Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 19

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 19
1929 JÓLAHARPAN 19 LEIKSYSTKININ II. L___ IHIIIiUllU ■ v\/.- vl- xN\>'’-^xkxj^vil.MV'. B®-^^ '1AM£ h/fMffí.. hinu megin en hún misti boltann yfir vegginn. Það færðist heldur en ekki fjör i Svein litla við þessa sendingu. Hann reisti bekkinn sem hann sat á, upp við múrinn, því hann vildi grenslast eftir hverju þetta sætti, en þá vildi svo illa til að bekkurinn sporðreist- ist og datt niður í garðinn, i því hann náði upp á veggjarbrúnina, en þá gæðist ofurlítið telpuandlit upp á garðinn rétt á móti honum, þarna var þá Manga litla kominn að svipast eftir boltanum sínum. Þau mættust því í fyrsta sinn milli himins og jarðar. írskt œfintýri. Guðbjörn skygni var maður nefndur, hann var byggingameistari. Hann átti son sem .Takob hét. Einu sinni sendi hann son sinn af stað að selja sauðar- gæru, og sagði við hann að skilnaði: Seldu nú þessa gæru en komdu aftur, bæði með peningana og skinnið. Jakob fór af stað, en fann engan kaupanda sem bæði vildi borga andvirðið og skila skinninu. Hann var þvi daufur í dálkinn er hann hélt heimleiðis með gæruna. Næsta dag sagði faðir hans aftur: »Reyndu aftur í dag að selja gæruna en mundu það að koma með hvorttveggja, peningana og skinnið.« Jakob reyndi víðsvegar að seíja gæruna með þess- um kjörum, en sem geta má nærri, voru flestir fúsari á að hlæja að honum en skifta við hann, svo hann varð að halda heim við svo búið. Þriðja daginn sagði faðirinn enn á ný: »Farðu nú og seldu gæruna, en nú verður þú að koma heim með skinnið og peningana«. Það fór á sömu leið þriðja daginn. Jakob var nú hálft í hvoru að hugsa um að fara heldur eitthvað út í heim, að freista gæfunnar, en að fara heim til föður síns og þola reiði hans, er hann hefði ekki getað uppfyllt kröfu hans. Hann staðnæmdist þó ofurlítið á brú, sem lá yfir á þar í grendinni, og hugsaði sig um. Hann vissi hvers hann ætti von, ef hann kæmi heim við svo búið, en færi hann út í víða veröld vissi hann ekki hvað við tæki. Það var því máske betra, af tvennu illu, að velja það sem hann þekti, en það sem hann vissi ekkert um. Ung stúlka, sem var að þvo á árbakkanum, leit á hann og mælti: »þvi ert þú svo angurbitinn, ungi maður?« Jakob sagði henni nú að hann ætti að selja sauðar- gæru, en svo ætti hann að koma heim með andvirðið og skinnið að auki, og það væri nú þyngri þrautin; þar sem hann gæti ekki fullnægt þeirri kröfu, ætti hann von á hörðum ávítum hjá föður sinum, komi hann heim með gæruna í þriðja sinn. »Þess þarft þú nú alls ekki«, sagði stúlkan, tók gæruna og klippti alla ullina af henni, borgaði siðan Jakob peninga fyrir ullina, eri fékk honum skinnið og sagði: »Farðu nú heim til föður þíns og þú munt komast að raun um að nú verður hann ánægður«. Guðbjörn skygni var nú mjög ánægður og sagði við son sinn. »Þetta var skynsöm stúlka og ágætt konuefni handa þér, en heldur þú að þú þektir hana aftur?« Jakob bjóst við að þekkja hana aftur, og faðir hans sagði honum, að hann skyldi fara aftur út að brúnni, og sæi hann stúlkuna, skyldi hann bjóða henni heim, að drekka te.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.