Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 27

Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 27
Umhverfistölur 25 Varnarefni Eiturefni og hættuleg efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra hafa verið nefnd varnarefni á íslensku. Varnarefni skiptast í plöntulyf (þ.m.t. skordýraeitur og sveppalyf), illgresiseyða, stýriefni og útrýmingarefni þ.m.t. nagdýraeitur og skordýraeitur. Auk þess hefur skilgreiningin varnarefni verið notuð yfir sótt- hreinsiefni sem notuð eru í landbúnaði eða garðyrkju. Notkun varnarefna í landbúnaði eykur magn þrávirkra lífrænna efna í umhverfinu. Efnin geta safnast upp í jarðvegi og í plöntum. Hætta er á því að þau berist í grunn- og yfir- borðsvatn. Undanfarin ár hefur notkun varnarefna minnkað í mörgum löndum. Ein af ástæðunum fyrir því er að skipt hefur verið yfir í áhrifameiri efnablöndur sem notaðar eru í litlum skömmtum. I löndurn Norður-Evrópu er mest notað af illgresiseyðum en notkun sveppa- og skordýraeiturs er meiri í suðlægari löndum. í Hollandi nemur notkun efna til að sótthreinsa jarðveg allt að því helmingi af heildarnotkun varnarefna. Notkun slíkra efna er mun minni í öðrum löndum. Varnarefni eru mismikið eitruð og misjafnt hve þrávirk þau eru. Fyrirvara verður því að hafa við samanburð niilli ólíkra landa og fyrir mismunandi tímabil. Notkun varnarefna í landbúnaði, virk efni Kg á hektara Samtals Kg á hektara Samtals tonn á ári tonn á ári Nálægt um það bil Nálægt um það bil 1985/86 1990 árið 1990 1985/86 1990 árið 1990 Island 0,6 4 Júgóslavía 3,1 24.100 Danmörk 3,1 1.8 4.700 Króatía 3,8 6.100 Finnland 0,8 0,7 1.700 Lettland 1,5 2.600 Noregur 1,8 1,4 „ 1-200 Litáen 1,3 3.100 Svíþjóð 1,7 0,5 1.500 Moldavía 3,5 5.900 Albanía 6.100 Pólland 1,4 20.600 Austurríki 3,5 2,8 4.200 Portúgal 7,2 6,8 21.600 Belgía 11,1 12,3 9.700 Rúmenía Bosnía-Hersegóvína 1,5 1.700 Rússland (allt) 0,4 50.600 Bretland 4,2 28.000 Hvíta-Rússland 1,2 7.400 Búlgaría 5,1 21.400 Sviss 3,7 1.500 Eistland 0,8 900 Slóvenía 7,1 2.200 Frakkland 4,8 5,0 96.400 Spánn 6,7 134.200 Grikkland 1,9 2,1 8.200 Tékkóslóvakía 2,9 14.700 Holland 2> 23,5 18,2 19.000 Ukraína 1,3 43.700 Irland 2,0 1.900 Ungverjaland 4,9 26.000 Ítalía 13,8 7,6 91.100 Þýskaland 5,0 61.470 11 1993. 2) Grænmetis- ávaxta og blómarækt er innifalin. Heimild: Miljö i Europa, SCB 1995; Bændasamtökin.

x

Umhverfistölur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.