Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 23

Jólaharpan - 01.12.1929, Blaðsíða 23
1929 JÓLAHARPAN 23 Þar stóð fljótasti hesturinn á jörðinni og hengdi hausinn. Hann var ekki orðinn annað en beinin og .skinnið, þvi að hann hafði ekkert é*ið i heilan mán- uð. En þegar Áki fór að klappa honum og tala við hann, hoppaði hann upp af kæti, fór að éta og varð íeitur og fallegur eins og áður. Stallvörðurinn varð svo g'aður, að hann fór á augabmgði inn til kóngsins og sagði honum frá þ i. V »Þann mann vil jeg fá að sjá,« sagði kóngurinn og svo fór stallvörðurinn út og sótti hann. En kóngurinn þekkti hann heldur ekki, svo breyttur var hann orðinn. Og kóngurinn sagði við hann : »Einhver töframáttur hlýtur að fylgja þér, fyrst þú gazt læknað hestinn. Sjáðu til! Þarna situr gæfufugl- inn í búrinu sínu og syngur aldrei. Og þarna út við gluggann situr fegursta kóngsdóttirin undir sólinni; hún hefir ekki talað í heilan mánuð og er alveg ófá- anleg til þess. Et þú getur fengið fuglinn td að syngja og kóngsdóttúrina til að tala, þá skaltu fá 1000 gull- peninga!« Þá gekk Áki að fuglabúrinu og sagði: »Yndislegi fugl, syngdu dálítið fyrir okkur!« Og fuglinn fór að syngja svo aðdáanlega fallega, að kóngurinn þaut upp úr rúminu og kenndi sér einkis meins. Þá fór Áki kóngsson út að glugganum og sagði við kóngsdótturina: »Seg þú kónginum, hver ég er, og hver þú ert!« Þá sagði kóngsdóttirin upp alla sögu frá því er þau hittust. og varð þar mikill. fagnaðarfundur, er kóngur- inn fékk að vita, að hestasveinninn var yngsti sonur hans. En svo varð kóngurinn aftur alvarlegur og sagði: »En hvað á ég að gera við bræður þína? Ef þú óskar þess, þá skal ég láta hegna þeim fyrir glæpi þeirra.« En Áki hristi höfuðið. »Faðir minn! Þeir eru synir þínir og bræður mínir. Hversu illa, sem þeir hafa breytt við mig, óska ég þeim ekki ills. Sendu þá burt úr landinu ogbannaðu þeim að koma nokkru sinni aftur.« Og landræku kóngssynirnir þökkuðu Guði fyrir það, að þeim var ekki hegnt ver en það. Áki kóngsson gekk að eiga fegurstu kóngsdóttur- ina undir sólinni, og varð kóngur í landinu. En björn- inn sá hann aldrei framar. Hann var orðinn leiður á því að gefa góð ráð. Þ. K. þýdcli. Kolasalinn: Flýtið ykkur! Það er kominn upp eldur í kolakjallaranum minum. Slökkviliðsstj.: Séa það sömu kolin og þú seldir mér síðast, liggur ekkert á. Jón: Hefir þú nokkurntima orðið fyrir reiðarslagi? Páll: Þegar maður hefir verið giftur í 20 ár, minnist maður ekki slíkra smámuna. Árni nirfill var alveg kominn að drukknun þegar bjarghringnum var kastað til hans; hann horfði á hringinn án þess að grípa til hans og hrópaði: »Kostar ekki eitthvað að nota hann?« . « í Betlari: Á frúin ekki kökubita handa fátækum aumingja, sem ekki hefir bragðað mat i þrjá daga? Frúin: Gætir þú ekki gert þig ánægðan með brauð? Betlari: Jú, venjulega geri ég það, en í dag er afmælið mitt og þess vegna langar mig að breyta til. Undrapenni. Wonder Fountain Pen Co. í New York hefir um fjölda ára búið til lindarpenna og selt um.allan heim. Firma þetta hefir á síðasta ári fundið upp nýja tegund af rittækjum er það nefnir »Pen-Pencil«, ritblýspenna. Hann er svo haganlega gerð- ur, að i öðrum enda hans er mekaniskur blýantur, en i hinum Iindarpenni gerður úr 14 karata gulli með iridium oddi, sem er harðasti málmur sem þekkist og um 10°/0 dýrari en gull; í hettunni er haganlega fyrirkomið 6 varablýum. Wonder-ritblýs- penninn er óviðjafnanlegur að gæðum og hin augljósu þægindi — sem nútíminn krefst — hafa aflað honum þúsunda á- nægðra notenda. Þér hafið að eins einn hlut að bera og getið á augnabliki skift um frá penna til ritblýs. Full ábyrgð fylgir hverjum Wonder-ritblýspenna. Einkasali á tslandi er Halldór R. Gunnarsson, Aðalstræti 6, Reykjavík. Glataði sonurinn er ein af bestu sögum Hall Cains, og sú eina af stærri verkum hans, sem þýdd hefir verið á íslenzku. Sagan gerist hér á landi. — Fæst hjá bóksölum. Ef nisy f irlit. Burðamaður, mynd........................... . Bls. 9 Dómkirkjan i Hróarskeldu, með 4 myndum Þ. F. — 16 Fagnaðarefnið rrljkla, Fr. Hallgrimsson..... — 3 Guðbjörn skygni, æfintýri...................... — 19 Hreinlæti er þarft og notalegt, mynd........ — 7 Jólin í skóginum, æfintýri.................. — 5 Jólin nálgast, kvæði, Þ. F.................. — 3 Leiksystkinin, 4 myndir ............. — 18 Péturskirkjan í Rómaborg, með mynd, Þ. F. — 4 Sagan af Áka kóngssyni, Þ. K. þýddi. ..... — 2 Skrítlur.................................... 18, 23 Tvær stúlkur með brúður, mynd ........ — 5 Töfrakrukkan, æfintýri Þ. F. þýddi. .<. .... — 14 Um bjúgaldin, fróðleiksgrein með 5 myndum — 10 Vinátta meðal Óskyldra dýra, með 5 myndum — 13 Útgefendur: Guðmundur Kristjánssoti og Þorvaldur Kolbeins. ísafoldarprentsmiðja h.f. — 1929.

x

Jólaharpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.