Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 11
1929 JÓLAHARPAN 11 út frá eyjunni Jamaica fyrir 728 pund sterling, og fyrir heimsstyrj- öldina var útfluttningurinn frá þess- ari eyju orðinn fyrir mörg þúsund sterlingspunda á ári. Nú eru bjúgaldini mikið etin, svo að segja um allan heim. Og þó almenningur þekki ekki enn til fulls ágæti þessa ávöxtar, hafa fornmenja- gréftir í Mesopotamíu leitt i ljós myndir af gömlum Assyríukon- ungum sem sitja og gæða sér á bjúgaldinum, og á fornum musteris- veggjum i Indlandi hafa fundist myndir af bjúgaldinklösum. Þetta bendi á að þessar þjóðir hafi á löngu liðnum öldum knnnað að meta þessa undra ávexti. Nú er búið að taka þúsundir og aftur þúsundir ferkílómetra af frjó- sömu hitabeltislandi t'l bjúgaldin- ræktar, en þau þrífast bezt á eyj- um vestur undir Ameríkuströndum, hinum svo nefndu Vestur-Indíum, og við Mexikóflóann, og þar hafa þeir gert það gott i ofanálag, að eitruð, óbyggileg fúafen, sem tekin hafa verið til ræktunar fyrir bjúgaldini, eru orðin þjóðinni til gagns og góða. Aðalstöð »stóra, hvíta flotans« er í Santa Martha í Columbiu. »Hvíti flotinn«, eru skip bjúgaldin-félags- ins, um hundrað að tölu, öll hvít að lit, er flytja ‘bjúgaldinklasana víðsvegar út um heim. þau hafa ekki svo lítið að flytja, því árlega er þar skipað út um 75 miljónum klasa. Við skulum nú í huganum. bregða okkur með einu af þessum skipum þangað sem bjúgaldinin eru ræktuð. Þegar við stíyum í land við eina slíka ekru, komum við brátt auga á bjúgaldinpálmaná, sem jurtin er venjulega kölluð. Það er rangt að nefna hana tré, því jurtin er stönguljurt, sú hæsta í heimi. Hún vex eina tíu metra upp í loftið á ótrúlega stuttum tíma. Árið eftir að rótarsprotinn er gróðursettur, ber hún blóm, og stóran ávaxtaklasa. Svo kemur uppskeran. Við fylgjumst með þeim þremur mönnum er vinna saman að uppskerunni. Einn þeirra velur úr þá klasa sem taka á, annar sker þá niður og sá þriðji ber þá saman. Þeir bera hver um sig ábyrgð á sínu verki. Það er ekki svo litill vandi fyrir þann sem velja á klasana svo hátt uppi, að sjá hvort þeir eru mátulega sprottnir til þess að takast; það má hvorki gerast offljótt né ofseint. Þegar búið er að velja klasann, heggur niðurskurðar-maðurinn stöng- ulinn með stórum hníf, en hann má ekki höggva hann sundur, því þá félli klasinn til jarðar og skemdist. Klasinn sveigir nú jurtina niður smátt og smátt. Þegar burðarmað- urinn nær til klasans, sker hann hann af og ber hann varlega burt. Uppskeru dagsins er svo safnað á einn stað, og þaðan flutt annað hvort á múldýrsbaki eða uxakerru að járnbrautinni. Jurtin sjálf er látin liggja, hún rotnar fljótt og nærir eftirkomendur sína. Húfi á að höggvast af ofan

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.