Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 22

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 22
22 JOLAHARPAN 1929 \. . ,-v , ", , V Hann sá sér nu ekki annað fært en að borgá vínnu- iaunin, og láta feðgana i friði fara. Á heimleiðinni sagði Guðbjörn skygni syni sinum, að hann ætlaði að byggja konu hans, er væri svo hyggin að skilja vel, jafnvel það sem ekki væri sagt, og jafn ráðagóð og hún hefði reynst, miklu fegurri höU, en konungsins; hún ætti það vissulega skilið. Og hann stóð við orð sín. Hann bjó svo í ham- ingju og gleði hjá syni sinum og tengdadóttur til æfiloka. Konungurinn var sá eini sem var því gramur, því almenningur sagði að höll ungu konunnar væri tíu sinnum fallegri en höllin hans, og hún var það líka. Sagan af Áka kóngssyni. Framhald frá bls. 2. rándýr vörð um þá en þau gerðu Áka ekkert mein. En er hann sneri við gat hann ekki stil t sig um að fylla vasa sína af öðrum steinum. Fram við hellismunnan voru fegurstu steinarnir. Þegar Áki kom þangað ætlaði hann að tæma vasa sína og íylla þa af þessum steinum, en þá fékk hann svo duglegan löðrung að hann þaut í loftinu fimmtíu skref út úr hellinum. Þegar hann raknaði úr rotinu stóð björninn hjá honum. »Þakkaðu mér Iöðrunginn, heimskingi«, sagði hann fokvondur. »Hefðir þú ekki fengið hann, værir þú nú lok- aður inni í fjallinu. En fyrst þú hefir nú fulla vasana af gimsteinum, þá skiftu þeim á milli þín og kóngsins. Láttu hann fá þá stærstu og fegurstu, þá færðu hestinn«. Nú héldu þeir til kóngsins sem átti hestinn. Fékk kóng- or helmihginn af steinunum og Áki hestinn. Eins og örskot þaut hann nú á honum tii kóngsins sem átti að fá hann. Hann skildi hestinn eftir úti og gekk fyrir kóng. »Herra konungur! Komdu nú út með dætur þínar, þá skal ég sýna ykkur fljótasta hestinn á jörðunni«. Kóngur gladdist við og fór út með alla hirð sína og þótti honum hesturinn hin mesta gersemi. Ekki vildi hann þó gefa Áka dóttur sína að launum eins og hann hafði lofað. Á meðan hann var að íhuga það mál, voru dætur hans að gæla við hestinn og var yngsta kóngsdóttirinn lang-hrifnust af honum. Þá greip kóngsson hana og setti á bak fyrir framan sig. Voru þau öll á burt áður en kóngi kæmi í hug ráð til að narra út úr honum hestinn. Kóngsdóttir var auðvitað fokvond yfir því að vera þannig numinn á brott, en þegar fallegi, ungi kóngsson- urinn sagði henni, að sér þætti vænna um hana en allt annað, jafnaði hún sig smám saman, og var að siðustu orðin harðánægð með kjör sín. Kóngsson sagði henni nú að hann hefði lofað að færa hana kónginum sem ætti gæfufuglinn. Fuglinn yrði hann að fá til að frelsa líf föður síns, en hann kvaðst ómögu- lega vilja sleppa henni. »En þess þarftu heldur ekki«, sagði hún. »Ég læt ekki gefa mig ókunnum kóngi, sem ég kæri mig ekki um«. Þau riðu nú til kóngshallarinnar og kóngurinn kom sjálfur út tií að taka á móti þeim. Áki skilaði nú kóngsdótturinni ogfékk fuglinn í staðinn en áður en nokkurn varði, hljóp kóngsdóttirin aftur á bak hjá honum. Þau kinkuðu vingjarnlegu kollitilkóngs- ins og þutu eins og stormhrakið ský áleiðis heim til gamla, veika konungsins. Á leiðinni mættu þau birninum, er sagði viðkóngsson: »Nú hefir þú staðið þig vel, en fiýttu þér nú heim og tefðu hvergi á ieiðinni, hvað sem fyrir kemur. Ef þú gerir það, þá er úti um þig«. Kóngsson þakkaði birninum og hraðaði sér nú heim- leiðis. Nú var hann ánægður, en hann hafði líka ástæðu til þess. Allt, sem hann gat óskað sér, hafði hann með- ferðis: gimsteina, sem voru of fjárvirði, fegurstu kóngs- dóttur undir sólinni, fljótasta hestinn, sem nokkur maður hafði komið á bak og — auk alls þessa — gætufuglinn, sem átti að launast með heilu konungsriki. Þegar hann kom að trénu, sá hann að ekki hafði verið sett merki við neitt- af nöfnunum, og þá vissi hann að bræður hans mundu ekki komnir heim. Heitt var í veðri og hann var afar syfjaður. Hann hafði lofað að biða eftir bræðrunum, og fannst nú að sér hlyti að vera óhætt að fá sér ofurlítinn blund undir trénu — á meðan hann biðL »Gerðu það ekki«, sagði kóngsdóttir. »Mundu eftir orðum bjarnarins«. »Hann hefir sjálfsagt ekki átt við þetta. Honum getur ekki mislikað, þótt ég sofi fáar minútur í þessum hita«. Svo lagðist hann undir tréð og steinsofnaði. Rétt á eftir komu bræður hans. Þeim hafði ekkert orðið ágengt og nú voru þeir bláfátækir og illa klæddir. Þegar þeir sáu bróður sinn liggja þarna, skrýddan fögrum klæðum, og sáu að hann t afði fuglinn með sér og auk þess fegurstu kóngsdóttur undir sólinni og fljótasta hestinn á jörðunni, ætluðu þeir að springa af öfund og hatri. Þeir fleygðu honum niður í þurra, djúpa gryfju, skiftu eignum hans á milli sín og fóru með fuglinn til kóngs- ins, föður þeirra. Þegar Áki vaknaði var hann allur brákaður eftir fall- ið og komst ekki upp úr gryfjunni. »Æ, góði björn, bara að ég hefði hlýtt ráðum þín- um!« andvarpaði hann. — Og í sama bili var björn- inn þar kominn. »Veistu hverskonar gryfja það er, sem bræður þinir hafa fleygt þér í?« spurði hann. »Það er ljónagryfja og bráðum koma Ijónin heim af ránsterðum sínum.« Björninn gat þess ekki, að hann hefði beðið ljónin að láta hann í friði, en sagði nú við hann: »Nú fer vel um þig. Ég vona að ljónunum verði þessi óvænta máltíð að góðu. — Vertu nú sæll, við sjáumst aldrei framar!« Kóngssonurinn titraði af hræðslu og grátbændi björn- inn að hjálpa sér. »Hjartans, bezti björninn minn! Ég var svo óskap- lega þreyttur. Fyrirgefðu mér nú enn þá einu sinni. Þú sem ert svo hjartagóður! Hugsaðu þér það, að fegursta kóngsdóttirin undir sólinni deyr af sorg, ef ég kem ekki heim. Þú ætlar vonandi ekki að láta bræður mína hrósa sigri sínum yfir mér. Þú getur líklega ekki genqið í lið með þeim, sem eru svo vondir.« »Þú hefir lítilsvirt ráð mín, nú færðu makleg mála- gjöld,« sagði björninn og ætlaði að fara. En hann fór ek i. Hann aumkaðist yfir kóngsson og útvegaði honum mat og drykk, en sagði, að hann yrði að vera kyr í gryfjunni á meðan hann væri að safna kröftum aftur. Hann var svo aflvana eftir fallið og af hræðslunni og gremjunni yfir ódrengskap bræðranna. Eftir mánuð var hann aftur orðinn hraustur. Þá fór björninn með hann til hallar föður hans og sagði við hann: »Farðu nú inn og reyndu að standa þig vel. Ég legg-þjer ekki fleiri ráð.« Áki fór nú inn og spurði, hvort hann gæti ekki fengið vinnu. Hann var nú orðinn svo breyttur, að enginn þekkti hann. Þá sagði stallvörðurinn: »Hestasveinninn strauk úr vistinni í gær, og þaðer svo mikill gauragangur út af veika hestinum, að ég er orðinn steinuppgefinn! Ef þú villt verða hestasveinn, þá getur þú fengið stöðuna nú þegar.« »Það er ágætt,« sagði Áki og fór með honum inn. í hesthúsið.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.