Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 36
34
Umhverfistölur
Súr jarðvegur
í súrum jarðvegi hafaeiginleikartil þess að gera sýru hlutlausa
verið skertir. Súrt regn (sjá bls. 32) ásamt áhrifum af skógar-
vinnslu og landbúnaði eru helstu orsakavaldarjarðvegssúrnunar
af mannavöldum. Hins vegar vegur veðrun í jarðvegi þar upp
á móti. Berggrunnur Norður-Evrópu veðrast lítið og af því
leiðir að þar eru viðkvæmustu svæði Evrópu með tilliti til
súrnunar jarðvegs og vatna. Við mat á viðkvæmum svæðum er
einnig tekið tillit til jarðvegstegunda. jarðnýtingu og loftslags.
Skógarskaðar
Ekki er vitað rneð vissu hvað það er sem veldur skaða á trjám
eða skógardauða eins og það hefur verið nefnt. Væntanlega
verður skaðinn ekki rakinn til einhvers eins þáttar heldur
samspils margraþátta. Súrjarðvegur leysir úr læðingi ál sem
truflar vaxtarjafnvægi. Loftmengun, eins og óson og brenni-
steinsoxíð, hefur árif á lauf og barrnálar, truflar ljóstillífun
o.s.frv. Þessar truflanir hafa jafnframt þau áhrif að tré verða
viðkvæmari fyrir þurrki, frosti og ýmsum skaðvænlegum
þáttum. Skaðinn er oftast skilgreindur með hugtakinu „krónu-
þynning“ og miðast við hlutfall af lauf- eða barrþéttleika
heilbrigðs trés.
Stærstu svæði þar sem skógarskaðar hafa orðið eru í Mið-
og Austur-Evrópu og í Bretlandi. Laufskógar hafa yfirleitt
orðið verr úti en barrskógar.
Líffræðileg fjölbreytni
Með hugtakinu líffræðilegur fjölbreytileiki er átt við fjöl-
breytni milli lífvera á allan hátt, þ.e.a.s. erfðafræðilegan fjöl-
breytileika innan hverrar tegundar, breytileika rnilli tegunda
og milli ólíkra vistkerfa.
Eiturefni og mengun ógna fjölbreytileika lífríkisins. I
löndum Vestur-Evrópu hefur breyting á nýtingu lands jafn-
framt verið ógnun, svo sem þurrkun votlendis, aflagning
jarðræktar, ásamt nýjum ræktunaraðferðum.
Lífvera telst í hættu ef lífslíkur hennar við varanleg,
harðger skilyrði eru ekki trygg. I mörgum löndum hafa
plöntu- og dýrategundir verið flokkaðar í hættuflokka og
skráðar í svokallaða válista. Ólíkir umhverfisþættir hafa
áhrif á fjölda og útbreiðslu dýra- og plöntutegunda sem ekki
eru í beinni hættu.
Súrt regn og áburðarefni (köfnunarefni) úr andrúmslofti
hafa áhrif á lífsskilyrði margra plantna. Þær tegundir sem
þrífast vel af köfnunarefnisríku lofti, svo sem gras og brenni-
netla, dafna á kostnað annarra plantna þar sem þau skilyrði
eru fyrir hendi. Þar sem plöntur skapa skordýrum lífsskilyrði
og skordýr síðan fuglum, leiðir þessi lífskeðja til þess að
Samkvæmt sérstöku samhæfðu vöktunarkerfi fyrir um-
hverfismál í Evrópu (EMEP) er álitið að flest svæði í Suður-
Evrópu geti tekið á móti 10-20 kg brennisteins á hvern
hektara á ári hverju án þess að skaði hljótist af. En stór svæði
í Norður-Evrópu þola einungis örfá kg af súrri ákomu á ári.
Vandamál þessu tengd eru hins vegar ekki fyrir hendi á
Islandi.
Á ákveðnum svæðum í Mið-Evrópu verður mikið tjón á
skógum vegna brennslu brúnkola. I norðlægari löndum er
yfirleitt unnt að sjá meiri skaða eftir því sem norðar dregur en
því veldur köld og óblíð veðrátta. Þar að auki eru skógarnir
gamlir. Umhverfisbreytingar eru ekki einar og sér valdar að
skemmdum á skógi. Fyrir þeim eru einnig náttúrlegar orsakir.
Skógarsvæði sem orðið hafa fyrir skaða hafa stækkað
hlutfallslega áundanförnum árum í mörgum Evrópulöndum.
Samanburð milli landa verður að gera með fyrirvara.
Skógar á íslandi eru ekki vaktaðir með tilliti til skaða af
völdum loftmengunar, enda hefur ekkert komið fram sem
bendir til þess að um slíkan skaða sé að ræða hérlendis.
margar tegundir fugla eru einnig í hættu vegna breytinga á
lífsskilyrðum plantna.
Þurrkun votlendis hefur leitt til fækkunar vaðfugla og
froska. Tilveru spendýra og fugla er ógnað með veiðum og
eggjatöku. I vötnum og ám hafa umhverfisskilyrði breyst
með súru regni. ofnotkun áburðar og útstreymis eiturefna.
Þetta, ásamt ofveiði á ýmsum stöðum, hefur haft áhrif á
lífsskilyrði ýmissa tegunda vatnafiska og annarra vatnadýra.
I mörgum löndum eru skriðdýr og froskar í hlutfallslega
mestri í hættu. Fækkun búsvæða, svo sem við þurrkun
votlendis, hefur þar sitt að segja.
Á íslandi hefur umræðan hin síðari ár í auknum mæli
beinst að því að vernda þurfi þau votlendi sem eftir eru og
koma öðrum í fyrra horf. Það gerist reyndar smám saman af
sjálfu sér þegar búskap er hætt. Aukin umræða hefur einnig
orðið á nauðsyn þess að verja dýra- og gróðurríki Islands
gegn erfðablöndun við innfluttar og ræktaðar tegundir.
Aukinn ferðamannastraumur, virkjanir og vegagerð eru
jafnframt þættir sem nauðsynlegt er að fylgjast með með
tilliti til áhrifa á fjölbreytni lífríkis landsins.