Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 29
Umhverfistölur
27
Hreinsistöðvar
f frárennsli sem fellur í stöðuvötn eða er leitt til sjávar eru
ýmis næringarefni svo sem fosfór, köfnunarefni og lífræn
efni. Lífræn efni og næringarefni geta leitt til næringar-
efnaauðgunar stöðuvatna og sjávar sem getur síðan leitt til
ofauðgunar og súrefnisþurrðar sem valdið getur fiskdauða.
Auk þess getur frárennsli borið með sér þungmálma og önnur
eiturefni. Hreinsun frárennslis er mislangt á veg komin í
hinum ýmsu Evrópulöndum en markmiðið með hreinsun er
aðallega að fjarlægja föst efni og lífræn efni. Þar sem
næringarefnaauðgun hefur átt sér stað hefur þetta einnig
beinst að því að minnka fosfór í frárennsli. I mörgum tilvikum
er frárennsli látið renna óhreinsað til vatna eða sjávar.
Fráveitur þar sem fram fer einh vers konar hreinsun á frárennsli
eru fáar á íslandi. Þær þjóna eingöngu um 6% íbúa landsins.
Þessi tala hækkar væntanlega mikið í náinni framtíð vegna
þess að í mörgum fjölmennari sveitarfélögum er nú unnið að
þessum málum. Hafa ber í huga að ofauðgun sjávar er ekki
vandamál á Islandi þar sem byggð er mjög dreifð og auk þess
draga harðir sjávarfallsstraumar úr hættu á staðbundinni
mengun.
Heimili með hreinsibúnað fyrir frárennsli árið 1990
Hlutfall heimila með frárennslishreinsun Þar af
Frumhreinsun 11 Þróaðri hreinsun 21 Annar konar hreinsun 3>
ísland 51 6 6
Danmörk 98 8 69 21
Finnland 76 0 0 76
Noregur 57 13 1 43
Svíþjóð 95 1 10 84
Austurríki 72 5 60 7
Belgfa 41 23 0 23
Bretland 87 8 65 14
Frakkland 68
Grikkland 4> 1 0 1
Holland 93 1 83 8
írland 4) 11 0 11
Ítalía 61
Lettland 69 20 48
Litáen
Luxemborg 90 3 82
Pólland 34 15 42
Portúgal 21 9 11 0
Hvía-Rússland 65
Slóvenía 22 6 4 11
Spánn 53 11 38 4
Sviss 90 90
Slóvakía 52 47
Ungverjaland 31 9 22
Þýskaland 86 6 50 30
I:' Aur- eða botnfallshreinsun.
21 Lífræn hreinsun sem fjarlægir u.þ.b. 90 % af lífrænum efnum, efnafræðileg hreinsun sem fjarlægir fyrst og fremst fosfór.
31 Lífræn eða efnafræðileg hreinsun, fullkomin kötnunarefnishreinsun o.fl,
41 1980.
5> 1994.
Heimild: Miljö i Europa, SCB 1995.