Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 10

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 10
10 JÖLAHARPAN 1929 (Mancma) et íjésmgnðnm. Lostæta, gula bjúgaldinið má næstum telja furðuverk. Það er ávöxtur, sem frá nátturunnat hendi, virðist svo að sejga ætlaður í ábætisrétt. í því er enginn kjarni til að sá, jurtin breiðist aðeins út með rótarskotum. Til þess að geta ræktað hana verður þvi að fá rætur hennar og setja þær niður Ávextirnir gætu því vel verið aðeins til skrauts en Ánœgjan skín út úr hverju andliti. vegna þess hvað þeir eru ljúffengir og nærandi, eru þeir afar mikið notaðir. Frá ómuna tíð hafa bjúgaldini sprottið í Asíu en engum var það fyllilega ljóst, hvað nytsöm þau voru. Það er fyrst löngu eftir fund Ameríku að farið er að rækta þau fyrir alvöru. Það kom i ljós að þau hafa vaxið villt í Ameríku eins og í Asíu, virðist það, ásamt mörgu fleira benda á samband milli hins gamla og nýja heims á löngu liðnum öldum. Það er fyrst á síðastliðinni öld, að bjúgaldini hafa fengið verulega þýðingu. Og það var, þar sem oftar, af tilviljun að þessi dýrlegi ávöxtur varð alþektur. Það var enskur skipstjóri sem Barker hét sem einu sinni á miðri síðustu öld tók heim með sér nokkra bjúgaldinklasa, til þess að gefa vinum sínum. Vinir hans urðu svo hrifnir af ávöxtunum, að Barker tók fleiri með heim i næstu ferð, og þegar þeir seldust samstundis, sá hann að hér mundi vera um verzlun að ræða sem borgaði sig. Að honum skjátlaðist ekki sýnir það, að þegar árið 1867 voru bjúgaldini flutt

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.