Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 34
32
Umhverfistölur
Loftmengun og ákoma
Súrt regn
Brennisteins- og köfnunarefnisoxíð berast út í andrúmsloftið
(sjá einnig bls. 10-13), leysast upp í regni og þoku og mynda
jónir. Urkoman ber síðan með sér súlfat- og nítratjónir og
súrar vetnisjónir sem falla til jarðar. Það er svokölluð vot
ákoma. Ammoníaksjónir vegna útstreymis (sjá bls. 12) geta
breyst í nítratjónir í jörðinni sem veldur súrnun jarðvegs og
vatna. Hluti af útstreymi brennisteins- og köfnunarefna-
sambanda berst til jarðar án þess að leysast fyrst upp í vatni
og er það svokölluð þurr ákoma.
Útreikningar sýna að ákoma brennisteins hefur minnkað
mikið í flestum Evrópulöndum síðastliðinn áratug. A
Norðurlöndum, að Danmörku frátalinni, sýnir hlutfall (kvóti)
milli ákomu og útstreymis að ákoman er meiri en útstreymið
(kvóti >1). Þar sem þetta hlutfall hefurhækkað árabilið 1985
og 1993 hefur útstreymi minnkað á þessum tíma og á það
m.a. við um ísland, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Mesta út-
streymi í hlutfalli við ákomu er í Bretlandi (kvóti 0,4) og
dreifist það útstreymi til annarra landa, m.a. til Norður-
landanna og er Bretland aðal upprunaland þess mengaða
lofts sem berst til Islands.
EMEP (sérstakt vöktunarkerfi fyrir ýmis umhverfis-
mál í Evrópu) hefur sett upp likan sem sýnir framlag
hinna ýmsu landa hvað varðar ákomu brennisteins
og útstreymi. Ef ákoma er meiri en útstreymi verður
kvótinn hærri en 1.
Áætluð ákoma af brennisteini í ýmsum Iöndum Evrópu ásamt hlutfalli milli ákomu og útstreymis
1985 1993 1985 1993
1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi 1.000 tonn Ákoma/ útstreymi
ísland " 11 3,7 5 3,6
Danmörk 70 0,4 50 0,5
Finnland 230 1,1 130 1,9
Noregur 150 2,9 95 7,1
Svíþjóð 270 1,9 180 4,8
Albanía 35 1,3 30 0,8
Austurríki 230 2,6 130 5,1
Belgía 100 0,4 70 0,6
Bosnía/Hersegóvína 100 0,8 70 1,2
Bretland 570 0,3 580 0,4
Búlgaría 250 0,5 220 0,7
Eistland 50 0,4 30 0,5
Frakkland 660 0,9 440 1,0
Grikkland 130 0,5 120 0,9
Holland 110 0,8 80 1,1
Irland 45 0,7 40 0,6
ftalía 570 0,4 430 0,6
Króatía 120 1,5 80 1,4
Lettland 85 1,9 45 1,5
Litáen 120 1,7 65 1,4
Makedónía 30 6,0 20 10,0
Moldavía 65 1,4 45 1,5
Pólland 1.200 0,5 940 0,9
Portúgal 45 0,4 50 0,7
Rúmenía 630 0,7 430 0,9
Rússland 2) 2.500 0,8 2.400 1,9
Hvíta-Rússland 410 1,2 240 1,2
Serbía/Montenegro 260 0,6 190 0,8
Slóvakía 230 0,8 130 1,0
Slóvenía 80 0,7 50 1,0
Spánn 380 0,3 390 0,6
Sviss 80 1,7 60 3,0
Tékkóslóvakía 530 0,5 340 0,6
Úkraína 1.300 0,8 830 1,0
Ungverjaland 350 0,5 220 0,7
Þýskaland 1.700 0,4 1.100 0,6
" Brennisteinsvetni frá jarðhitakerfum er ekki meðtalið.
2) Evrópski hlutinn.
Heimild: Miljö i Europa, SCB 1995.
Ákoma nítrats er vegna útblásturs bíla, bruna af ýmsu tagi
(olía, kol, gas o.fl) og iðnaðarframleiðslu (sjá einnig bls. 12
og 21). Ákoma köfnunarefnis leiðir auk súrnunar til næringar-
efnaauðgunar á landi og í legi.
Ákoma ammoníaks kemur frá ammoníaksútstreymi, fyrst
og fremst vegna húsdýraáburðar (sjá bls. 12). Ammoníak í
ákomu fellur mun nær útstreymisstað en köfnunarefnisoxíð
sem dreifist víðar. Ákoma ammoníaks er því mest á svæðum
þar sem búfjárrækt er mikil.
Heildarákoma köfnunarefnis hefur minnkað í flestum
Evrópulöndum. Minnkunin hefði orðið enn meiri ef ekki
hefði komið til aukin bílaumferð í mörgum landanna og þar
af leiðandi meira útstreymi köfnunarefnisoxíðs. I flestum
löndum Mið-Evrópu er útstreymi meira en ákoma.
Ákoma köfnunarefnis getur leitt til meiri súrnunar og
næringarefnaauðgunar í jarðvegi og yfirborðsvatni. Áhrif
næringarefnaauðgunar eru þau að ákveðnum hraðvöxnum
plöntum, t.d. grasi, vex ásmegin, meðan hætta er á því að
aðrar hægvaxnari verði undir. Á skógarsvæðum er hætta á
mettun köfnunarefnis sem síðan leiðir til aukins frárennslis
næringarefna til vatnasvæða. Loks veldur mikil ákoma
köfnunarefnis þörungamyndun á landi og á mannvirkjum.