Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 15

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 15
1929 JÓLAHAR PAN 15 búinn að fylla allar körfur og kassa af brauðum, og átti þó nokkuð eftir inni í ofninum. »Hvað get ég nú gert við afganginn?« sagði hann. En þá varð honum litið á krukkuna. »Nei, þarna stendur þá stór og falleg krukka,« sagði hann, »það kom sér vel, hún rúmar víst það sem eftir er«. Svo hellti hann öllum glóðheitu brauðunum í krukk- una. En óðara en brauðin voru komin i hana sagði hún: »Nú fer ég af stað!« »Hvað ertu nú að gera?« spurði bakarinn, hljóp til og ætlaði að stöðva krukkuna, en það var um seinan, því að hún var komin út úr dyrum, áður en hann hafði áttað sig. Bakarinn, sveinarnir og snún- ingadrengirnir hlupu á eftir henni, en þó drengirnir væru fráir á fæti, var krukkan þó fljótari. Eltingar- leikurinn varð árangurslaus. Þeir komu bara allir við svo búið heim, másandi og blásandi og löðrandi af svita. Þetta skifti varð konan blíð við krukkuna, er hún kom heim full af heitum brauðum, því nú þurfti hún ekki einu sinni að hafa fyrir að baka þau né hnoða. Það kvöld ýtti hún krukkunni mjög varlega inn undir rúmið, því nú var hún orðin hrædd um að hún mundi brotna. Næsta morgun var krukkan enn þá ákafari að kom- ast útundan rúminu en ella. »Nú fer ég af stað«, sagði hún og þaut af stað. »Já, farðu bara, gullið mitt«, sagði konan. Og nú valtraði krukkan beina leið inn til okurkarls, sem átti fjölda húsa og þar af leiðandi sæg af íbúðum, sem hann leigði okurverði, því hann og kona hans voru ákaflega ágjörn. Nú stóð einmitt svo á, að hann var nýbúinn að taka á móti leigu fyrir þessar eignir, og var nú, ásamt konu sinni, að raða peningunum niður í öskjur, gullpeningum í sumar, silfri I sumar, en eir- skildingum í sumar. »Það er bjánaskapur að vera með þetta í smá- slöttum«, sagði hann við konu sína, '»enda er það óhyggilegt að hafa alla þessa peninga innanhúss. Það er miklu nær fyrir mig að láta þá í stóra krukku og grafa þá niður í garðinn; þar stelur þeim enginn, þar eru þeir óhulltir«. »En hvaðan fáum við þá krukku«, sagði konan, sem var ófús til að kaupa nokkuð, sem unnt var að vera án. »Þarna stendur krukka«, sagði maðurinn. »Hver á hana?« spurði konan. »Við eigum hana, úr því hún er á okkar lóð«, sagði maðurinn, og svo raðaði hann öllum peningun- um i krukkuna. En þegar síðasti silfurpeningurinn var kominn í krukkuna mælti hún: »Nú fer ég af stað!« Og hvað fljót sem hún hafði áður verið, þá hafði hún aldrei verið eins fljót og nú, — hún var sam- stundis komin út úr dyrunum. »Peningana! peningana!« æpti nirfillinn og hljóp á eftir henni. »Peningana! peningana!« öskraði konan og hljóp á eftir þeim. Hjónin voru fáklædd, þvi þau voru nýstigin úr rekkju, en þess gættu þau ekki. Þau hugsuðu ekki um annað en að elta krukkuna, en hvernig sem þau hlupu, fjarlægðist krukkan óðfluga og var brátt horf- in; þau vissu því ekkert hvar peninganna væri að leita. Hjónin urðu þvi að snúa við, við svo búið, en ná- grannamir, sem komnir voru á vettvang, hlógu dátt að óförunum. Þegar krukkan kom heim til konunnar, full af pen- ingum, gat hún ekki nógsamlega lofað skiftin, enda vildi hún nú allt gera fyrir krukkuna. Hún var ekki lengur látin standa undir rúmi, heldur var hún látin standa á fallegri hyllu á miðjum veggnum, og konan skreytti ha^a með blómum um hverja helgi. Nú þurfti hún ekki lengur að valtra af stað til vistafanga, nú voru hjónin orðin stórrík og lifðu í allsnægtum það sem eftir var æfinnar. Það vildu víst fleiri gefa kú fyrir slika krukku, — jafnvel þó það væri eina kýrin. Það er bara sárast að enginn veit hvar slikar krukkur eru búnar til, eða hvernig hægt er að ná i gamla manninn, sem selur þær. Þ. F. þýddi. ■■ ■ ! Sími 894. Vcitið dthygli! Luugaveg 40. g Karlmannaföt. | Rykfrakkar. Vctrarfrakkar. S Ef þjer viljið klæðast falíegum jj|| fötum eða. frökkum fyrir jólin, þá komið fyrst eða síðast til á? okkar, áður en þjer festið kaupin. ^ Úrvalið er fjölbreytt og verðið sanngjarnt. || MANCHESTER.I Laugaveg 40. Simi 894.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.