Fjölmiðlun og menning - 01.08.1999, Blaðsíða 23
Fjölmiðlun og menning 1999
21
á Netinu og innflutning tímarita og blaða eflir helstu
innflutningslöndum. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi
um útbreiðslu tímarita almennt, en birtar eru tölur um
útbreiðslu nokkurra útbreiddustuneytendatímarita undanfarin
ár samkvæmt upplýsingum útgefenda.
IX. Hljóðrit. Tölulegar upplýsingar um hljóðrit og
útbreiðslu þeirra eru næsta litlar framan af. Fyrstu íslensku
hljómplötumar voru útgefnar 1907 og fluttu söng Péturs A.
Jónssonar.10 Hljóðritaútgáfa mun hafa verið einhver næstu
áratugina, en trúlega varð ekki veruleg aukning á fyrr en upp
úr 1950 er útgáfa dægurtónlistar jókst til muna.* 11
Efni þessa kafla tekur til útgefmna hlj óðrita eftir tegund og
efhi 1979-1997 og sölu hljóðrita 1991-1998, auk ýmislegs
annars efnis. Upplýsingar um hljóðritaútgáfuna eru að mestu
fengnar úr Islenskri hljóðritaskrá Landsbókasafns Islands -
Háskólabókasafns og miðast fyrri tímamörk við upphaf
skrárinnar. Við flokkun útgefmna hljórita eftir efni 1979-
1997 er höfð til hliðsjónar flokkun samtaka sænskra hljóð-
ritaútgefenda. Líta ber á efni töflunnar sem vísbendingu um
efni útgefmna hljóðrita.
Upplýsingar um sölu hljóðrita 1991-1994 eru byggðar á
áætlun Alþjóðasamtaka hljóðritaútgefenda, en eftir það em
tölur um hljóðritasöluna sóttar í upplagseftirlit Samtaka
hljómplötuframleiðenda. Heildarsalan er áætluð út frá ætlaðri
markaðshlutdeild útgefenda sem þátt taka í upplagseftirliti
samtakanna.
X. Kvikmyndir. I kaflanum eru m.a. birtar upplýsingar
um starfsemi kvikmyndahúsa, aðsókn, uppruna frumsýndra
mynda, íslenskar kvikmyndir, kvikmyndahátíðir og sér-
sýningar, sýningar kvikmynda fýrir böm, kvikmynda eftir
efni og leyfilegum aldri áhorfenda og aðsóknarhæstu kvik-
myndir nokkurra undangenginna ára.
Til grundvallar upplýsingum um kvikmyndasýningar og
starfsemi kvikmyndahúsa liggja gögn Hagstofunnar sem ná
samfellt frá 1965, að undanskildum árunum 1981-1984 er
gagnasöfnun lá niðri. Hér em þó birtar upplýsingar um
kvikmyndahús á höfuðborgarsvæði frá 1906. Það ár hófúst
reglulegar kvikmyndasýningar hér á landi er Reykjavíkur
Bíógraftheater tók til starfa, eða rétt rúmum áratug eftir að
hinir frönsku Lumiére bræður kynntu kvikmyndina til leiks
undir lok árs 1895. Kvikmyndir höfðu að vísu verið fyrst
sýndar hér þegar árið 1903. Tilraunir voru gerðar til
kvikmyndasýninga í Reykjavík þá þegar ári síðar, en fátt er
vitað með vissu um það sýningarhald.12 Reglulegar sýningar
kvikmynda vom hafnar í stærstu þéttbýlisstöðum víðsvegar
um land á næstu árum.13 Upplýsingar um starfrækslu
kvikmyndahúsa utan höfuðborgarsvæðis eru ekki tiltækar
fyrir 1965.
Telja má að kvikmyndasýningar hafi fljótlega orðið ein
10 Hallgrímur Helgason, Tónmermtira-k(Reykjavík, 1977), s. 193.
11 Gestur Guðmundsson, Saga rokksins. Frá Sigga Johnnie til
Sykurmolanna (Reykjavík, 1990), s. 12.
12 Sjá þó Eggert Þ. Bemharðsson, „ísland, „land kvikmyndanna““,
Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 1995.
13 Fyrir 1920 var reglulegt sýningarhald hafið á einum sjö þéttbýlis-
stöðum víðsvegar um land, auk Reykjavíkur. - Gísli F. Gíslason,
Umupphafkvikmyndasýningaogreksturkvikmyndahúsaálslandi
fyrir 1940 (lokaritgerð við Háskóla íslands - sagnfræði, 1983).
helsta skipulögð dægradvöl íbúa á þeim stöðum þar sem
kvikmyndasýningar voru í boði, líkt og ráða má af aðsóknar-
tölum að hinum ýmsum skipulögðum skemmtunum og
viðburðum í Reykjavík undir lok þriðja áratugarins.14 Fyrir
1965 eru upplýsingar um aðsókn að kvikmyndasýningum
ekki fyrir hendi, að undanskildum aðsóknartölum að kvik-
myndasýningum í Reykjavík á árunum 1928-1951. Aðsókn
að kvikmyndasýningum utanhöfuðborgarsvæðis 1965-1980
er hér áætluð.
Taka kvikmynda hófst hér um svipað leyti og reglulegar
kvikmy ndasýningar hófúst. Lengst af var íslensk kvikmynda-
gerð stopul iðja. Þar varð ekki breyting á fyrr en í lok áttunda
áratugarins og það sem oft hefur verið nefnt „íslenska
kvikmyndavorið" gekk í garð. Telja má að frumsýning
kvikmyndanna Morðsögu, í leikstjóm Reynis Oddssonar,
árið 1977 og Lands og sona, í leikstjóm Ágústs Guðmunds-
sonar þremur árum síðar, marki upphaf íslenskrar nútíma-
kvikmyndagerðar. Þá hafði ekki verið framleidd löng leikin
kvikmynd með þátttöku Islendinga frá því 1967 er Rauða
ífoM/TwúteikstjómdanskakvikmyndaleikstjóransGarbriels
Axel, var tekin til sýninga.15 Kvikmyndasj óður var stofnaður
1979, en tilkoma hans markar enn frekar þau þáttaskil sem
urðu í íslenskri kvikmyndagerð í lok áttunda áratugarins og
við upphafþess níunda. Em fyrri tímamörk efnis um íslenskar
kvikmyndir miðuð við þau tímamót. Upplýsingar um inn-
lendar kvikmyndir taka aðeins til langra leikinna mynda þar
sem áreiðanlegar upplýsingar skortir um gerð stuttmynda og
heimildarkvikmynda.
Flokkun kvikmynda eftir framleiðendalöndum/svæðum
og kvikmyndum fyrir böm er samkvæmt upplýsingum
dreifenda kvikmynda og kvikmyndahúsanna. Samfelldar
upplýsingar um uppruna kvikmynda sýndra á kvikmynda-
hátíðum og sérsýningum eru ekki tiltækar.
XI. Myndbönd. Myndbönd og myndbandstæki komu
fyrst á almennan markað um 1970, en útbreiðsla þeirra var þó
takmörkuð fram á níunda áratuginn. Töluleg gögn um
myndbandamarkaðinn hér á landi em fábrotin framanaf.
Gera má þó ráð fyrir að útbreiðsla myndandstækja hafi verið
örari hér en víðast hvar á meðal nágranna okkar sökum
takmarkaðs framboðs á sjónvarpsefni.
Gagnasöfnun Hagstofunnar um útgáfú, dreifíngu og sölu
myndbanda á meðal útgefenda leigu- og sölumyndbanda
hófst fyrst 1996. Það er ekki því ekki fyrr en á allra síðustu
árum sem völ er á samfelldum upplýsingum um útgáfu og
dreifmgu myndbanda af hálfu útgefenda. Hins vegar er ekki
við neina heildarútekt að styðjast varðandi útleigumarkað
myndbanda. Tölur um fjölda og verðmæti útleigðra mynd-
banda 1981-1997 eru áætlaðar af Þjóðhagsstofnun.
I kaflanum gætir nokkurs misvægis á magni upplýsinga
um leigumyndbönd og sölumyndbönd. Ræðst það að
14 Arbók Reykjavíkurbæjar 1940, s. 102.
15 Gabriel Axel er væntanlega kunnastur íýrir mynd sína Gestaboð
Babette (Babettes Gæstebud) 1987 sem síðar hlaut Óskarinn sem
bestaerlendakvikmyndin.-Sjáyfirlitumíslenskakvikmyndagerð
í Arna Þórarinssyni, „Films“, í lceland: The Republic (Reykjavík,
1996), s. 318-23, Erlendi Sveinssyni, Kvikmyndir á íslandi 75
ára. Afmœlisrit (Reykjavík, 1981) og Peter Cowie, Icelandic
Films (Reykjavík, 1995).