Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 43
Umhverfistölur
41
markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um
að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslags-
breytingum.
Sjávarmengun
Alþjóðasamningur um vamir gegn mengunfrá skipum (Lon-
don 1973)
Aðildíslands: 25. september 1985; Stjtíð. C 9/1985. 5/1989
og 13/1992
Markmið samningsins er að koma í veg fyrir losun
mengandi efna í sjó (þ.m.t. í úthöf) frá farartækjum sem eru
á siglingu eða í höfnurn.
Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna
losunar úrgangsefna og annarra efna í það (London 1972)
Aðild íslands: 30. ágúst 1975; Stjtíð. C 17/1973 og 1/1976
Markmið samningsins er að stýra og koma í veg fyrir losun
úrgangsefna og mengandi efna í sjó (þ.m.t. í úthöf) frá
skipum og flugvélum og bruna úrgangsefna á hafi.
Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun sjávar vegna
losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum (Osló 1972)
Aðildíslands: 7. apríl 1974; Stjtíð.C 16/1973,5/1974,10/
1987, 22/1989, 35/1991 og 1994
Markmið samningsins er að draga úr og helst stöðva losun
mengandi efna og hættulegra úrgangsefna í sjó (þ.m.t. í úthöf
innan samningsvæðisins) frá skipum og flugvélum og
brennslu efna á hafi sem hættuleg eru umhverfinu.
Samningur um varnir gegn mengun sjávarfrá landstöðvum
(París 1974)
Aðild íslands: 19. júlí 1981; Stjtíð. C 13/1981, 16/1987 og
23/1989
Markmið samningsins er að draga úr rnengun sem berst til
hafs frá starfsemi á landi.
Alþjóðasamningurum viðbrögð gegn olíumengun og samstarf
þar um (London 1990)
Aðild íslands: 13. maí 1995; Stjtíð. C 16/1993
Markmið samningsins er að skapa grundvöll fyrir alþjóð-
legri samvinnu og samhjálp urn viðbrögð við mengunar-
óhöppum er stafa af olíu.
Alþjóðasamningur um íhlutun á úthafinu þegar óhöpp koma
fyrir sem valda eða geta valdið olíumengun (Brussel 1969)
Aðild íslands: 15. október 1980; Stjtíð. C 10/1980
Markmið samningsins er að gera ríkjum kleift að grípa til
aðgerða á úthafinu þegar sjóslys eiga sér stað og valda, eða
geta valdið, olíumengun innan lögsögu hlutaðeigandi ríkja.
Alþjóðasamningur um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns
afvöldum olíumengunar (Brussel 1969)
Aðild íslands: 15. október 1980; Stjtíð. C 10/1980 og 1994
Markmið samningsins er að tryggja skaðabætur til einstak-
linga sem verða fyrir tjóni vegna olíumengunar frá skipum.
Alþjóðasamningur um stofnun alþjóðasjóðs til að bœta tjón
afvöldum olíumengunar (Brussel 1969)
Aðild íslands: 15. október 1980; Stjtíð. C 10/1980 og 1994
Markmið samningsins er að tryggja tjónþola olíumengunar
baktryggingu þegar hámarksbætur, sem skipaeigendum er
gert að greiða samkvæmt samningnum um einkaréttarlega
ábyrgð, duga ekki til að bæta það tjón sem hann hefur orðið
fyrir.
Norðurlandasamningur um samvinnu í baráttu gegn mengun
sjávar af völdum olíu og annarra skaðlegra efna (Kaup-
mannahöfn 1993)
Aðild íslands: 29. júní 1995; Stjtíð 1995
Markmið samningsins er að koma á gagnkvæmu samstarfi
aðila um viðbrögð við meiri háttar mengunaróhöppum á sjó,
sem stafa af olíu og öðrum efnum, og vinna að því að vernda
tiltekin hafsvæði gegn hugsanlegum mengunaróhöppum.
Samningurinn er trygging fyrir því að utanaðkomandi aðstoð
berist þegar svo alvarleg mengunarslys verða að einstök ríki
geta ekki ráðið við þau upp á eigin spýtur. Samningurinn
tekur til innsævis, landhelgi, landgrunns og efnahagslögsögu
aðildarríkjanna.
Urgangur
Samningur um eftirlit með flutningi spilliefna og annars
úrgangs milli landa ogförgun þeirra (Basel 1989)
Aðild íslands: 26. september 1995; Stjtíð 1995
Markmið samningsins er að samræma meðferð spilliefna
og annars úrgangs, annarra en geislavirkra úrgangsefna og
úrgangsefna sem falla til í venjulegum rekstri skipa. Enn-
fremur að draga úr myndun spilliefna og flutningi þeirra á
milli landa. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla
að því að spilliefnum verði fargað í samræmi við sjónarmið
umhverfisverndar og að auka aðstoð við þróunarlönd við
umhverfisvæna meðferð spilliefna og annars úrgangs sem til
fellur.