Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 35
Umhverfistölur
33
Áætluð ákoma köfnunarefnis 11 í ýmsum löndum Evrópu ásamt hlutfalli milli ákomu og útstreymis
1985 1993 1985 1993
1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi
ísland 12 2,0 5 2,3 Lettland 80 1,2 50 1,0
Danmörk 95 0,4 75 0,5 Litáen 100 1,1 75 1,0
Finnland 130 1,2 110 1,4 Makedónía 20 1,2 15 2,1
Noregur 130 1,3 110 1,7 Moldavía 40 0,8 30 0,9
Svíþjóð 220 1,2 190 1,8 Pólland 500 0,6 510 0,9
Albanía 25 0,8 20 1,2 Portúgal 50 0,5 55 0,7
Austurríki 170 1,1 150 1,6 Rúmenía 320 0,6 260 0,8
Belgía 70 0,5 75 0,5 Rússland 2) 1.400 0,7 2.000 1,6
Bosnía/Hersegóvína 55 1,2 50 1,7 Hvíta-Rússland 300 1,1 220 1,0
Bretland 260 0,3 290 0,4 Serbía/Svartfjallaland 110 0,8 100 1,1
Búlgaría 110 0,5 100 1,1 Slóvakía 90 0,7 75 0,9
Eistland 35 0,8 25 0,8 Slóvenía 40 1,3 30 1,7
Frakkland 720 0,6 630 0,7 Spánn 250 0,5 250 0,8
Grikkland 80 0,3 80 0,7 Sviss 75 0,7 80 1,2
Holland 140 0,4 145 0,5 Tékkóslóvakía 160 0,5 150 0,7
Irland 75 0,6 75 0,6 Úkraína 480 1,4 350 2,2
ftalía 360 0,4 330 0,7 Ungverjaland 150 0,7 130 0,9
Króatía 65 1,0 55 1,2 Þýskaland 850 0,5 800 0,7
l:' Bæði nitrat- og amoníaksköfnunarefni.
2) Evrópski hlutinn.
Heimild: Miljö i Europa, SCB 1995.
Þungmálmar í andrúmsloftinu
Styrkur þungmálma í mosa er nokkurn veginn í samræmi við
ákomu. Rannsóknir hafa verið gerðar á styrk hinna ýmsu
þungmálma í mosa á Eystrasaltssvæðinu frá því fyrir 1990.
Kadmíum dreifist aðallega sem mengun í fosfatáburði, frá
brennslu úrgangs og frá námuvinnslu og málmiðnaði.
Töluverður styrkur kadmíums finnst í mosa í suðurhluta
Skandinavíu en mun minna í mið og norðurhlutanum. A
íslandi mælist mestur styrkur á eldvirka svæðinu frá suðvestur
horninu til norðausturhornsins. Síðan dregurúreftirþví sem
lengra kemur frá þessu svæði til suðausturs og norðvesturs.
Sýnum var safnað á 15 stöðum árið 1985, 106 stöðum 1990
og 1 lOstöðumárið 1995.Fyrstasöfnunvarmjögtakmörkuð
og eru meðaltöl þeirra mælinga ekki sambærileg við síðari
mælingar þar sem ekki var safnað sýnum á sömu stöðum.
Árin 1990 og 1995 var hins vegar safnað sýnum á sömu
stöðum og ættu meðaltöl þeirra mælinga því að vera
samanburðarhæf. Þegar þetta er skrifað er hins vegar ekki
búið að vinna upplýsingar úr mælingunum.
Kadmíumjafnvægi í akurlendi er sýnt á bls. 24.
Oson í andrúmsloftinu
Niðri við jörð mynda köfnunarefnisoxíð og kolvetni loft-
tegundina óson fyrir tilverkan sólarljóssins. Mest ósonmagn
mælist oftast þar sem útblástur kol vetnis og köfnunarefnis er
mestur, t.d. við þéttbýli, og helst að sumarlagi þegar hæð er
yfir landi. Oson getur dreifst langa vegu með Ioftstraumum.
Það er eitrað og hættulegt plöntum svo og heilsu manna og
dýra. Óson er jafnframt ein þeirra lofttegunda sem veldur
gróðurhúsaáhrifum (sjá. bls. 13).
Loftmengun í nokkrum höfuðborgum
íbúum þéttbýlissvæða Evrópu fjölgar sífellt og verða þeir
fyrir meiri eða minni loftmengun. Vélknúin ökutæki valda
mestri loftmengun í borgum Vestur-Evrópu. Útstreymi frá
verksmiðjum og orkuverum er umtalsverður valdur loft-
mengunar í Austur-Evrópu. Loftmengun er aðallega af
brennisteinsoxíðum, köfnunarefnisoxíðum, hinum ýmsu
kol vetnum, ry kögnum og ljósefnafræðilegum oxandi efnum.
Auk þess að hafa áhrif til súrnunar í jarðvegi og vötnum hafa
brennisteins- og kolefnisoxíð einnig áhrif á mannvirki og
menningarverðmæti sem þola illa súrt regn, má t.d. nefna
marmara í þessu sambandi. Þessi efni hafa, ásamt öðrum
mengandi lofttegundum, skaðleg áhrif á heilsu manna.
Magn brennisteinsoxíðs hefur minnkað í flestum borgum
Evrópu hin síðari ár og skýrist það fyrst og fremst af því að
innihald brennisteins í eldsneyti hefur minnkað frá því sem
áður var.
Bílaumferð veldur mestri köfnunarefnis- og kolvetnis-
mengun. Búist er við að hlutfallsleg fjölgun bifreiða sem
útbúnar eru hvarfakútum leiði til minnkandi mengunar. Sót
hefur minnkað í flestum borgum. Með sóti er átt við fínar,
svartar rykagnir sem lcoma frá útblæstri samgöngutækja,
iðnaði og húsaupphitun. Örsmáar rykagnir geta sjálfar verið
eitraðar eða borið með sér eitruð efni og jafnvel valdið
krabbameini.