja.
XVI. Sími. Bæjarsími komst fyrst á í Reykjavík 1905.
Fyrir þann tíma höfðu talsímalínur til einkanota verið lagðar
á nokkrum stöðurn á landinu, líklegast fyrst á Isafirði 1889.
Árið eftir var fyrst gerð tilraun til loftskeytasambands við
útlönd á vegum Marconifélagsins. Skeytamóttöku var hætt
eftir að ritsímasamband komst á við útlönd 1906 og Landssími
í slands var stofnsettur. Loftskeytasendingar voru ekki hafnar
hér aftur fyrr en 1918 og þá á vegum Landssímans (síðar
Pósturog sími erpóstþjónustan var sameinuð Landssímanum
1935) sem hafði einkarétt til rekstrar fjarskipta- og símakerfa
í landinu.20
Á síðustu árum hefur símaþjónusta tekið miklum
breytingum. Ný þjónusta hefur komið til skjalanna í kjölfar
tækninýjunga og einkaréttur til fj arskipta og rekstrar símkerfa
verið afnuminn í flestum löndum álfunnar. I ársbyrjun 1998
var einkaréttarákvæðið fellt úr gildi hér á landi21 og nýir
aðilar hafa haslað sér völl í rekstri símkerfa og þjónustu.
í kaflanum er m.a. að finna upplýsingar um fjölda síma-
númera í notkun í almenna talsímakerfinu (línutengdir símar)
19 Um upphaf Netsins hér á landi, sjá Jóhann Gunnarsson, „Upp-
lýsinganet“, í Samstarfsnefnd um upplýsingamál, Upplýsingar
eru auðlind (Reykjavík, 1990), s. 101-10 og Sigrún K. Hannes-
dóttir (ritstj.), A upplýsingahraðbraut. Frásagnir af notkun
lnternetsins (Reykjavík, 1995).
20 Heimir Þorleifsson, Söguþræðir símans. Þróunarsaga íslenskra
símamála gefin út i tilefni af 80 ára afmœli landssíma á Islandi
(Reykjavík, 1986).
21 Lögum fjarskipti, 1996, nr. 143.