Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 5

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 5
1929 JÓLAHARPAN 5 f 1 1 I u '?ý . 1 i j : | 1 ■ f 1 l • ] 1 I j - : * zk' 'M Í „1 , 1 1 I 1 1 VAi ,T vi M-'í. * £ ©Ili Æfintýri. Litla húsið hans Andrésar skóara stóð rétt út við skógarjaðarinn, langt frá öðrum húsum í þorpinu. Húsið og starfið, sem þar var unnið, hafði gengið í erfðir, mann fram af manni síðustu mannsaldrana. Afi hans og faðir höfðu verið skóarar, og að föður sínum látnum hafði Andrés tekið við vinnustofunni eftir ættarvenju, fengið sér konu og farið að búa. En Andrés var svo óheppinn að nú var kominn annar skóari í þorpið, sem numið hafði skósmíði er- lendis, vinna hans var því snotrari útlits en hjá And- rési skóara. Viðskiftamönnum gamla skóarans fækkaði því óðum, og loks varð Andrés að gera sér að góðu, já, þakka Guði fyrir, ef bændurnir vildu láta hann gera við skóna sína, svo hann gæti unnið sér og sínum brauð. Það varð að spara og gæta allrar hagsýni á heim- ili hans, þvi hann hafði sex litla munna að metta, en erfiðleikar og áhyggjur fyrir duglegu brauði rændu eigi heimilið þeirri hamingju og friði, er þeim hjón- um hafði veizt í ríkum mæli. Börnin, sem bæði voru drengir og stúlkur, döfnuðu vel, þrátt fyrir fátæktina; voru hraust og fjörug og rjóð í kinnum. Elzti dreng- urinn, sem hét Georg, var duglegur og ábyggilegur sendisveinn föður síns, og elzta telpan hjálpaði móð- ur sinni við innanhússtörf, en yngri börnin söfnuðu eldivið í skóginum og hjálpuðu til á ýmsan hátt eftir megni. Jólin voru í nánd, og jörðin var þakin snjó, en á heimili Andrésar skóara var lítið um undirbúning undir hátíðina. Skóarinn og elzti sonur hans kepptust við að vinna, þótt ljósið væri dauft. Nú var Georg farinn að hjálpa föður sím m á vinnustofunni, móðirin og eldri telpurnar spunnu, en Jóhann, sem var nokk- uð yngri en Georg, gætti yngstu barnanna og braut fyrir þau hnetur. Andrés skóari blístraði lag við vinnu.sína, ofurlágt, en móðirin sagði yngri börnunum frá, hvernig jólin væru haldin í stórborgunum, þar sem fólk hefði efni á að kveikja fjölda ljósa á stóru, skrautlegu jólatré. »Nóg er nú af grenitrjám í skóginum,« sagði And- rés. »Ef skógarfógetinn vildi leyfa okkur að höggva fáein tré, gætum við innunnið okkur nokkrar krónur til jólanna með því að selja þau í borginni.«

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.