Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 3

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 3
Jólin nálgast. ÓLIN nálgast! Klukkur kalla kristna menn i guðshús inn, dýrðleg hegra helgiljóðin, hlusta á gleðiboðskapinn. Boðskap sem er öllu œðri er oss birtist hér á /örð: Jesús eilíft athvarf veitir allri sinni barnohjörð. Lyftum hug og hjarta klökku heimsins yfir dœguróm, þangað sem um eilifð alla englar syngja fögrum róm um frið á jörð og frelsi manna og fögnuð hverri mæddri þjóð — sem við jötu Jesú-barnsins jóla sungu dýrðar óð. Frlður! Jafnt í höll og hreysi hljómar þetta dýrðar orð ekkert fremur önd vor þráir œfi langa, hér á storð. Þegai líður lífs á daginn, Ijómar gleði’ á hverri brá sem að friðinn hlotið hefir himin- jóla- gesti frá. Lyftum hug til himinsala, hjörtum berast gleðiljóð. Eins og fyr af englatungum ást Guðs boðast hverri þjóð. Krjúp að fótskör friðarboðans frelsi Drottins sem oss gaf! Ljós Guðs náðar Ijómar yfir löndin bak við dauðans haf. Þorst. Finnbogason. Fagnaðarefnið mikla. ÁSAMLEGASTI viðburðurinn, sem mannkynssagan hefir af að segja, er fæðing Jesú Krists. — Margir telja hann mesta spámann, sem fram hefir komið. í augum þeirra hlýtur það að vera stór- kostlegur viðburður, að hér ájörðu skuli hafa fæðst maður eins og hann, svo vitur að engan þekkjum við honum jafn vitran, svo fullkom- inn í öllum hugsunarhætti sínum og framkomu, að engum hefir fyr eða síðar tekist að iinna á honum nokkurn blett. — Fyrst svo fögru og fullkomnu lífi hefir verið lifað hér á jörðu, þá felur það í sér fyrirheit, sem eru mann- kyninu óumræðilega dýrmæt. — Og hann hefir í nærfelt tvo aldatugi verið leiðarljós þeirra manna, sem lengst hafa komist, bæði andlega og siðferðislega. Það er því í alla staði eðlilegt, að allir, sem unna göf. gum hugsjónum og siðgæði, minnist með fagnandi þakklæti fæðingu Jesú frá Nazaret. En annað fagnaðarefni þekki ég enn dýrlegra í sambandi við fæðingu hans. Með henni tengir hinn alvaldi höfundur lífsins nýtt band milli sín og mannlífsins. Því að barnið sem í Betlehem fæddist, er í æðsta skilningi guðlegs eðlis. Fæðing Jesú er verklegur boðskapur um það, hve náið Guð vill að sambandið sé milli sín og mannanna. »Hvernig getur þetta verið ?« — spurði Maria forðum. Svo spyrjum við líka; því að enginn maður hefir skilið til fullnustu hið dásamlega undur jólanna. En — »vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður«. Dýrðin guðlega birtist í orðum hans, kærleiksverkum hans, hreinleik hans, dauða hans, upprisu og himnaför. Hann hefir kennt oss að þekkja föðurinn himneska. Hann hefir gefið oss eilift líf. Þess vegna minnast kristnir menn með þakk- látri tilbeiðslu á jólunum fæðingar Jesú Krists. Sem börn af hjarta viljum vér nú vegsemd, Jesú, flytja þér. Og hann, sem kom af himni’ á jörð, mun heyra vora þakkargjörð. Lofgjörð þér og þökk sé skýrð, þú, Guðs barnið úr himnadýrð. Hósíanna! Hósíanna! Hósianna! syngjum syni Guðs! R Hallgrimsson.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.