Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 24

Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 24
22 Umhverfistölur Landbúnaður Jarðrækt og búfjárrækt hefur sett svip sinn á evrópskt landslag í mörg hundruð ár. Mikil framleiðsluaukning eftir síðari heimsstyrjöldina hefur leitt af sér ýmis umhverfisvandamál. Nýtt rekstrarform og afnám jarðræktar á svæðum sem þykja óhagstæð til ræktunar hefur haft áhrif á landslag og lífsskilyrði margra jurta og dýra. Aburðar- og eiturefnanotkun mengar yfirborðsvatn og grunnvatn en auk þess geta eiturefnaleifar komið fram í upp- skerunni sjálfri. Dýrahaldogóvönduðmeðferðbúfjáráburðar hefur í för með sér loftmengun vegna mikils útstreymis ammoníaks. Landsvæði Síðustu áratugi hefur heildarland nýtt til landbúnaðar farið minnkandi í flestum Evrópulöndum en í öllum löndum Vestur-Evrópu hafa bújarðir stækkað að meðaltali. Frá 1960 hefur heildsvæði landbúnaðar minnkað hlutfallslega mest í Svíþjóð en ræktarland hefur aukist í nokkrum löndum syðst í Evrópu, t.d. Grikklandi og Portúgal. Stærstu landbúnaðar- svæðin eru í Ukraínu, Rússlandi og Frakklandi (sjá töflu á bls. 8). Land nýtt til landbúnaðar á íslandi var um 20 þús. km2 1970 en telst nú um 19 þús. km2. Fjöldi búfjár eftir landshlutum 1996 I Nautgripir 1 Sauðfé Hross Heimild: Bændasamtökin Norðurland vestra 115.895 Búfé Búfjáhald hefur áhrif á umhverfið með ræktun fóðurs, beit og búfjáráburði. Sú sérhæfing búfjárræktar sem átt hefur sér stað hefur leitt til staðbundinnar fjölgunar dýra en heildarfjöldi búfjár hefur einnig aukist í mörgum löndum og á það sérstaklega við um svín. Flest dýr á hvern hektara lands eru í Flollandi og Belgíu, og er þá átt við svín og nautgripi. V andamál vegna gey mslu og dreifingar búfjáráburðar aukast eftir því sem fleiri dýr eru á hverri flatareiningu. Árið 1980 var sauðfé á fslandi u.þ.b. 800.000 að tölu, nautgripir um 60.000, svín urn 1.500 og hross rúmlega 50.000. Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda búfjár á íslandi árið 1994 (1990 í öðrum löndum) Flér kemur fram að sauðfé hefur fækkað að mun en nautgripum, svínum og hrossum fjölgað.

x

Umhverfistölur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.