Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 20

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 20
20 JÓLAHARPAN 1929 EEIKSYSTKININ — III. cv’ív rrrv /11 / J'-r 11 * w SV'einn og Manga urðu eftir fyísta fundinn allra beztu lyst. Og þegar Manga keypti sér súkkulaði stöng. viriir. Fengi annaðhvort ávöxtí eða köku, skiftu þau braut hún hana á hné sér og gaf Sveini litla annan því bröðurlega milli sín og þegar Sveinn litli eignaðist bútinn; þau voru jafnaðar-menn í orðsins fyllstú stöngulbrjóstsykur, sleiktu þau: hárin á víxl með beztu merkingu. Jakob gekk að brúnni og.'hitti stúlkuna. Hann bar henni kveðju föður síns og sagði henni að hann vildi gjarna kynnast henni, og hann óskaði því eftir að hún kæmi heim til þeirra að drekka te. Stúlkan þakkaði boðið, en sagðist ekki hafa tíma til þess í dag, en hún skyldi.koma heím til þeirra á morgun. »Því betra«, sagði Jakob, »þá. höfum við líka tíma til að undirbúa komu þina«. i Þegar hún kom næsta dag, fann Guðbjörn skygni fljótlega að hún var hyggin og hispurslaus stúlka, og spurði hana því, hvort hún hefði rtokkuð á móti því að verða tengdadóttir sín. Nei, því hafði hún ekkert á móti. Það leið því ekki á löngu að þau Jakob yrðU hjón. Skömmu síðar sagði Guðbjörn skygni syni sínum, að hann yrði að hjálpa sér að byggja höll. Eftir skipun konungsins ætti hún að vera fegursta höll í heimi, og öllum öðrum höllum fremri að skrauti og viðhöfn. Þegar leggja átti hornstein hallarinnar, fylgdist sonur hans með honum. Þegar þeir ivoru komnir af stað sagði faðirinn: »Getur þú ekki gert eitthvað til þess að stytta mér leiðina?« Jakob horfði ráðalaus eftir veginum og sagði »Ég sé enga leið til þess að stytta veginn«. »Farðu þá heim«, sagði faðir hans stuttur í spuna »þá get ég engin not haft af þé'r«. Veslings Jakob varð því að snúa við og halda heimleiðis. Þegar kona hans sá hann, spurði hún hversvegna hann hefði yfirgefið föður sinn. »Ég yfirgaf hann ekki«. sagði Jakob, »hann skipaði mér heim. Hann krafðist þess að ég stytti honum leið að höllinni, hvernig átti ég að geta það?« »Mikill bjáni geturðu verið«, sagði kona hans ergileg. Hefðir þú sagt honum frá einhverju sem vakið hefði athygli hans, hefði honum þótt leiðin styttri, skilurðu það ekki? Nú ætla ég að segja þér skrítna sögu, þú skalt taka vel eftir henni, hlaupa svo á eftir föður þínum, þú hlýtur að ná honum, því hann gengur hægt og rólega. Þegar þú nær honum, skaltu segja honum söguna; ég er viss um að hann lætur þíg þá fylgjast með. Síðan sagði hún honum söguna, og Jakob hljóp af stað sem fætur toguðu, og náði föður sínum. Faðirinn lét sem hann sæi hann ekki, en sonurinn byrjaði að segja söguna og var að þangað til þeir nálguðust hallar svæðið. »Þú átt hyggna konu«, sagði faðirinn, »vertu með. og við skulum vinna saman«. þeir unnu nú saman að hallarbyggingunni sem verða átti hin fegursta í heimi. Eftir ráðum ungu konunnar. komu þeir sér svo við konungs menn, að allir voru þeim vinveittir, og fúsir að rétta þeim hjálparhönd. Þessi tími var þeim ánægjulegur, er þeir unnu með þeim. Að ári liðnu hafði Guðbjörn skygni lokið hallar- smíðinu. Hún var svo fögur og skrautleg að fólk kom

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.