Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 16

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 16
16 JÓLAHARPAN 1929 Dómkirkjan í Hróarskeldu. Ýmsir fræðimenn halda því fram, að þar sem Hró- arskeldu-dómkirkjan stendur, muni i fyrndinni hafa verið blótlundur eða hof, áður en kristnin ruddi sér til rúms i Danmörku, t. d. meðan Skjöldungaættin sat að völdum, og konungarnir höfðu aðsetur sitt í Hleiðru. Það er talið að Haraldur konungur blátönn hafi lát- ið reisa fyrstu kirkjuna við Hróarskeldu, eða Hróars- lind, sem sumir hafa talið réttara. Þessi kirkja var af tré. Konungur lagði svo fyrir, að hann skyldi grafinn lega stjórn um langan aldur, því þó erkibiskupinn í Lundí hefði yfirstjórnina á hendi að nafninu til, voru það oftast Hróarskeldubiskuparnir sem mestu réðu um dönsk kirkjumál. Mætti þar til nefna Absalon biskup og ýmsa fleiri. Það er talið víst, að fyrstu steinkirkjuna hafi Ást- ríður, móðir Sveins konungs Úlfssonar, (sem oftast hefir verið nefndur Ástríðarson), býrjað að byggja í Hróarskeldu, þótt henni væri ekki lokið fyr en löngu í kirkjunni, og mun hann vera fyrsti Danakonungur, sem grafinn var í vígða mold. Sveini konungi tjúgu- skegg var líka búin hinnsta hvíla í Hróarskeldukirkju. Auður Hróarskeldukirkju er talínn eiga upptök sín í atburði, sem gerðist skömmu eftir dauða Sveins konungs, þegar Knútur konunguí mikli lét myrða Úlf jarl mág sinn framan við háaltari kirkjunnar 1017. En Ástríður, kona jarlsins, gaf kirkjunni geysimiklar jarð- eignir, til minningar um mann sinn og til þess að syngja honum sálumessur, : sem lengi tíðkaðist í kaþólskum sið. Sonur hennar, Sveinn Ástríðarson, varð síðar Danakonungur. Reyndist hann mjög gjaf- mildur við Hróarskeldukirkju. Var með þessu lagður hyrningarsteinninn að auð hennar og áhrifum á kirkju- síðar. Þess er áður getið, að hún gaf kirkjunni jarð' eignir miklar; voru það 50 býii, flest eða öll í Gönge- héraði á Skáni í Svíþjóð. Að vísu munu það ekki hafa þótt stórbýli í þá daga, eftir nafninu »Bol« að dæma, sem þau voru nefnd, en sem teljast mundu stóreignír hver nú á dögum. »Roskildekrönike«, fornsaga Hróarskeldukirkju, til- nefnir tvo biskupa, Vilhjálm og Svein, er lokið hafi kirkjubyggingunni. Vilhjálmur þessi mun hafa verið Þjóðverjí. — Rit þetta, sem skráð er af munk eða presti í Hróarskeldu um miðja tólftu öld, segir enn- fremur, að Vilhjálmur biskup hafi »skreytt kirkjuna með fagurri ljósakrónu, marmarasúlum (sem líklega er missögn; það er ólíklegt, að þær hafi verið af

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.