Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 23
Umhverfistölur
21
Samgöngur valda mengun umhverfis með útblæstri ýmissa
lofttegunda svo sem koltvísýringi, köfnunarefnisoxíðum,
brennisteinsoxíðum, kolvetnum og kolsýringi auk rykagna
og blýs.
Jarðvegur, ár og vötn geta súrnað vegna ákomu brennis-
teins- og köfnunarefnisoxíða. Síðarnefndu efnin geta jafn-
framt leitt til ofauðgunar og myndað ljósefnafræðileg oxandi
efni með kolvetnum.
í flestum löndunum valda samgöngur meira en helmingi
alls útstrey mis af köfnunarefnisoxíðum en hlutfall útstreymis
brennisteinsoxíða vegna samgangna er lægra skv. með-
fylgjandi töflu. í töflunni er hlutur fiskiskipa trúlega alls
staðar talinn með (þ.e. flokkaður undir samgöngur) en hann
vegur hlutfallslega mj ög mikið í tölum frá Islandi. S amgöngur
á landi valda meginhluta útstreymis köfnunarefnisoxíða í
flestum löndum. Á íslandi valda þó fiskiskip 70-80% út-
streymis þess en samgöngur á landi innan við 20%. Hvað
varðar útstrey mi brennisteinsoxíða vegna eldsneytisbrennslu
á íslandi eru fiskiskip einnig þar með mestan hlut og töluvert
meiri en samgöngur á landi.
Hvarfakútar í nýjum bílum draga úr útstreymi kolsýrings,
kolvetnis og köfnunarefnisoxíðs. Útstreymi koltvísýrings
fer hins vegar eingöngu eftir eldneytisnotkun.
Hlutur samgangna í heildarútstreymi brennisteins- og köfnunarefnisoxíða til andrúmsloftsins 1993
Köfnunarefnis- Köfnunarefnis-
Brennisteinsoxíð,% oxíð,% Brennisteinsoxíð,% oxíð,%
ísland 2) 36 96 Bretland 4 56
Danmörk 9 55 Frakkland *•3) 13 72
Finnland 11 4 66 Holland 19 62
Noregur 25 79 Pólland 2 38
Svfþjóð 24 82 Sviss 5 64
Austurríki31 11 65 Ungverjaland 11 2 51
Belgía 11 6 56 Þýskaland ” 2 67
0 1992. Frá Þýskalandi, bráðabirgðatölur.
2) Lang mest vegna fiskiskipa.
3) Eingöngu samgöngur á landi.
Heimild: Environmental data, OECD 1995.